Vorfundur Samgus 2023 var haldin í Árborg og Ölfus dagana 26. 27. og 28. Apríl.

Hópurinn mætti hress við Hótel Selfoss miðvikudaginn 26. Apríl kl. 9:30 og brottför þaðan með rútu kl. 10:00.
Heimsóttum við Ólaf Njálsson, garðyrkjufræðing með rosalega fína garðplöntustöð í Nátthaga.  Hann fræddi okkur mikið um það nýjasta í framleiðslu hjá honum og nýjar áskoranir sem fylgja nýjum landnemum í heimi skordýra/skaðvalda.  Eftir flotta fræðslu þar fór hópurinn í hádegismat til Eldhesta og þaðan beina leið uppá heiði að skoða Vaxa sem er fyrirtæki í nágreni Hellisheiðavirkjunar. Þar er framleiðsla á þörungum sem eru notuð í snyrtivörur og bætiefni, virkilega áhugaverð skoðunarferð um verksmiðjuna.

Þá var farið til Þorlákshafnar þar sem Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfus tók á móti hópnum og fór yfir framtíðaruppbyggingu Þorlákshafnar. Svo var boðið í áhaldahús í Þorlákshöfn og það skoðað. Eftir það fór hópurinn á Hótel Selfoss og innritaði sig á hótelið. Síðan var haldið á Messan þar sem boðið var uppá mjög góðan fisk.

 Fimmtudaginn 27. Apríl vaknaði fólk upp við alhvíta jörð. Þá höfðu flest öll sett snjómoksturstæki til hliðar og voru heldur betur tilbúin í vorverkin. En nei það var ekki þannig, flest öll þurftu því að byrja daginn á að kalla út snjómokstur í sínum Sveitarfélögum.

Þá var haldið í Grænumörk þar sem aðalfundur Samgus var haldinn. Fundargerð kemur hér neðar.

Eftir fund var boðið uppá súp og brauð frá Kaffi Krús. Kom sér vel í snjókokmuni.

Og áfram kyngdi niður snjó!

Eftir hádegisverð var haldið í Þjónustumiðstöð þar sem Atli, Rúnar og Siggi tóku á móti hópnum. Húsnæðið skoðað og fengum góða fræðslu frá bæði starfsfólki Veitna og Þjónustumiðstöðvar. Uppbygging Árborgar vel kynnt. En þar sem enn kyngdi niður snjó þurftu skipuleggjendur að vera snarir í snúningum að breyta dagskránni var haldið í nýjan og glæsilegan skóla Árborgar, Stekkjaskóla. Fékk hópurinn góða kynningu frá skólastjóra Stekkjaskóla honum Hilmari Björgvinssyni. Þá næst var haldið í heljarmikið íþróttamannvirki þar sem einnig var skoðuð aðstaða. Mjög fróðlegt.

 Enn snjóaði!

Þarna lauk deginum og hélt fólk þá á Hótel Selfoss og undirbjó sig fyrir sameiginlega kvöldverð sem fór fram á Hótelinu sjálfu.

Jæja loksins hætti að snjóa!

Föstudaginn 28.apríl fór hópurinn saman um 10 leitið í Mjólkurbúið þar sem Valdimar Leifsson kynnti framtíðarsýn miðbæjarkjarna Selfoss og þar endaði hópurinn í hádegismat.

 Samgus þakkar Árborg og Ölfuss fyrir góðar móttökur og góða samveru.

 En það snjóaði og snjóaði og snjóaði!

 Aðalfundur SAMGUS – Árborg 27. Apríl 2023

 Fundur var settur kl 10:00

 Ingibjörg Sigurðardóttir formaður Samgus setur fundinn.

Stungið var uppá Ágústi Þór Bragasyni sem fundarstjóra og var það samþykkt.

Heiða Ágústsdóttir las skýrslu stjórnar 2022.

Sirrý Garðarsdóttir las upp ársreikning 2022 og var hann samþykktur án athugasemda. Sirrý las einnig upp fjárhagsáætlun 2023.

Ábending um ávöxtun á reikningum félagsins kom frá Ágústi Þór Bragasyni og mun stjórn skoða það í kjölfar fundar.

Sirrý Garðarsdóttir las upp nýja félagsmenn og voru þeir samþykktir og boðnir velkomnir í félagið.

Kosning formanns og stjórnar, auk tveggja endurskoðenda En H .Birgir Haraldsson og Kári Aðalsteinsson gefa kost á sér.

Sitjandi stjórn gefur kost á sér áfram og var það samþykkt
Formaður kosinn áfram með lófaklappi
Lagt fram að ársgjald yrði áfram 17.000 kr og var það samþykkt.  

 Önnur mál:
Ákveðið var að Samgus myndi standa fyrir leikvallaráðstefnu í haust og buði Friðrik Baldursson Kópavogsbæ, Ingibjörg Sigurðardóttir Hafnarfjarðarbæ og Ágúst Þór Bragason Árborg sig fram í undirbúningsnefnd.  

 Það stendur til að félagsmenn Samgus fari á ráðstefnu í Finnlandi í haust og voru það Berglind Ásgeirsdóttir Reykjanesbæ og Þórólfur Jónsson Reykjavíkurborg sem buðu sig fram í undirbúningsnefnd.

 Heiða Ágústsdóttir lagði til að á fundum Samgus yrði meira um fræðslu og erindi svipað og SATS fundir eru ásamt því að fara í vettvangsferðir. Í kjölfarið spruttu upp góðar samræður um grasslátt á opnum svæðum og sorpmál sem flest sveitarfélögin eru á einn eða annan hátt að tileinka sér nýja siði í þeim málum.

 Fleira var ekki gert, fundi var slitið kl 12:00