Félagsmenn sem mættu: Ralf Trylla, Matthildur Ásta Hauksdóttir frá Ísafirði. Berglind Ásgeirsdóttir og Bjarni Th. Karlsson frá Reykjanesbæ. Sigríður Garðarsdottir frá Veitum, Ingibjörg Sigurardóttir, Björn Bögeskov Hilmarsson og Guðjón Steinar Sverrisson frá Hafnarfirði,. Þórir Sigursteinsson og Smári Guðmundsson frá Garðarbæ, Steinunn Árnadóttir frá Seltjarnarnesi, Bogi Kristinsson Magnussen frá Hvalfjarðarsveit og Erla Bil Bjarnardóttir heiðursfélagi.
Félagsmenn mættu flestir vestur á miðvikudagskvöldinu og gistu á Ísafirði og á Þingeyri.
Haustfundurinn byrjaði á rútuferð til Ísafjarðar. Í Faktorshúsinu Hæstakaupstað sem liggur við Austurvöll tók Þórdís Sif Sigurðarsdóttir staðgengill bæjarstjóra á móti okkur og bauð velkomin. Þar var boðið upp á kaffi, kleinur og samlokur. Þar hittum við Áslaugu sem er sérlegur verndari Austurvallar og er eigandi Faktorhúsins.
Eftir kaffi var gengið um Ísafjarðarbæ, Austurvöll, Jónsgarð, skoðuðum ker og beð. Fallegan grjótgarð og bekki. Veðrið var gott logn og þurrt.
Hádegisverðurinn var í Tjöruhúsinu þar var boðið upp á hlaðborð, súpu og fiskrétti.
Eftir að hafa verslað nauðsynlegar vörur kom rútan og keyrði okkur til Bolungarvíkur.
Á bæjarskrifstofunni tók bæjarstjórinn Jón Páll Hreinsson á móti okkur. Hann fræddi okkur um eyðingu á kerfli í bæjarlandinu, sorphirðu og áform um að byggja útsýnispall á Bolafjalli. Eftir það lá leiðin upp á Bolafjall þar sem við nutum mikils útsýnis en skyggnið hefði mátt vera betra.
Við Óshlíðarveg sem er nú lokaður er sjónminjasafnið Ósvör. Á svæðinu er 19. aldar verbúð, salthús, fiskreitur, þurrkhjallur og áraskipið Ölver. Gengu félagsmenn um svæðið og þar var tekin hópmynd. Það var búið að loka safninu fyrir veturinn og því ekki hægt að skoða inn í húsin.
Leiðin lá næst að fallegri sandfjöru sem heitir Holtsfjara og er í Önundarfirði. Þar var gengið út á bryggju og gengið um í skeljasandinum.
Síðasta stoppið var í garðinn Skrúð í Dýrafirði. Það var einstaklega gaman að koma þangað og sjá hvað garðurinn er vel hirtur og fallegur. Í garðinum var boðið upp á veitingar.

Deginum lauk svo með góðum kvöldverði og fundi á gistihúsinu á Þingeyri.
Fundur: Erla Bil bað um nýjan skjöld á stein sem er í minningarlundi á Dalvík. Erla hefur skrifað minningarpistil til að setja á heimasíðu Samgus. Berglind sagði frá nýju heimasíðunni og að stjórnin fengi kennslu á hana mjög fljótlega. Sigríður kannaði hvort áhugi væri á að fara á Galabau sýningu í Nurnberg en ferðanefndin leggur það til haustið 2020. Fundarmenn voru mishrifnir og vildu að það væri boðið upp á tvær tillögur.
Föstudagur: Gengið um Þingeyri í frekar þungbúnu veðri og rigningu. Glæsilegt útisvæði með borðum, sviði og grilli skoðað.
Þórir Örn Guðmundsson tók á móti okkur og sýndi og sagði okkur frá sögu Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar og Co h.f. sem hóf rekstur 1913. Byggðarsafn Vestfjarðar fékk smiðjuna afhenta til varðveilsu í byrjun árs 2014.
Við kvöddum Þingeyri og keyrðum til Arnarfjarðar þar sem safn Jóns Sigurðssonar var skoðað. Hádegisverður var nesti sem við borðuðum úti og það vildi heppilega til að það ringdi ekki á meðan. Við fossinn Dynjanda tóku landverðirnir Edda og Kristinn á móti okkur og sögðu okkur frá uppbyggingunni á svæðinu. Þar er nýtt bílastæði, fallegar hleðslur, ný salernisaðstæða og góð aðstaða fyrir landverðina. Gönguleiðin að fossinum hefur einnig verið bætt.
Haustfundi var slitið við Dynjanda.
Stjórn Samgus vil þakka Ralf og Matthildi kærlega fyrir góðar móttökur og góðan haustfund.