Skýrsla stjórnar 2024 

Aðalfundur SAMGUS – Reykjavík 2024

Stjórn SAMGUS frá apríl 2023: 

Ingibjörg Sigurðardóttir, formaður 
Berglind Ásgeirsdóttir, gjaldkeri 
Heiða Ágústsdóttir, ritari 
Svavar Sverrisson, meðstjórnandi 

Sirrý Garðarsdóttir gekk úr stjórn vetur 2023 

Stjórnin 

Stjórn SAMGUS frá síðasta aðalfundi er þannig skipuð: Ingibjörg Sigurðardóttir formaður, Berglind Ásgeirsdóttir gjaldkerar, Heiða Ágústsdóttir ritari og Svavar Sverrisson meðstjórnendur.  

Endurskoðendur ársreikninga voru á síðasta aðalfundi kjörnir þeir H. Birgir Haraldsson og Kári Aðalsteinsson. 

Haldnir voru fimm stjórnarfundir á tímabilinu 2023-2024. Auk þess sem mikil samskipti voru í síma,tölvupóstum og messenger. Samstarfið hefur að venju gengið mjög vel. 

 Samskipti og tenglar 

Garðyrkjuskólinn og FSU 

Búið er að boða til fundar vegna stöðu garðyrkjunáms. Garðyrkjuskólinn er enn undir FSu og staðan er enn óviss.  

SATS  

Haustfundur SATS 2023 var haldinn föstudaginn 3.nóvember á Hilton hóteli í Reykjavík og fer vorfundur fram í Borgarnesi dagana 18. og 19. apríl 2024.   

Stjórn SATS óskaði eftir erindi frá Samgus á haustfundinn en ekki gafst tækifæri til að verða við þeirri ósk.  

Stjórnirnar hafa ekki fundað saman enn sem komið er og enginn fulltrúi Samgus skipaður tengiliður.  

Félagsmenn Samgus eru velkomin á SATS fundi.  
 

Norræn samskipti 

Þórólfur Jónsson hefur leitt þessi samskipti sem áður, en nú með Berglind Ásgeirsdóttur sér við hlið.  

Farið var til Helsinki í Finnlandi haustið 2023 og samskiptin heldur betur styrkt.  

Vinnuskólahópurinn  

Hópurinn fundaði ekki formlega árið 2023.  

Heimasíða SAMGUS  

Heimasíðan www.samgus.is er opin og eru nýlegar fréttir koma þar inn. Félagsmenn eru hvattir til að fara reglulega inn á síðuna og fylgjast með nýjustu upplýsingum og fréttum. Einnig mega félagsmenn vera duglegir að senda inn efni sem má birta á síðunni eða benda stjórn á hvað þeim finnst að ætti að skoða og birta. Heiða Ágústsdóttir ritari hefur séð um að uppfæra nýtt efni á síðunni og má senda til hennar á heida@mos.is fréttir og tilkynningar til birtingar á síðunni.  

Facebook síður 

Stjórn minnir á opna síðu Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga og lokaða síðu Félagsmanna SAMGUS. Eru allir félagar hvattir til þess að gerast meðlimir í lokaða hópnum og líka við opnu síðuna. Þar er góð leið að deila myndum og öðru efni. 

 Fastir fundir SAMGUS 

Samgus hefur frá stofnun samtakanna árið 1992 haldið tvo fasta fundi á ári, annan að vori og hinn að hausti. Aðalfundur Samgus 2023 var síðast haldin í Árborg og Haustfundur fór fram á ráðstefnu í Finnlandi.  

Stjórnin þakkar gestgjöfum og skipuleggjendum undirbúning, góðar móttökur og skemmtilega dagskrá. 

 

Aðalfundur Apríl 2023 – í Árborg og Ölfus 

Stiklað á stóru 

Vorfundur Samgus var haldin dagana 26. 27. og 28. Apríl 2023. 

Hópurinn mætti við Hótel Selfoss miðvikudaginn 26. apríl og var farið þangað með rútu. Ólafur Njálsson var heimsóttur og fræddi hann um það nýjasta í framleiðslu hjá honum og nýjar áskoranir sem fylgja nýjum landnemum í heimi skordýra. Hádegismatur var svo borinn fram hjá Eldhestum og þaðan var haldið uppá heiði að skoða fyrirtækið Vaxa. En þar fer fram framleiðsla á þörungum sem notaðir eru í snyrtivörur og bætiefni. Þar var haldið til Þorlákshafnar þar sem Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfus fór yfir framtíðaruppbyggingu Þorlákshafnar. Síðan var boðið uppá skoðun í áhaldahúsi Þorlákshafnar. Þaðan hélt hópurinn svo á Hótel Selfoss þar sem hópurinn gisti.  

Fimmtudaginn 27. apríl vaknaði hópurinn við alhvíta jörð. Þá höfðu flest öll sett snjómoksturtæki til hliðar og þurftu mörg að fara í að kalla út snjómokstur í sínum sveitarfélögum.  

Aðalfundur var haldin í Grænumörk.  

Eftir aðalfund var farið í Þjónustumiðstöð Árborgar þar sem Atli, Rúnar og Siggi fræddu hópinn um starfsemi veitna og þjónustumiðstöðvar. Þegar þarna var komið til sögu þurftu skipuleggjandur ferðarinnar að vera snarir í snúningum og breyta dagskránni enda kyngdi niður snjó. Var þá faríð að skoða Stekkjaskóla, nýjan og glæsilegan skóla Árborgar. Þá var haldið í heljarmikið íþróttamannvirki. En þegar því lauk var haldið á Hótel Selfoss þar sem fólk undirbjó sig fyrir sameiginlegan kvöldverð á Hótelinu. 

Föstudaginn 28. apríl var Mjólkurbúið skoðað, Valdimar Leifsson kynnti framtíðarsýn miðbæjarkjarna Selfoss og endaði hópurinn þar í hádegismat.  

Formlegri dagskrá lauk að honum loknum. 

 

 

Haustfundur September 2023 – Nordic park congress 2023 Helsinki 

Stiklað á stóru 

Þann 12 September hittust 18 félagar og 4 makar þeirra í Leifstöð og tóku stefnuna á sam norræna ráðstefnu í Helskingi dagana 13.-16. september.  
Formleg dagskrá ráðstefnu byrjaði 14. september og var farið með bát yfir til Vallisaari eyju. Eyjan var herstöð í marga áratugi en er núna opin almenningi. Eftir leiðsögn og skoðun var boðið uppá veitingar þar sem gestir kynntu sig. Eftir það var farið aftur til Kauppatori þar sem tekið var á móti hópnum í ráðhúsi Helsinki þar sem boðið var uppá veitingar og spjall. 

 

Fyrirlestrar fóru fram við Oodi bókasafn en þemað í dagskránni var umhverfisvernd og hlýnun jarðar ásamt áskorunum í aukinni úrkomu og úrlausnum varðandi flóð og fl. Fjallað var um líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig mætti koma fyrir meiri gróðri inní borgum og mikilvægi þess.  

Seinni ráðstefnudaginn hélt hönnuður garðarins Töölöhlahti fyrirlestur um hönnun og uppbyggingu á svæðinu sem er töluvert fjölbreytt, stórt og nær niður að sjó. Eftir fyrirlesturinn var borðaður hádegisverður og síðan gengið um svæðið og skoðað í fylgd hönnuðar. Á föstudagskvöldinu var haldin hátíðarkvöldverður ráðstefnugesta.  

Laugardaginn 16. september var skoðunarferð með rútu þar sem keyrt var um eldri og yngri borgarhluta Helsinki og kynning á görðum og hverfi Helsinki allt frá tímum fyrri heimsstyrjaldar til dagsins í dag. Kl 14 lauk formlegri dagskrá.  

Félagsmenn nýttu tímann vel og það sem eftir var dags hélt hver og einn sína leið og ýmislegt skoðað.  

Sunnudaginn 17. September var haldið heim til Íslands eftir vel heppnaða ferð.  

 

Ítarlega fundargerð vorfundar 2023 má nálgast á www.samgus.is  

Samgus þakkar Árborg og Ölfuss fyrir góðar móttökur og góða samveru.  

 

Félagaskrá 

Eftir aðalfund 2023 voru félagar Samgus 62 talsins.  

 

Þeir sem hættu í Samgus á árinu 2023 eru: 

Axel Knútsson Reykjavíkurborg 

Marta María Jónsdóttir  Reykjavíkurborg  

Karen Jónsdóttir Reykjavíkurborg 

Ingimar Ingimarsson Seltjarnarnesbær 

Kristín Snorradóttir Hveragerðisbær 

Sirrý Garðarsdóttir Orkuveita Reykjavíkur 

Óskar Baldursson Reykjavíkurborg 

Samson Bjarni Harðarson Landbúnaðarháskóli Íslands 

Einar E Sæmundsson heiðursfélagi lést á síðasta ári.  

 

Stjórnin þakkar þeim sem hafa hætt á árinu fyrir samstarfið og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Jafnframt bjóðum við nýja félaga velkomna í samgus.  

Fyrir hönd stjórnar 

 

 

Nýjir félagar sem eru teknir inn í félagið á þessum aðalfundi:  

 

Dóra Lind Pálmarsdóttir – Mosfellsbær 

Monika Ewa Orlowska – Mosfellsbær 

Karen Hauksdóttir – Mosfellsbær 

Stefán Aspar Stefánsson – Múlaþing 

Helga Hvanndal Björnsdóttir – Seltjarnarnes 

Geir Gestsson – Vesturbyggð 

Karen Jónasdóttir – Kópavogsbær 

Árný Guðfinnsdóttir – Hveragerði 

 

Cortney Michelle Brooks – Reykjavíkurborg 

Þorsteinn Magni Björnsson – Reykjavíkurborg 

Gísli Guðlaugsson – Reykjavíkurborg 

Viðar Jakob Gunnarsson – Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma 

Sigurður Kristjánsson – Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma 

 

Ingibjörg Sigurðardóttir, Formaður.  

 

 

Blönduósbær

Ágúst Þór Bragason

Sviðsstjóri tæknideildar