Aðalfundur SAMGUS 2010

Akureyri 15 – 16 apríl.

Skýrsla stjórnar milli aðalfunda 2009 2010

Stjórn Samgus frá og með 25. mars 2009
Jón Birgir Gunnlaugsson, Erla Bil Bjarnardóttir, Gunnþór K Guðfinnsson, Þórólfur Jónsson og Siggeir Íngólfsson.

Á síðstliðnu ári voru haldnir fimm stjórnarfundir, þrír fundir þar sem stjórnarmenn hittust augliti til auglits, tveir símafundir, auk þess sem fjöldi tölvuskeyta fór á milli stjórnarmeðlima. Stjórnin hefur verið mjög samstíga í þeim verkefnum sem hún hefur þurft að taka ákvarðanir um á þessu kjörtímabili hennar!

Fagnefndir. Gunnþór Guðfinnsson var kosinn í fagnefnd fyrir umhverfisbraut LBHI í stað Oddgeirs er látið hefur af störfum í Mosfellsbæ. Fyrir eru í fagnefndum að Reykjum Friðrik Baldursson fyrir skrúðgarðyrkjubraut og Erla Bil Bjarnardóttir fyrir skógræktarbraut.

Vorfundur Samgus, haldinn á Seltjarnarnesi 25. mars 2009.

Mættir félagar, utan stjórnarmanna sem allir voru mættir á þennan vorfund voru: Bjarni Þór Karlsson (Reykjanesbæ), Axel B. Knútsson (Reykjavík), Björg Gunnarsdóttir (Borgarbyggð), Ásta A. Jóhannesdóttir (Grindavík), Guðrún Kristín Björgvinsdóttir (Akureyri), Svavar Sverrisson (Kópavogi), Friðrik Baldursson (Kópavogi), Guðjón Steinar Sverrisson (Hafnarfjörður), Þórólfur Jónsson (Reykjavík), Kári Aðalsteinsson (LBHÍ), Gunnþór K. Guðfinnsson (Ölfus), Íris Hödd Pétursdóttir (Árborg), Sigurður Hafliðason (Garðabær), Jón Arnar Sverrisson (Dalvík), Sigríður Garðarsdóttir (Orkuveita RVK), Elfa Þórðardóttir (Hveragerðisbær), Steinunn Árnadóttir (Seltjarnarnes), Þorgeir Adamsson (Kirkjugarðar Reykjavíkur prófastdæma)

Fundurinn var mjög vel skipulagður að þeim Seltyrningum og eiga þeir bestu þakki skildar.

Fundurinn hófst með kynningu Ólafus Melsteð sviðsstjóri Tækni – og umhverfissviðs Seltjarnarness á deili- og aðalskipulagi bæjarins. Aðalfundur hófst eftir kynninguna þar sem nýr formaður var kjörinn og einn nýr stjórnarmaður kemur inn. Mjög góðar og mikilvægar umræður urðu undir liðnum önnur mál, meðal annars um heimasíðu Samgus. Einnig kom fram frá Elfu Þórðardóttur að mikilvægt væri að fundargerðir og fleira færu inn á heimasíðu félagsins. Á aðalfundi var samþykkt óbreytt árgjald kr. 10.000. Boð kom frá félaga okkar Bjarna Þór Karlssyni frá Reykjanesbæ um að næsti aðalfundur yrði haldinn í Reykjanesbæ vorið 2010 og var það þáð með þökkum. Hádegisverður í boði Seltjarnarness var snæddur á meðan Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt kynnti tillögu að deiliskipulagi vestursvæðis Seltjarnarness. Að loknu erindi Ragnhildar var haldið í skoðunarferð um bæinn undir leiðsögn Steinunnar félaga okkar og meðal annars bæjarskrifstofur Seltjarnarness heimsóttar. Síðan var haldið að Lyfjafræðisafninu við Nesstofu og boðið upp á léttar veitingar. Ólafur Þór Ágústsson vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði kynnti starfsemi félagsins og við fundarmenn nutum köldverðar og samveru að loknum ágætum degi sem helgaður var vorfundi Samgus.

Haustfundur Samgus
Jón Birgir Gunnlaugsson, Erla Bil Bjarnardóttir, Gunnþór K Guðfinnsson, Þórólfur Jónsson og Siggeir Íngólfsson.
Haustfundur Samgus haldinn í Garðabæ 29. október 2009.

Mættir félagar, utan stjórnarmanna sem allir voru mættir á þennan vorfund voru:: Íris Hödd Pétursdóttir (Árborg), Sigurður Hafliðason (Garðabæ), Smári Guðmundsson (Garðabæ), Þórir Sigursteinsson (Garðabæ), Helga Gunnlaugsdóttir (Sveitafélagi Skagafjarðar), Steinunn Árnadóttir (Seltjarnarnesi), Ólafur Melsted (Seltjarnarnesi), Baldur Gunnlaugsson (Seltjarnarnesi), Sigríður Garðarsdóttir (OR), Þorgeir Adamsson (Kirkjugörðum Reykjavíkur), Bjarni Þór Karlsson (Reykjanesbæ), Berglind Ásgeirsdóttir (Reykjanesbæ), Björn Bögeskov Hilmarsson (Hafnarfirði), Guðjón Steinar Sverrisson (Hafnarfirði), Friðrik Baldursson (Kópavogi), Ágúst Þór Bragason (Blönduósbæ), Guðrún Björgvinsdóttir (Akureyri), Guðný A. Olgeirsdóttir (Reykjavík), Axel Knútsson (Reykjavík), Jón Hákon Bjarnason (Mosfellsbæ

Við mættum stundvíslega félagarnir í Garðabæinn þar sem Erla Bil, drottning Garðabæjar vísaði okkur veginn og tók á móti okkur með kaffi og bakkelsi.

Eysteinn bæjarverkfræðingur hélt stutta ræðu um skipulags- og umhverfismál í Garðabæ og síðan var komið að þeim Magnúsi Bjarklind, frá Horticum menntafélagi ehf. og Þorkeli Gunnarssyni skrúðgarðyrkjumeistara sem kynntu nýja námsbraut við Tækniskólann í steinlagna- og umhirðutækni. Atyglisvert námsefni að sumra mati

Eftir erindi þeirra félaga kynnti Guðríður Helgadóttirforstöðumaður starfs- og endurmenntunar LBHÍ á Reykjum námskrá garðyrkjunámsins sem er í endurskoðun.

Fram kom að Guðríður telur að allar garðyrkjugreinar eigi að tilheyra sama starfsgreinaráði en að skrúðgarðyrkjumeistarar telja að skrúðgarðyrkjan eigi að fara undir starfsgreinaráð byggingagreina.

Næsti fyrirlesari var Borgþór Magnússon forstöðumaður Vistfræðideildar NÍ, sem fjallaði um lúpínu og skógarkerfil sem teljast mjög ágengar tegundir og eru víða verulegt vandamál eins og t.d. í Hrísey. Loksins fengum við að borða hjá þeim Garðbæingum, umm, Súpa og brauð í boði Garðabæjar.Eftir hádegið voru umræður um heimasíðuna marg um töluðu, þar sem Siggeir kallar eftir efni inn á hana og hvet ég ykkur til að koma öllu því sem þið eigið til hans.Akureyri verður næsti fundarstaður!

Þessum fína degi í Garðabæ lauk svo með skoðunarferð og megi þeir Garðabæingar hafa þakkir fyrir.

Markvert.
Hvað gerðist á árinu 2009

· Félagi okkar, Þorgeir Adamsson fenginn til að vera prófdómari í iðnnemakeppni sem haldin var í Smáralind.

· Stjórn Samgus sendi umhverfisráðherra (afrit var sent á Kristínu Lindu Árnadóttur forstjóra umhverfisstofnunar) þann 3. mars 2010 bréf varðandi reglugerð um öryggi leikvallatækja, leiksvæða og eftirlit með þeim. Krafist er í bréfinu frá Samgus reglugerðin verði endurskoðuð sem opið var á 1. janúar 2008. Ekki hefur enn borist svar, þrátt fyrir ítrekun í tölvuskeyti og fyrirspurn í síma um málið. Upplýsingar hafa fengist um að Sigurbjörg Sæmundsdóttir í umhverfisráðuneyti sé með málið á sínu borði.

· 23. október var haldið málþing í tilefni af 70 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Íslandi og var LBHÍ af því tilefni afhent 70.000 kr. gjafabréf sem Siggeir afhenti f..h Samgus og er gjöfin ætluð til tækjakaupa.

· Haustfundur SATS- 30-31. október. (nokkrir félagar mættu)

· Græni geirinn – ekkert að gerast, enginn stjórnarfundur á síðasta ári.

· Hollvinasamtök garðyrkjunámsins – Haldin var fyrsti aðalfundur sumardaginn fyrsta 2009 en lítil starfsemi síðan!

· Norræna garðyrkjustjóraverkefnið var allt í lagi en ekkert meira en það. (Lítil þátttaka frá okkur var á árinu 2009 nema í gegn um tölvuskeyti enda hefur Samgus ekki talið ástæðu til að senda formann sinn á árlegan formannafund norrænu félaganna) Annað hvert ár halda systrasamtökin ráðstefnu og þá hefur Samgus greitt fyrir þátttöku formanns síns ef vilji hefur verið fyrir þátttöku og stjórn samþykkt það. Þórólfur garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar hefur fengið boð um að halda erindi á ráðstefnu systrasamtakanna í Odense sumarið 2010 og munu systrasamtökin greiða fyrir hann

· Garðyrkjuverðlaunin 2010. Nýlega hefur borist ósk frá LBHÍ um tilnefningu til garðyrkjuverðlaunanna. Hver og einn félagsmaður Samgus sendir tilnefningu í sínu nafni því félagið mun ekki tilnefna neinn.

· Fyrir vorfund 2009 var gerð könnun á framboði matjurtagarða í sveitarfélögum landsins meðal Samgusara.

· Erindi SAMGUS á Vorfundi SATS 6.-7. maí 2010. Beiðni barst til stjórnar SAMGUS um að halda erindi um málefni SAMGUS, sem hefur fengið heitið Umhverfismál sveitarfélaga í breyttu starfsumhverfi. Erla Bil sendi fyrirspurn til félaga en fá svör bárust. Spurt var um: 1 Forgangsröðun, 2. Fjárhag, 3. Ráðningar, 4. Annað ef.

Félagar í Samgus um áramót 2009 voru 35 og einn heiðursfélagi. Mikið hefur verið um afföll undanfarin ár í okkar herbúðum þó auðvitað hafi endurnýjun hafi einnig átt sér stað.

Lítum fram á veginn með öllum tiltækum ráðum til að efla félagið enn frekar!

Félagið okkar stendur mjög vel, hugsanlega of vel. Við getum ekki leyft okkur að safna upp fjármunum endalaust með félagsgjöldum! Finnum spennandi verkefni og verum í forsvari

Meðfylgjandi skýrslu stjórnar er ársreikningur fyrir árið 2009.

Fyrir hönd stjórnar,

Jón Birgir Gunnlaugsson formaður.