Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands og Orka Náttúrunnar efna til námskeiðs í samstarfi við Kötlu jarðvang, Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarð um lagfæringar á mosaskemmdum. Námskeiðið verður í tveimur hlutum og fer fyrri hlutinn fram á Keldnaholti 8. september nk. en sá síðari 22. september á Kirkjubæjarklaustri. Samkvæmt upplýsingum frá Landgræðslu ríkisins er stefnt að fleiri námskeiðum með svipuðu sniði.

Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram á orn@land.is og í síma 899 0551.