Samgusfélagar voru meðal annarra viðstaddir afhendingu Garðyrkjuverðlaunanna 2015 í Garðyrkjuskólanum austur á Reykjum á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl. Fjölmenni var við opið hús skólans í björtu og fallegu veðri en kulda.

Árlega eru veittar viðurkenningar í þrem flokkur það er besti verknámsstaður garðyrkjunnar, hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar.

Viðurkenningarnar voru afhentar af Sigmundi Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til eftirfarandi:

Verknámsstaður garðyrkjunnar hlaut skrúðgarðyrkjufyrirtækið Stjörnugarðar, eigandi Þórir Kr. Þórisson skrúðgarðyrkjumeistari.
Hvatningaverðlaun garðyrkjunnar hlaut Gróðrastöðin Ártangi, eigendur Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir.
Heiðursverðlaun garðyrkjunnar hlaut Brandur Gíslason, skrúðgarðyrkjumeistari.