Haustfundur SAMGUS 2022 var haldinn í Hveragerði dagana 28.-29. September. Þátttaka var góð en um 33 félagar tóku þátt í ár. 

Kristín Snorradóttir Garðyrkjustjóri og Höskuldur Þorbjarnarson Umhverfisfulltrúi tóku á móti hópnum og leiddu um Hveragerði, sögðu frá og sýndu margt áhugavert. 

Hópurinn byrjaði á því að hittast við Hótel Örk og þaðan var farið með rútu að hveragarðinn í miðjum bænum. Þar fengu félgsmenn léttar veitingar og rölt var um svæðið og Höskuldur fræddi fólkið um staðinn. Þar á eftir var skoðunarferð í Reykjadal og gengið var upp að svæðinu þar sem lengsta sviflína Íslands mun rísa. 

Hádegisverður var á Hótel Örk og eftir það var farið að heimsækja Garðyrkjustöðina Ficus og tók eigandinn Birgir Steinn Birgirsson á móti og sagði frá starfsemi sinni. Þessa stundina var Biggi mest í framleiðslu á bleikri jólastjörnu sem selst í búðir sem októberstjarna. Biggi framleiðir einnig margar tegundir pottaplantna sem fara flestar í sölu í Bónus verslanir um land allt. Gaman og áhugavert að sjá hjá Bigga Bratta.

 Eftir góða heimsókn til Bigga var haldið til Garðyrkjustöðvarinnar Flóru. Þar tók Þorvaldur Snorrason einn eigandi Flóru á móti hópnum. Þorvaldur sagði frá framleiðslu Flóru sem eru tré, runnar, sumarblóm, mat og kryddjurtir og pottaplöntur sem eru flestar innfluttar. Sölusvæðið hjá Flóru er mjög snyrtilegt og gaman að skoða eins er útisvæðið vel sett upp. Flóra selur mikið af sinni framleiðslu til IKEA. Á sumrin þegar sumarblómastarfsemin er sem mest fara margir sendiferðabílar frá Flóru á dag,

 Þegar heimsókn til Flóru lauk átti að halda í áhaldahús Hveragerðisbæjar, en vegna óviðráðanlegra orsaka var því slaufað. Þá var farið í ferð um bæinn og Kristín og Höskuldur sögðu frá hinu og þessu í bænum. Sýndu okkur fallega garða og merkileg tré víða um bæinn. 

Þegar rútuferðinni lauk var komið að innritun á Hótel Örk þar sem félagar ræddu hin ýmsu mál og var síðan haldið í kvöldverð á Hótel Örk og haldið áfram spjalli og skemmtilegheitum. 

 Föstudagur 29.september

Dagurinn byrjaði frekar seint og á því að skoða bæjargarð Hvergerðinga í ausandi rigningu. Sökum veðurs var dagskrá breytt en þessi dagur hafði verið tileinkaður mikilli útiveru sem veður leyfði engan vegin. Þaðan var farið í hádegisverð á matkránna þar sem félagsmenn fengu dýrindis smurt brauð. Þar sem ekki hætti að rigna var ákveðið að keyra að Hótel Örk þar sem félagsmenn kvöddust og héldu heim á leið.