Framhalds-aðalfundur Samgus 2008 (Hveragerði 15. maí)

Fjarðarbyggð 22. október
Skýrsla stjórnar

Aðalfundur
Aðalfundur var haldinn í Reykjavík 13. apríl 2007. Aðalfundur var svo haldinn í Hveragerði 15. maí samhliða Sats-fundi. Sá fundur gat ekki orðið fullgildur vegna þess að gjaldkeri forfallaðist og reikningar ekki lagðir fram og skýrsla stjórnar var ekki tilbúin vegna mikilla anna hjá félögum. Samþykkt var að framhaldsaðalfundur yrði með haustfundi.

Stjórn og stjórnarfundir
Í stjórn 2007 voru kosnir Þórólfur Jónsson, formaður, Þorgeir Adamsson, Jón Birgir Gunnlaugsson, Erla Bil Bjarnardóttir og Siggeir Ingólfsson. Skoðunarmenn reikninga Oddgeir Þ. Árnason og Þorgeir Adamsson. Kosningu stjórnar var frestað til framhaldsaðalfundar. Haldnir hafa verið 6 stjórnarfundir. Fundirnir eru flestir símafundir þar sem stjórnin er dreifð um landið.

Haustfundur 25.-26. ágúst 2007
Haustfundurinn var haldinn á Selfossi og sá Siggeir Ingólfsson um skipulagningu og höfðinglegar móttökur á Selfossi. Fyrri daginn var byrjað í ráðhúsi Árborgar en síðan farið í skoðunarferð um Selfoss og nágrenni. Um kvöldið var kvöldverður í boði bæjarstjórnar Árborgar og sýndi bæjarstjórinn okkur þann heiður að snæða með okkur. Fundur var um morguninn og fyrirlestur Hafsteins Hafliðasonar um haustlauka. Síðan var haldið í skoðunarferðir og heimsóknir um Eyrarbakka og Stokkseyri.

Fræðslusjóður
Unnið hefur verið að samþykkt um Fræðslusjóð Samgus sem OR veitt kr. 650 þús. til. Kynnt voru drög á aðalfundi í Hveragerði og eru þau tilbúin til samþykktar.

Leikvallarreglugerð
Stjórnin hefur átt í samskiptum við starfsfólk Umhverfisráðuneytis, Neytendastofu og Brynju Jóhannsdóttur á Ust. Haldið var námskeið um leikvallamálin sem haldið í samstarfi við LBHÍ þann 2.apríl sl. Það var vel sótt, einnig af landsbyggðinni þ.á.m. frá Heilbrigðiseftirlitum.

Áherslupunktar stjórnar eru:

Aðalskoðun verði á 5 ára fresti, allavega á nýjum tækjum,
að Heilbrigðiseftirlitin kanni innra eftirlit með leikvallatækjum hjá rekstraraðilum,
í reglugerðinni, fella þar út loka setninguna og þar með kröfu um faggildinu,
Umhverfisstofnun er skylt að halda reglulega námskeið fyrir rekstraraðila leiktækja,
Tilvísun í RB-blaðið verði fellt niður. Í viðauka II með reglugerðinni lið 12. […] Um gerð leiksvæða vísast að öðru leiti til RB-blaðs (V6). 003: Leiktæki og annar búnaður á útileiksvæði m.t.t. barna. (Þessi síðasti liður bættist við í umræðum og fyrirspurnum eftir erindi Friðriks á vorfundi SATS daginn eftir, að tillögu Magnúsar Sædal byggingarfulltrúa Rvík.)
Leikvallamálin voru til umfjöllunar á Sats fundinum í maí en Friðrik Baldursson var með erindi. Kom meðal annars fram að endurskoða á reglugerðina fyrir 1. jan. 2008 !

Græni geirinn
Aðalfundur Græna geirans 2008 var haldinn 26. mars sl. Samþykkt var þar að vinna að stofnun Hollvina samtaka garðyrkjunámsins. Stjórn Gg hafði undirbúið málið með því að fá fimm aðila til að skipa undirbúningsnefnd og jafnframt fyrstu stjórn. Stjórn Gg lagði til drög að samþykkt Hollvina garðyrkjunámsins. Stjórn hollvina er þannig skipuð: Sædís Guðlaugsdóttir formaður, Friðrik Baldursson, Reynir Vilhjálmsson, Margrét Frímannsdóttir og Árni Steinar Jóhannsson. Stjórnir hollvina og Gg hittust fyrir stofnfund, sem var í hátíðardagskrá Sumardaginn fyrsta á Reykjum. Á Reykjum flutti Sædís formaður Hollvina garðyrkjunámsins, stutt erindi og afhenti skjal innrammað með markmiðum hollvina og nöfnum fyrstu stjórnar, sem hefur vonandi verið hengt upp á viðeigandi stað á Reykjum.

Garðyrkjuverðlaunin
Tilnefning barst frá stjórn Samgus og var það gagnrýnt. Eðlilegra væri stjórnin sendi ekki í sínu nafni en myndi hvetja félagsmenn til að taka þátt í tilnefningum.

Útskriftarverðlaun
Stjórn Samgus ákvað, að beiðni frá LBHI á Reykjum, að gefa að viðurkenningu til nema á skrúðgarðyrkjubraut.

Vorfundur SATS og FB
Nokkrir félagar mættu á vorfund Sats 15. og 16. maí og nokkru fleiri mættu á aðalfundinn (13 félagsmenn) sem var fundinn staður í dagskránni. Að mati margra Samgus félaga var fundurinn alltof seint að vori, þessi tími henti ekki Samgus. Það er komið á gott samband við Sats sem eðlilegt er að þróa áfram en líklega þarf að huga betur að fyrirkomulagi okkar aðalfundar.

Norrænu systrasamtökin
Formaður sótti formannafund Norrænu systra samtaka Samgus 24.-25. apríl 2008. Þar voru allir formenn mættir. Fyrirhugað er að halda formannafund á Íslandi haustið 2009.

Formenn norrænu félaganna í Osló 25. apríl 2008.

Haldin var ráðstefna í Odense 15.-17. sept. nk. þema Visioner – Möjligheter – Åtgärder, ONE SMALL STEP. Nokkrir félagar sóttu þingið s.s. Jón Birgir, Oddgeir ásamt Tómasi nýráðnum umhverfisstjóra Mosfellsbæjar og Eygerður í Reykjavík.

IFPRA samtökin (International Federation for Park and Recreation) sem mörg norrænu samtökin eru virk í halda m.a. alheimsráðstefnur

Heimasíða SAMGUS
www.samgus.is, hefur Siggeir Ingólfsson tekið í fóstur. Hann hefur unnið að uppfærslu síðunnar ásamt tengdasyni sínum sem er tölvusérfræðingur. En síðunni var lokað nýlega af ókunnum orsökum, hún hefur nú verið opnuð aftur með nýtt útlit og nýjar upplýsingar. Félagar eru hvattir til að koma ábendingum um síðuna til Siggeirs.

 

Nýir félagar
Kári Aðalsteinsson boðinn velkomin í samtökin, hann kemur frá LBHÍ í stað Tryggva Marínóssonar sem hefur látið af störfum. Ágúst Þór Bragason tók við starfi sviðsstjóra Tæknideildar Blönduós, hann starfaði í nokkur ár á Skagaströnd, er sem sagt kominn á Blönduós aftur. Breyting hefur einnig orðið á Sigurði Hafliðasyni, hann er hættur sem yfirverkstjóri Garðyrkjudeildar Garðabæjar, tók við starfi forstöðumanns Áhaldahús 1. apríl sl. er fyrirhugað að breyta í Umhverfismiðstöð. Hann hyggst vera áfram í Samgus.

 

Viðburðir sem stjórnarmeðlimir SAMGUS hafa sótt
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2007 á Egilssöðum og 2008 á Ísafirði. Trjágróður til yndis og umhverfisbóta, ráðstefna 27.09. 2007 á vegum Sumarhúsið og garðurinn. Umhverfisþing 2007 haldið af Umhverfisráðuneyti 12.-13. okt. Reykjavík. Haustfundur SATS 23.nóv. 2007 Reykjavík. HÚSASUND OG HÁLENDI um þróun, rannsóknir og sóknarfæri landark. á Íslandi haldinn á LBHÍ á Hvanneyri í samstarfi við Fíla 18.01.08. Landsfundur Staðardagskrár 21 haldinn í Hveragerði 8.-9. febr.08. Hlýnandi veðurfar og fjölgun nýbúa á trjám námskeið LBHI 05.03.08. Leiksvæði barna námskeið í samstarfi SAMGUS og LBHÍ 2. apríl sl. Fagráðstefna skógargeirans á Hvolsvelli 3.-4. apríl 2008 haldin af Suðurlandsskógum. Ráðstefna um þakgarða og náttúruleg þök, 9. okt. 2008 á vegum Sumarhúsið og garðurinn. Að taka náttúruna með í reikninginn, 10. okt. 2008, ráðstefna á vegum OR, Landgræðslu, LBHÍ og Línuhönnunar

 

GalaBau
Nokkrir félagsmenn sóttu sýningu í Þýskalandi sem er reglulega annað hvert ár. Steinþór Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari hefur skipulagt hópferðir á þessar sýningar í mörg ár.

 

Viðburðadagatal
Haldið hefur verið úti viðburðadagatali sem Erla Bil Bjarnadóttir hefur séð um af miklum dugnaði en nauðsynlegt er að félagar séu vakandi fyrir atburðum og veki athygli stjórnar á atburðum sem ástæða þykir til.

 

Fjármál
Meðfylgjandi skýrslu stjórnar eru ársreikningar og tillaga að fjárhagsáætlun sem Jón Birgir Gunnlaugsson hefur unnið.

 

Fyrir hönd stjórnar,

Þórólfur Jónsson formaður