Aðalfundur Samgus 2006

Kópavogi 9.-10. mars

Skýrsla stjórnar

Í lögum félagsins segir í 1. gr.

Félagið er samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra skammstafað SAMGUS

Tilgangur og markmið þess er:

a) að stuðla að þróun umhverfismála í víðasta skilningi þess hugtaks.

b) að vinna að bættri menntun, endurmenntun og aukinni fagþekkingu félagsmanna.

c) að koma á umræðu og fræðslu um umhverfismál meðal félagsmanna, t.d. með fundarhöldum, námsstefnum, skoðunarferðum og umræðu í fjölmiðlum.

d) að vinna að því að auka skilning almennings á mikilvægi umhverfismálefna sveitarfélaga.

e) að vinna að samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga og annarra aðila sem vinna að umhverfismálum.

Félagið er ekki stéttarfélag.

Ennfremur segir í 2. gr.

Félagsmenn geta þeir orðið sem eru yfirmenn garðyrkju- og umhverfisdeilda sveitarfélaga, sameiginlegra rekinna stofnana sveitarfélaga, hlutafélaga sem starfa á sama sviði og eru í eigu sveitarfélaga, ríkisins eða sambærilegra stofnana. Þetta er rifjað upp því oft hefur sú umræða komið upp á fundum Samgus hvort ástæða væri til að breikka félagið. Félagið er fámennt og á stundum hefur félgsmönnum frekar fækkað heldur en hitt. En um leið væri hætta á að markmið félagsins þynntust út og félagið gagnaðist kannski engum almennilega. Þessari umræðu verður aldrei lokið.

Aðalfundur 15. sept. 2005
Síðasti aðalfundur var haldinn í Garðabæ 15. sept. 2005 en ástæða fyrir því að við erum hér aftur á aðalfundi í mars er að lögum var breytt í þá veru að aðalfundir verði á vorönn framvegis.

Á aðalfund mættu:

Tryggvi Marinósson, formaður, Erla Bil Bjarnardóttir, Jón Arnar Sverrisson, Þorgeir Adamsson, Svavar Sverrisson, Arnar Birgir Ólafsson, Guðný Arndís Olgeirsdóttir, Helga B. Gunnlaugsdóttir, Guðjón Steinar Sverrisson, Davíð Halldórsson, Magnús Bjarklind, Axel Knútsson, Jón Birgir Gunnlaugsson, Oddgeir Þór Árnason, Stefán Gunnarsson, Sigurður Hafliðason, Friðrik Baldursson, Ágúst Þór Bragason og Þórólfur Jónsson sem skrifaði fundargerð.

Í upphafi fundar kynnti Guðfinna Kristjánsdóttir upplýsingastjóri Garðabæjar, helstu þætti í starfsemi Garðabæjar.

Tryggvi setti fund og síðan var Friðrik Baldursson kosinn fundarstjóri.

-Tryggvi kynnti skýrslu stjórnar, ræddi m.a. um Garðyrkjuskólann innan LBHÍ, nefndi fækkun félagsmanna í Samgus, samtök Græna geirans stofnuð og umræður um framkvæmd leiksvæðareglugerðar.

-Ágúst kynnti reikninga ársins 2004. Fram kom að 29 hefðu borgað félagsgjald. Reikningar voru samþykktir einróma.

-Ágúst kynnti tillögu að lagabreytingum. Breytingartillagan fólst í því að aðalfundur verði haldinn að vori, mars-apríl, í stað hausts. Tillagan var samþykkt.

-Tryggvi kynnti tillögu að mönnum í stjórn. Tryggvi gaf ekki kost á sér og ljóst að Guðmundur hyrfi úr stjórn vegna breyttrar stöðu, hættur á Egilsstöðum, fór til Landgræðslu ríkisins. Þórólfur var kosinn formaður og meðstjórnendur Erla Bil, Ágúst, Jón Birgir og Þorgeir.

-Oddgeir og Axel voru kosnir skoðunarmenn reikninga.

-Ágúst kynnti fjárhagsáætlun og tillögu um árgjald. Fjárhagsáætlun var samþykkt. Tillaga um kr. 9.500 kr. árgjald var samþykkt.

-Erla Bil sagði frá Græna geiranum. Þar hafa verið haldnir 8 stjórnarfundir en Erla Bil situr í stjórn sem fulltrúi Samgus.

-Friðrik sagði frá fyrirhuguðu Umhverfisþingi, þar sem hann fær póst frá ráðuneytinu frá því hann var formaður fyrir nokkrum árum. Leiðrétta þarf nafn formanns hjá ráðuneytinu.

-Tryggvi minnti á að næsti fundur Samgus er aðalfundur. Stjórninni falið að fara yfir og ákveða stað. Haustfundur verði meira fræðslufundur.

-Þórólfur sagði frá ráðstefnu norrænu garðyrkjustjórafélaganna í Odense sem haldin var 24.-26. ágúst. Auk hans sótti Oddgeir ráðstefnuna.

-Jón Birgir kynnti drög að bæklingi um trjárækt á lóðum. Stjórnin þarf að fylgja málinu áfram.

-Leikvallareglugerð, fylgjast þarf með framvindu.

-Þorgeir nefndi samskipti við Ingvar Holmström sem kom og tók stubba.

-Tryggvi sleit fundi.

Farið var í skoðunarferð um Garðabæ undir leiðsögn Erlu Biljar. Um kvöldið var snæddur kvöldverður í boði bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar, sem heiðraði fundinn með nærveru sinni, auk Laufeyjar Jóhannsdóttur forseta bæjarstjórnar.

Stjórnarfundir
Haldnir hafa verið 6 stjórnarfundir og sá sjöundi nú í morgun. Stjórnin skipti með sér verkum þannig að Erla Bil Bjarnadóttir varð ritari og Ágúst Þór Bragason gjaldkeri. Jón Birgir Gunnlaugsson og Þorgeir Adamsson þá meðstjórnendur. Fundirnir eru símafundir þar sem stjórnin er dreifð um landið, það getur verið vont en það venst.

Garðyrkjumenntun
Mikill hluti stjórnarfunda hefur farið í að ræða málefni garðyrkjumenntunar. Græni geirinn hefur verið í fararbroddi umræðunnar og hlutverk stjórnar verið meira í að gera tillögur og styðja við starf stjórnar Græna geirans. Stjórnin sendi m.a. eftirfarandi minnispunkta til Græna geirans:

Fulltrúa garðyrkjunnar þarf í háskólaráð LBHÍ.
Skipa þarf nýja nefnd sem tekur út á nýjum forsendum húsakost miðað ivð að starfsmenntanám garðyrkjunnar fari fram á Reykjum. Óska eftir aðkomu faghópa græna geirans.
Fá sveitarfélögin Ölfus og Hveragerði til að álykta um staðsetningu garðyrkjunáms á Reykjum, sem miðstöð og uppbyggingu garðyrkjunnar.
Það er skólastarf sem unnið hefur verið á Garðyrkjuskólanum, hefur verið í góðri sátt við atvinnulífið.
Skoða meistaranámið og gera það fagtengdara.
Styrkja þarf ímynd garðyrkjunnar og skapa henni traustari grundvöll.

Heimasíða
Heimasíðan www.samgus.is fór í hakkara á síðasta ári. Heimasíðunefndarmenn, þeir Sigurður Hafliðason og Stefán Gunnarsson, hafa komið síðunni í gagnið og gert kostnaðaráætlun sem verður nánar kynnt á aðalfundi. Síðan verður væntanlega áfram vistuð á vefhotel.com.

Félagatal
Kristján Bjarnason í Vestmannaeyjum og Davíð Halldórsson í Ölfusi eru hættir. En þau ánægjulegu tíðindi eru að Anna Björk Hjaltadóttir á Egilsstöðum fyrir Fljótsdalshérað og Gunnþór Guðfinnsson fyrir sveitarfélagið Ölfusi hafa skilað inn umsóknum um inngöngu í Samgus og býð ég þau velkomin (gögn hjá ritara). Eins hefur því verið fleygt að Reykjanesbær muni auglýsa stöðu. Og ánægjulegt að Björn B. Hilmarsson í Hafnarfirði er kominn aftur til starfa eftir leyfi.

Samtök Græna geirans
Erla Bil Bjarnardóttir hefur setið í stjórn Græna geirans fyrir hönd Samgus og hefur stjórnin fundað reglulega auk þess að boða til tveggja fulltrúafunda. Fulltrúar Samgus hafa einnig mætt á þessa tvo fulltrúafundi Græna geirans þar sem garðyrkjumenntunin var til umræðu. Auk Erlu Biljar, sem situr í stjórn Græna geirans, þá sótti Friðrik fundinn 1. des. og Þórólfur og Þorgeir komu á fund þann 11. feb. sl. Gerð verður nánari grein fyrir starfi Græna geirans hér á fundinum.

Fagnefndir tilnefndir af stjórn Samgus 16. júní 2005.
Fulltrúar félagsins eru:

Friðrik Baldursson, fagnefnd í skrúðgarðyrkju

Erla Bil Bjarnadóttir, fagnefnd í skógræktarbrautar á starfsmenntastigi

Oddgeir Þór Árnason, fagnefnd umhverfisbrautar á starfsmenntastigi

Norrænt samstarf
Þórólfur Jónsson hefur sinnt Norrænu samstarfi undanfarið en það hefur ekki verið eins þétt eftir Norrænu ráðstefnuna í Odense sem var á síðasta ári. Hinn duglegi formaður Dananna, Peter Bjørnå Jensen, hefur hætt sem formaður og berst nú ekki eins mikið af upplýsingum þaðan. Formannafundir eru haldnir einu sinni á ári að jafnaði, sá næsti er í maí í Finnlandi. Rétt er að aðalfundur Samgus marki stefnu um þátttöku í Norrænu samstarfi.

 

Viðburðadagatal
Haldið hefur verið úti viðburðadagatali sem Erla Bil Bjarnardóttir hefur séð um en nauðsynlegt er að félagar séu vakandi fyrir atburðum og veki athygli stjórnar á atburðum sem ástæða þykir til.

 

Fjármál
Meðfylgjandi skýrslu stjórnar eru ársreikningar og tillaga að fjárhagsáætlun sem Ágúst Þór Bragason hefur unnið og mun kynna nánar.

 

Fyrir hönd stjórnar,

Þórólfur Jónsson formaður.