Formaður setti fundinn kl. 10.00  Freyr Ævarsson var kosinn fundarstjóri. 

Aðalfundur SAMGUS – Múlaþingi 2021 

Skýrsla stjórnar 2019-2020 

Stjórn SAMGUS frá 29. mars 2019:

Berglind Ásgeirsdóttir, formaður

Sigríður Garðarsdóttir, gjaldkeri

Heiða Ágústsdóttir, ritari

Ingibjörg Sigurðardóttir, meðstjórnandi

Guðný Arndís Olgeirsdóttir, meðstjórnandi

Stjórnin

Stjórn SAMGUS frá síðasta aðalfundi er þannig skipuð: Berglind Ásgeirsdóttir formaður, Sigríður Garðarsdóttir gjaldkeri, Heiða Ágústsdóttir ritari, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðný Arndís Olgeirsdóttir meðstjórnendur. Endurskoðendur ársreikninga voru á síðasta aðalfundi kjörnir þeir H. Birgir Haraldsson og Kári Aðalsteinsson

Haldnir voru fjórtán stjórnarfundir á tímabilinu 2019-2021. Auk þess sem mikil samskipti voru í síma,tölvupóstum og messenger. Samstarfið hefur að venju gengið mjög vel.

Samskipti og tenglar

LbhÍ og Garðyrkjuskólinn 

Haldið var svokallað “punga kaffi” fyrir félagsmenn Samgus í Hafnarfirði síðla árs 2019  þar sem boðið var uppá kleinur og ástarpunga samhliða kynningu á stöðu garðyrkjunámsins og LbhÍ. 
Á fundinum var samþykkt yfirlýsing sem send var ráðuneyti og fjölmiðlum til að koma á framfæri áhyggjum félagsins vegna þeirra breytinga sem LbhÍ vildi gera á náminu. Hana má sjá í heild sinni á samgus.is en þar var óskað eftir:
Styrkingu starfsmenntanáms sem áhugavert og sjálfstætt nám á framhaldsskólastigi.

Að framtíð skrúðgarðyrkju og tengdra greina í geiranum verði tryggð án togstreitu milli skólastiga og þessar námsgreinar fái að blómstra.

Að framtíðarsýn garðyrkjunáms sem starfsmenntanáms verði skýr og umgjörð þess fagleg.

Berglind formaður, hefur átt í samskiptum við aðra kjörna fulltrúa fagfélaga sem telja sig eiga hagsmuna að gæta þegar kemur að fyrirkomulagi náms í garðyrkjuskólanum og birtu fleiri fagfélög samhljómandi álit og var í kjölfarið stofnaður starfshópur í ráðuneytinu sem átti að taka út og fara yfir stöðu námsins og vinna að lausnum. 

Samgus átti ekki fulltrúa í starfshópi mennta og menningarmálaráðuneytisins en stjórn studdi við bakið á þeim hagsmunaaðilum sem það gerðu og vorum við í nánum og góðum samskiptum. 
Hagsmunaaðilar skiluðu séráliti til mennta og menningarmálaráðherra í júní 2020 en það er einnig aðgengilegt á samgus.is.
Tekin var síðar ákvörðun í ráðuneytinu um að námið yrði flutt í FSU en ekki er þó fyrirséð á þessum tímapunkti hvor af því veður þar sem ekki næst sátt um húsin á Reykjum og hver fari með forræði þar.
Stofnað hefur verið félag um nýjan skóla Garðyrkjuskóla Íslands en ekki hefur verið haldin opin fundur ennþá vegna aðstæðna í samfélaginu.  Ekki er heldur ljóst hvort og þá hvaða hlutverk nýr skóli mun hafa í baráttu um sjálfstæði Garðyrkuskólans. 

SATS 

Litlar fréttir hafa borist frá SATS á þessum tíma en einn póstur þó um nýja hópa sem Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur stofnað á Facebook.
Um er að ræða Umhverfis- og skipulagsmál en einnig loftslagsmál og Úrgangsstjórnun sveitarfélaga:
Einnig benda á hóp sem hefur verið í nokkurn tíma og heitir: Stafræn framþróun sveitarfélaga – umræðuvettvangur.

Norræn samskipti

Þórólfur Jónsson hefur leitt þessi samskipti sem áður en nýjast er að frétta að búið er að taka ákvörðun um að fresta fyrirhugaðri samnorrænni ráðstefnu í Finnlandi til ársins 2023.
Við fáum að heyra meira um þetta á vorfundinum sem verður haldin í Hafnarfirði.

Heimsmarkmiðahópurinn 

Vinna í gangi – Tómas segir frá. 

Vinnuskólahópurinn 

Þessi hópur hefur ekki hist á formlegum fundi á tímabilinu en tíð samskipti eru í tölvupóstum og á facebook síðu vinnuskólastjórnenda.  Hópurinn ætlar að hittast í vetur, líklega mun Vinnuskóli Reykjavíkur hýsa fundinn.
Vinnueftirlitið bauð öllum vinnuskólum uppá frítt vefnámskeið um áhættumat sem hefur þótt vel heppnað. 

Umhverfisstofnun

Verkefnið Aðgerðaráætlun um notkun varnarefna 2016-2031 – Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun sendi póst 11. febrúar 2019 á formann Samgus og óskaði eftir fulltrúa í samráðshóp vegna verkefnis aðgerðaráætlun um notkun varnarefna 2016-2031.   Sirrý Garðarsdóttir bauð sig fram og var samþykkt af félagsmönnum.  Kynningarrfundur um verkefnið var haldinn hjá Umhverfisstofnun 10. apríl 2019.
Verkefnið gekk út á að fá upplýsingar um notkun eiturefna og hvað er gert í staðin ef þau eru ekki notuð.
23 félagar  Samgus  svöruðu og 10 sveitarfélög notuðu alls ekki eiturefni.  Þeir sem nota eiturefni gera það sjaldan og þá á lúpínu, bjarnarkló,húnakló og í brunna og holræsi. Það er ánægjulegt að sjá hvað hefur dregið úr notkun eiturefna.
Það sem er gert í staðin fyrir að eitra.
Trjákurl í beð,  beða hreinsun lágmark 2 á ári, gasbrennari notaður, gróft salt í möl og stéttar og lúpína slegin með rafmagnsorfum.  Notkun á runnum og fjölæringum sem loka vel beðum.

 Hér samantektin um hvernig megi draga úr notkun plöntuverndarvara á heimasíðu Umhverfsstofnunar ásamt frétt um hana.

https://ust.is/atvinnulif/efni/plontuverndarvorur/adgerdaraaetlun/

https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/02/26/Hvernig-ma-draga-ur-notkun-plontuverndarvara/   

Þessar upplýsingar og hlekkir eru aðgengilegir á samgus.is

Heimasíða SAMGUS 

Heimasíðan www.samgus.is er opin og eru nýlegustu fréttir komnar þar inn. Félagsmenn mega einnig vera duglegir að senda inn efni sem má birta á síðunni eða benda stjórn á hvað þeim finnst að ætti að skoða og birta. Heiða Ágústsdóttir ritari hefur séð um að uppfæra nýtt efni á síðunni og má senda til hennar á heida@mos.is fréttir og tilkynningar til birtingar á síðunni. 

Facebook síður

Stjórn minnir á opna síðu Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga og lokaða síðu Félagsmanna SAMGUS. Eru allir félagar hvattir til þess að gerast meðlimir í lokaða hópnum og líka við opnu síðuna. Þar er góð leið að deila myndum og öðru efni sem má svo færa yfir á heimasíðuna www.samgus.is

Ritnefnd Samgus næstu ár

Annáll SAMGUS hefur verið ritaður frá 1992-2002 og er aðgengilegur inná heimasíðu SAMGUS. Stjórn auglýsir eftir ritnefnd til að rita annál frá 2002-2022. Félagsmenn sem hafa gögn í sínum fórum frá þessum tíma eru hvattir til að afhenda þau til að hægt sé að halda utan um sögu samtakanna. 

Fastir fundir SAMGUS

Samgus hefur frá stofnun samtakanna árið 1992 haldið tvo fasta fundi á ári, annan að vori og hinn að hausti. Undanfarin ár hefur venjan verið sú að aðalfundur sé haldin að vori. Vegna Covid-19 hafa engir fundir verið haldnir síðan haust 2019 en þá var fundur haldin á Ísafirði. 

Aðalfundur félagsins 2019 var haldin á Seltjarnarnesi. Stjórnin þakkar gestgjöfum og skipuleggjanda Steinunni Árnadóttur fyrir undirbúning, góðar móttökur og skemmtilega og fræðandi dagskrá. 

Aðalfundur mars 2019 – Seltjarnarnesi – stiklað á stóru
Lyfjafræðisafnið við Safnatröð 3.

Skoðunarferð um Seltjarnarnes í umsjón Steinunnar garðyrkjustjóra sem við þökkum hjartanlega fyrir góðar móttökur. 

Heimsóttum Mörk garðyrkjustöð, heyrðum fræðsluerindi frá Sigríði Emblu um fjölærar plöntur og nýja nálgun á notkun þeirra í stað sumarblóma. 

Einar Sæmundsson kynnti bókina sína Að búa til ofurlítin skemmtigarð. 

Og að venju hefðbundin aðalfundar störf þar sem núverandi stjórn tók við. 

Nánari fundargerð og nokkrar myndir eru aðgengilegar á samgus.is 

 

Haustfundur 2019 – Ísafjörður – stiklað á stóru

Byrjað var á Þingeyri þar sem félagsmenn gistu og síðar Ísafjarðarbæ, leiðsögn þar í boði heimamanna.  Keyrt til Bolungarvíkur og uppá Bolafjall þar sem við nutum útsýnis. 

Hópmynd teki við Ósvör.
Keyrt um firðina og endaði í Skrúði Dýrafirði.
Kvöldverður í gistihúsinu á Þingeyri og gengið þar um og skoðað daginn eftir. 

Keyrt til Arnarfjarðar og fundi slitið eftir skoðunarferð með landvörðum við Dynjanda. 

Við þökkum Matthildi og Ralf hjartanlega fyrir góðar móttökur. 

Nánari fundagerð og nokkrar myndir eru aðgengilegar á samgus.is