Saga SAMGUS var tekin saman af ritnefnd í tilefni afmælisráðstefnu og vorfundar samtakanna í Hafnarfirði 6.- 8. apríl 2022 og birt á www.samgus.is fyrir haustfund í Hveragerði 28.-29. september 2022. Stiklað er á stóru yfir 30 ára sögu Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra (SAMGUS) um innra starf og ekki síst greint frá starfsviði félagsfólks. Á árunum áður var flest félagsfólk einyrkjar í sínu sveitarfélagi, en umhverfismálin hafa orðið umfangs meiri með árunum og því fjölgað fagfólki í greininni hjá sveitarfélögunum. Félagsfólk er nú um sjötíu manns í 25 sveitarfélögum, sem er umhugsunarvert hve sveitarfélögin eru samt fá sem taka þátt.

Saga SAMGUS í 30 ár getur nýst nýráðnum garðyrkju- eða umhverfisstjórum og ekki síst þeim sveitarstjórnum er huga að slíkum starfskröftum á sviði garðyrkju og umhverfismála.

Ritnefndin safnaði nokkrum hópmyndum af árlegum fundum SAMGUSara sem eru um vor og haust, jafnframt töflugreining á samtökunum.

 Tengslanetið sem SAMGUS hefur skapað og viðhaldið er nú meira og mikilvægara en nokkru sinni. Ritnefndin er ánægð með hvernig samtökin hafa þróast og eflst gegnum tíðina, þau eru fyrir löngu búin að sanna sig og framtíðin er björt.

 Erla Bil Bjarnardóttir