Aðalfundur Samgus haldin 19. apríl 1996 á Hótel Selfossi
Formaður setti fundinn kl. 10.00 Árni Steinar var kosinn fundarstjóri.
Snorri flutti skýrslu stjórnar fyrir s.l. ár.
Í skýrslu formanns kom fram að haldnir voru 7 stjórnarfundir á árinu.
Nafnalisti yfir félagsmenn var sendur til skrúðgarðyrkjumeistara, landslagsarkitekta, garðplöntuframleiðenda og ýmissa sölu- og innflutningsaðila, Skógræktarfélagi Íslands, RALA, Garðyrkjuskólanum, Ferðamálaráði og Náttúruverndarráði.
Fram kom að send voru bréf til þeirra sveitarfélaga sem hafa yfir 1.000 íbúa, en hafa ekki garðyrkjustjóra. Haustfundur var haldinn á Blönduósi og var hann skemmtilegur og fróðlegur. Formaður upplýsti að hann tók sæti í endurmenntunarnefnd garðyrkjuskólans fyrir skrúðgarðyrkjumenn og garðyrkjustjóra.
Kynnt var greinargerð sem stjórnin lét gera á umsvifum félagsmann á árinu 1995.
Formanni var þakkað fyrir vel unnið starf ásamt framkvæmd aðalfundar á Selfossi.
Gjaldkeri lagði fram reikninga félagsins og voru þeir samþykktir samhljóða.
Steinunn Árnadóttir var kosinn formaður félagsins.
Friðrik Baldursson var kosinn í stjórn félagsins í stað Oddgeirs Árnasonar.
Árgjald var samþykkt kr. 5.000
LAGABREYTINGAR:
Breyting á 4.grein hljóðar svo:
4.gr. Aðild að samtökunum
“Félagsmenn geta þeir orðið sem eru garðyrkjustjórar sveitarfélaga, umhverfisstjórar sveitarfélaga og aðrir þeir sem gegna hliðstæðum störfum fyrir sveitarfélög, enda sé það aðalstarf og viðkomandi launþegi sveitarfélags. Aðalfundur getur heimilað tímabundna þátttöku annarra aðila í starfi félagsins með málfrelsi og tillögurétt.”
Samþykkt með öllum atkvæðum. Samþykkt var að senda félagsmönnum lög SAMGUS með áorðnum breytingum.
Árni Steinar kynnti fyrirhugaða ferð til Berlínar að ári. Samþykkt að vinna áfram að málilnu.
Mætt voru:
Bjarnheiður Erlendsdóttir Andri H. Sigurjónsson Friðrik Baldursson
Björn Bögeskov Hilmarsson Jón Ingi Jónsson Inga Rós Eiríksdóttir
Steinunn Árnadóttir Oddgeir Þór Árnason Ágúst Þór Bragason
Árni Steinar Jóhannsson Elín S. Harðardóttir Erla Bil Bjarnardóttir
Helga Gunnlaugsdóttir Sigrún Theodórsdóttir Snorri Sigurfinnsson