Eftirfarandi áskorun var samþykkt einróma á málþingi garðyrkjunnar að Reykjum Ölfusi, 19. mars 2022
Tryggja verður garðyrkjunáminu sjálfstæði, framtíðarheimili og full yfirráð yfir Reykjum í Ölfusi á ný.
Staðan nú krefst þess að fullkominn aðskilnaður verði á milli garðyrkjunámsins og LbhÍ.
Krafist er ríkulegs samráðs við starfsfólk, nemendur og hagsmunafélög atvinnulífs um framtíðarmótun garðyrkjunáms í landinu.
Krafa er um að starfsöryggi verði tryggt og að uppbyggingu kennsluaðstöðu að Reykjum verði hraðað.
Fundurinn lýsir jafnframt yfir:
Áhyggjum af húsakosti skólans, en viðhald hefur verið algjörlega óviðunandi um langt árabil.
Áhyggjum af fækkun í starfsliði Garðyrkjuskólans, sem meðal annars kemur niður á kennslu, starfsemi í gróðurhúsunum og tækifærum nemenda til vinnu þar.
Áhyggjum af samnýtingu húsakostsins með LbhÍ eða öðrum aðilum, sem meðal annars gæti komið niður á starfsemi í gróðurhúsunum.