Vorfundur SATS verður haldinn dagana 28. og 29. apríl n.k. 

Ýttu hér til að skrá þig!

Dagskrá fundarins: 

Fimmtudagurinn 28. Apríl 2022
11.30 – 12.00 Skráning á Hótel Vestmannaeyjar.
12.00 – 12.45 Hádegisverður á Hótel Vestmannaeyjar(Einsi Kaldi)
12.15 – 12.45 Aðalfundur SATS á meðan að hádegisverði stendur.

Farið yfir í sal Akóges í Hilmisgötu 15. (rétt fyrir götuna)

13.00 – 16.30 fyrirlestrar í Akóges sal. 
17.00 – 19.00 Skoðunuarferð um Vestmannaeyjar í höndum heimamanna.
19:00 – 00.00 Hátíðarkvöldverðurí Eldheimum í boði bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

 Föstudagurinn 29. Apríl 2022

09.00 – 12.00 Fyrirlestrar í sal Akóges, Hilmisgötu 15.
12.00 – 12.45 Hádegisverður á Hótel Vestmannaeyjar(Einsi Kaldi)
13.00 – 15.00 fyrirlestrar í Akóges sal.
15.30 – 17.30 Skoðunuarferð eins og Eyjamönnum er einum lagið.
19.00 – 00.00 Kvöldmatur. Slippurinn Veitingahús í boði SATS.

Hér að neðan eru upplýsingar um þá fyrirlestra sem verða á dagskrá. 

Áskoranir í vetrarþjónustu í Reykjavík – Fjallað verður um vetrarþjónustu Reykjavíkur almennt og farið yfir hvernig vetrarþjónustan gekk fyrir sig þegar tíðin er slæm með óveðrum og miklu fannfergi.

 “Numbers dont lie” eða “Tölur ljúga ekki”  Fjallað um stöðuna í loftslagsmálum tengt mannvirkjagerð.

 „Vegagerðin og skipulag“aðkoma Vegargerðarinnar að skipulagi.

 Umferðaröryggismat og -rýni – Farið yfir verklag við mat á umferðaröryggi og rýni sem Vegagerðin hefur tileinkað sér og nú einnig tekið upp af öðrum fagaðilum.

 Þjóðskrá – hvaða þýðingu tilfærsla fasteignaskrár, brunabótamats og fasteignamats til HMS mun hafa á sveitarfélög og hver tímalínan sé í þeim efnum. 

Með sjálfbærni að leiðarljósi við hreinsunargerðir á menguðum jarðvegiUmfangsmiklar aðgerðir hafa staðið yfir á Hofsósi að undanförnu í þeim tilgangi að hreinsa mengun vegna olíuleika sem varð þar fyrir rúmum tveimur árum. Í úrbótaáætlun sem Verkís vann fyrir N1 og var samþykkt af Umhverfisstofnun var meðal annars lögð til aðgerð sem hefur ekki verið notuð hér á landi til hreinsa mengun úr jarðvegi áður. Aðferðin hefur gefið góða raun erlendis.

Áskoranir við skipulagsgerð á lágsvæðum – Í skipulagi ber, samkvæmt skipulagslöggjöf, að gera grein fyrir svæðum þar sem hætta er talin á náttúruvá og setja skilmála um þau. Jafnframt er óheimilt að byggja á þekktum flóðasvæðum, m.a. við sjó. Hættusvæðin hafa hins vegar ekki verið skilgreind og ekki hefur verið tekin opinber ákvörðun um hvers konar nýting er ásættanleg á þessum svæðum. Forsendur fyrir skipulagsgerð á lágsvæðum eru því veikar. Víða er byggð á lágsvæðum sem er berskjölduð fyrir sjávarflóðum og ásókn er í lóðir nærri sjó. Brýnt er að gert verði hættumat á þessum svæðum og skýr viðmið sett um hvað má og hvað ekki.

Landgræðslan og sveitarfélögin, samstarf og þjónusta – Farið verður yfir helstu málefni sem Landgræðslan sinnir. Endurheimt landgæða, varnir gegn landbroti og náttúruvá og loftslagsmál. Hvernig getur Landgræðslan aðstoðað og stutt við starf sveitarfélaganna.

Skógrækt í samstarfi við sveitarfélögin – minjaskráning, grenndarkynning, framkvæmdaleyfi, fellingarleyfi, landnotkun. Ný landsáætlun og vinnan framundan varðandi landshlutaáætlun

Basalt  – Basalt arkitektar hafa verið mjög framalega í tengingu náttúru við baðstaði ( Bláa Lónið, Vök Urriðavatni, Guðlaug Akranesi, GeoSea sea baths Húsavík, Hofsós Geothermal pool og fl.  

Landmótun –  Íslenskir garðar skipta máli – Lifandi minjar – hluti af menningarsögu okkar. Kynning á greinargerð sem unnin var af faghópi,  Garðsöguhópi FÍLA, Í samvinnu við Minjastofnun og með styrk úr fornminjasjóði.

Loftslagsmál sveitarfélaga, kolefnisspor og aðgerðaáætlun sem og tenging við innleiðingu heimsmarkmiða – EFLA hefur verið að  vinna að umhverfs- og auðlindastefnu fyrir Vestmannaeyjabæ þar sem reiknað er kolefnisspor /loftslagsbókhald fyrir Vestmannaeyjar. Í erindinu er fjallað um á praktískan hátt um  verkefni sem unnið var í Vestmannaeyjum sem er mjög viðeigandi þar sem fundurinn er þar. 

Verkval – Nánari skýring á fyrirlestri kemur í næstu viku.

Laxeldi á köldum svæðum – Nánari skýring á fyrirlestri kemur í næstu viku.

Gistimöguleikar sem eru í boði eru listaðir upp hér að neðan. Mælt er með því að panta gistingu sem fyrst.
Vinsamlega athugið að best er að hringja og panta gistingu og taka fram að þið séuð að koma vegna Vorfundar SATS. Bókunarkerfin mögulega segja að gisting sé uppseld. 

Hótel Vestmannaeyjar
Vestmannabraut 28, 900 Vestmannaeyjum
481 2900

Nýja Pósthúsið
Vestmannabraut 22, 900 Vestmannaeyjum
8224921

Gistihúsið Hamar
Herjólfsgötu 4, 900 Vestmannaeyjum
659 3400

Aska Hostel
Bárustíg 11, 900 Vestmannaeyjum
662 7266

Westman Islands Luxury Villas
Básaskersbryggju
790 7040

Bent er á að það er á ábyrgð hvers og eins að panta far með Herjólfi.
Hægt er að kynna sér ferðir á https://herjolfur.is/