10 ára annáll SAMGUS

gerður úr fundargerðarbókum og öðrum heimildum

Annáll Samgus 1992-2002

Stofnfundur Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga SAMGUS haldinn 30. janúar 1992 á Hótel Norðurlandi Akureyri. Fundarstjóri Árni Steinar Jóhannsson. Einar E. Sæmundsen lagði fram tillögu að lögum SAMGUS, stofnun samtakanna og lögin samþykkt einróma af 12 stofnfélögum.

Kosnir í stjórn, Einar E. Sæmundsen formaður, Árni Steinar og Erla Bil Bjarnardóttir. Félagsgjald ákveðið kr. 1000.- Umræður um rekstur umhverfismála og vinnuskóla hjá sveitarfélögum. Kvöldverður á KEA. Daginn eftir farið í skoðunarferð með Árna Steinari um Akureyri.

Stjórnarfundur 3.11.92 í Sveinatungu í Garðabæ, mættir Einar, Árni og Bil. Rætt um fyrstu skipulögðu ferð Samgusara á Have og Landskap ´92 í Gram á Jótlandi og skoðunarferð um garða víða um Danmörku, dagana 1.-7. sept. 1992. Þátttakendur voru 14, þetta var blönduð ferð Samgusara, kirkjugarðsfólks og gróðrastöðva eigenda, auk skógfræðings og landark. Fararstjóri var Einar E. Sæmundsen. Rætt um fyrirkomulag félagsgjalda, að sveitarstjórnir greiði gjaldið fyrir sinn meðlim og tillaga um að hækka árgjaldið í kr.5000.-. Rætt um undirbúning aðalfundar, til að mynda að félagsmenn skili skýrslu um starfsemi sína fyrir aðalfund.

Í framhaldi, hádegisverðarfundur á Gaflinum í Hafnarfirði 3.11.92, mættir 9 félagsmenn, þetta var ígildi haustfundar, “sem reyndar höfðu verið stundaðir af nokkrum félögum aðallega stílaðir á ferðir Árna Steinars á höfuðborgarsvæðið, þessir óformlegu fundir hófust haustið 1986 og urðu síðar að stofnun formlegra samtaka” innskot Biljar.

Skoðaðar voru myndir úr Danmerkurferðinni. Einar greindi frá efni stjórnarfundar. Menn voru sammála um að 2-3 fræðsluerindi yrðu á aðalfundum og að einn Samgusari greindi frá sínum vandamálum út frá efni fyrirlesara frá sjónarhóli Samgusara. Stungið upp á nokkrum fyrirtækjum til skoðunar. Samþykkt að rita bréf til Sk.Ísl. varðandi samskipti. Jóhann Pálsson kynnti hugmynd um kompost vélasamstæðu frá Qhodan. Hugmynd Jóhanns að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæði sameinuðust um slíka vél sem yrði í umsjá Sorpu. Vélin var sýnd í Gram´92. Erla Bil kynnti garðtrjákurlara, hún hafði fengið tilboð frá framleiðanda LindDana , sýndur einnig í Gram, hún hyggst kaupa kurlara.

Fræðslu og aðalfundur 19.-20. mars 1993 á Hótel Sögu í Reykjavík, mættu 15, tveir boðuðu forföll. Erindi Yngvi Loftsson landark. “um útivistarsvæði í skipulagi bæja”. Þráinn Hauksson landark. “um útivistarsvæði og mótun þeirra í byggð (grænt samhengi)”. Reynir Vilhjálmsson landark. “um stofnanalóðir”. Heimsóknir til Skipulags ríkisins og Sorpu.

Aðalfundur 20.3.1993, nú eru 16 sveitarfélög aðilar að samtökunum og 3 sveitarfélög eru að ráða til sín garðyrkjustjóra. Könnun á starfsemi Samgusara kynnt. Send hafði verið fréttatilkynning um stofnun samtakana til um 100 aðila og einnig birtist kynningargrein um samtökin eftir Einar í Morgunblaðinu 18.3.93 Markmið Samgus er í aðalatriðum tvennskonar: að skapa félagsmönnum sess og virðingu innan sveitarfélagsins og út á við og byggja félagsmenn upp faglega. Mjög mikilvægt er að fulltrúi landsbyggðarinnar sitji í stjórn félagsins sagði Einar. Því næst talaði hann um sess garðyrkjustjóra í stjórnkerfi sveitarfélagsins sé mikilvægt að tryggja. Hvað eru umhverfismál? Þetta er víðfeðmt hugtak og tekur m.a. til skipulagsmála, áætlanagerðar og framkvæmda. Einnig náttúruverndarmál, mengunarmál og eftirlit með búfjárhaldi. Að lokum kynnti formaður breytingar á högum sínum, hann léti því af störfum fyrir félagið og þakkaði samstarfið.

Jóhann Pálsson þakkaði góða greinargerð formanns og lét þess getið að Samgus hefði svo til eingöngu verið starf Einars og væri því eftirsjá í honum. Hann lagði til að Einar yrði gerður að heiðursfélaga í Samgus og jafnframt að samtökin sendu frá sér greinagerð um breytinar sem gerðar voru á stjórnun umhverfismála hjá Kópavogsbæ. Einar afþakkaði heiðursnafnbótina, en féllst á að starfa með Samgus skv. 4.grein laga samtakanna. Þá gerði Einar grein fyrir þeim breytingum sem gerðar voru á stjórnsýslu í Kópavogi og urðu til þess að hann lét af störfum hjá Kópavogsbæ. Nokkrar umræður urðu og var samþ. að stjórn Samgus ásamt Jóhanni semji ályktun um Kópavogsmálið, sem send yrði til bæjar- og sveitarfélaga.

Næst farin umræðu hringferð félagsmanna um umfang sinna starfa í stuttu máli.

Hlé á fundi, haldið í gróðurskála Grasagarðsins í Laugardal til hádegisverðar. Þar var kynnt skipulag útivistarsvæðis í Laugardal sem unnið hefur verið eftir undanfarin ár. Eftir hádegisverð gengið um rækrunarstöð borgarinnar undir leiðsögn Sigurjóns Arnarssonar. Þar er framleidd 200.000 sumarblóm fyrir svæði borgarinnar og 70.000 kálplöntur fyrir skólagarðana. Um ræktun og sögu grasagarðsins fræddi Sigurður Albert Jónsson. Endað var með göngu um fjölskyldugarðinn, sem fyrirhugað er að opna nk. sumar. Þá var haldið í Barnasmiðjuna í Kópavogi í eigu Hrafns Ingimundarsonar og Elínar Ágústsdóttur, sem framleiða og flytja inn leiktæki. Fyrirtækið stofnað 1986. Því næst aðalfundi framhaldið í Sveinatungu í Garðabæ. Bil bauðst til að halda aðalfund 1994 í Garðabæ. Rætt um þema næsta aðalfundar. Félagsgj. kr.1000.- . Kosning stjórnar Erla Bil og Árni Steinar gefa kost á sér áfram og samþykkt að Oddgeir Þór Árnason sem þriðji maður í stjórn.

Deginum lauk með heimsókn á skrifstofu BM Vallá, gestgjafar Einar Einarsson og Guðmundur Benediktsson, fjallað var um tæknilega hlið framleiðslu steinaverksmiðjunnar og gæðamál, einnig kynntar nýjungar hjá fyrirtækinu.

Um kvöldið hittust félagsmenn ásamt mökum í Grillinu á Hótel Sögu, þar var glatt á hjalla.

Stjórnarfundur 21. okt.1993 í Búmannsklukkunni Reykjavík. Árna Steinari falið að sjá um skipulag og framkvæmd skoðunarferðar 1994. Ákveðið að halda haustfund Samgus 5.11.93, senda út boð og skýrslu aðalfundar´93. Stjórnin tók þá ákvörðun að láta senda Ársrit Skógræktarfélags Íslands á embætti Samgusara. Einnig að stjórnin sendi grein til Sk.Ís. um starfsemi félagsins, til birtingar í Laufblaðinu.

Haustfundur haldinn 5.11.´93 í Búmannsklukkun Antmannsstíg. Árni Steinar kynnti möguleika varðandi Samgusferð á næsta ári. Stefnt að ferð til Englands eða meginlandsins. Árna falið að ganga frá slíkri ferð og kynna á aðalfundi samtakanna sem halda á í mars í Garðabæ. Mættir ?

Fræðslu og aðalfundur Samgus 3.-5. mars 1994 í Stjörnuheimili Garðabæ. Mættir 16 félagar.

Jón Guðmundsson frá Rala erindi um umhirðu trjáreita og varnir gegn illgresi. Jarðgerð og lífrænn úrgangur, Magnús Stephensen frá Sorpu og Björn Guðbrandur Jónsson sem fór nánar í gerð safnhauga. Gagnlegar umræður urðu um þetta mál. Arnór Snorrason um Landgræðsluskógaverkefnið og það sem betur mætti fara, sérstaklega rætt um námskeið fyrir flokkstjóra vinnuflokka.

Skoðunarferð um Garðabæ, síðan í Vetrarsól Kópavogi, Þór hf. í Ármúla og Gróðrarstöðina Mörk.

Um kvöldið bauð bæjarstjórinn Ingimundur Sigurpálsson og frú í Garðabæ til kvöldverðar í Stjörnuheimilinu, Samgusurum og mökum.

Föstudagurinn 4.mars´94 fór í samkomu (fulltrúafund) Skógræktarfélags Íslands og Skógræktar ríkisins haldinn í Rúgbrauðsgerðinni Reykjavík. Þar voru flutt ýmis erindi. Um kvöldið setin árshátíð skógræktar

manna.

Aðalfundur 5.mars 1994 í Garðabæ Form. fór yfir reikninga félagsins og var árgjald samþ. kr.2000.-

18 félagsmenn eru skráðir í samtökin. Árni Steinar kynnti Englandsferð, sem fyrirhuguð yrði 20. sept ´94. Árni kosinn fararstjóri. Stjórnarkosning Árni Steinar óskaði ekki eftir endurkjöri, var Snorri Sigurfinnsson Selfossi kjörinn í stjórn. Erla Bil og Oddgeir endurkjörin. Næsti aðalfundur ´95 verði í Mosfellsbæ.

Stjórnarfundur 20. apríl 1994 í Sveinatungu Garðabæ, Oddgeir, Erla Bil og Snorri. Oddgeir fór yfir fundargerð fræðslu og aðalf. sem hann mun senda út til félagsmanna. Undirbúningur Englandsferðar og skilafrest vegna ferðarinnar. Innri mál rædd t.d. starfslýsingar garðyrkjustjóra.

Stjórnarfundur 2.des.´94 í Stjörnuheimilinu í Garðabæ, Erla Bil, Oddgeir og Snorri. Undirbúningur vegna haustfundar. Fjallað um inntöku félaga frá hinum ýmsu stofnunum, ákveðið að taka það mál fyrir á haustfundinum.
Haustfundur 2.des. 1994 í Stjörnuheimili í Garðabæ. Erla Bil sýndi litskyggnur frá ferð Samgusara til Englands, “leiðsögumaður ferðarinnar var Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landark. sem er öllum hnútum kunnug þar um slóðir” innskot Bil. Rætt um inngöngu nýrra félaga, utan sveitarfélaga. Fram komu mörg sjónarmið, jákvæð og andstaða. Málið yrði tekið fyrir á næsta aðalfundi. Tillögur að dagskrá næsta aðalfundar. Jóhann og Árni Stienar tóku að sér að kanna möguleika á utanlandsferð til Ítalíu og Þýskalands eftir 2 ár. Mættir 9 félagar.

Stjórnarfundur 2. mars ´95 í Búmannsklukkunni Reykjavík, Oddgeir, Erla Bil og Snorri. Dagskrá aðalfundar ´95 undirbúin. Rætt um breytingu laga 4.gr. varðandi nýja félaga.

Stjórnarfundur 2.maí ´95 í áhaldahúsi Mosfellsbæjar, Oddgeir, Erla Bil og Snorri. Undirbúningur aðalfundar ´95 og fyrirhugaða sýningu og hverjir koma til með að taka þátt í sýningunni. Gestir sýningarinnar verði bæjarstjórar sveitarfélaga “sem fundar sama dag og Samgusarar í Mosfellsbæ” innskot Biljar, Félag skrúðgarðyrkjumeistara, starfsmenn kirkjugarða. Ákveðið að bjóða Ragnhildi Skarphéðinsdóttur í kvöldverðinn eftir aðalfund og opnun sýningarinnar. Eftirtaldir aðilar taka þátt í sýningunni: Vetrarsól, Gróðurvörur, Hrím, Ellingsen, Frjó hf, Sorpa, Glóbus, Ingvar Helgason, Vélar og þjónusta, Atlas, Landgræðslan, Hvellur, Barnasmiðjan, S.Helgason og Barnagaman. Ákveðið að skrifa forstöðumönnum áhaldahúsa sveitarfélaga boð á sýninguna.

Fræðslu og aðalfundur 1995 í Mosfellsbæ dagana 4.-5. maí. Mættir 18.

Erindi: Herdís Storgaard kynnti verkefnið “Vörn fyrir börn” sem er í gangi hjá Slysavarnarfélagi Íslands, en hún hefur lagt áherslu á öryggismál á leikvöllum.

Árni Bragason forstöðumaður á Rannsóknastöð skógræktar ríkisins Mógilsá tók á móti hópnum og fór vettvangsferð um stöðina og hélt kynningarfyrirlestur. Auk sex starfsmanna, þeim Snorra Baldurs., Aðalsteini Sigurgeirs., Ásu Arad., Sigvalda Ásg., Guðm. Halld. og Vigni Sig. er sögðu frá þeim verkefnum sem verið væri að vinna við og hvað framundan er. Umræður spunnust um nokkur þeirra verkefna og í kjölfarið óskaði Árni Bragason eftir stuðningi SAMGUS við að flýta fyrir framgangi DNA rannsókna.

Seinni daginn, var aðalfundur haldinn á sveitakránni Ásláki. Fundarmenn ræddu um lélega mætingu á síðasta haustfund samtakanna, einnig um fyrirhugaða ferð til Ítalíu í umsjón Jóhanns Pálssonar og Árna Steinars. Farið var yfir dagskrá sýningarinnar sem opna á síðdegis. Kosning stjórnar Snorri Sigurfinnsson formaður, Steinunn Árnadóttir og Oddgeir Þór Árnason. Nokkrar umræður urðu um jafnvægi sem yrði að haldast milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar við val á stjórnarfólki. Almennur stuðningur við það. Lagabreytingar varðandi 4. gr. kemur viðbót “Þeir aðilar teldust ekki fullgildir félagar og tækju þ.a.l. ekki þátt í hefðbundnum aðalfundarstörfum”. Tillagan var felld eftir nokkrar umræður. Ásthildur Cesil kynnti glæsilegt umhverfiskort sem Ísafjarðarkaupstaður var að gefa út. Friðrik ræddi námskeið sem halda á í Garðyrkjuskólanum fyrir umsjónaraðila skólagarða. Friðrik kynnti árskýrslu garðyrkjustjóra Kópavogi. Erla Bil ræddi um ósk Árna Bragasonar um stuðning frá SAMGUS. Samþykkt að fela stjórn að rita bréf til landbúnaðarráðherra.

Eftir hádegi, skoðunarferð um Mosfellsbæ, meðal annars skoðaðir leikvellir. Gömul og ný skógræktar- og útivistarsvæði.

GARÐYRKJUSÝNING SAMGUS Í ÁHALDAHÚSI MOSFELLSBÆJAR. Opnun sýningarinnar var kl:15 að viðstöddum Landbúnaðarráðherra og bæjarstjórum landsins, bæjarstjórn Mosfellsbæjar, skrúðgarðyrkjumeisturum ásamt fleiri góðum gestum. Sýningin var opin almenningi laugardag og sunnudag. Að lokum kvöldverður í boði bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í Ásláki.

Stjórnarfundur 20.sept.´95 Café Reykjavík. Ákveðið að halda haustfund fyrir 20.okt á Blönduósi, formaður hafi samband við Ágúst. Á haustfundi rætt um væntanlega fræðsluferð, stjórnin bendir á Þýskaland sem væntanlegan kost. Ákveðið að fá hleðslumann á fundinn um ýmsar grjóthleðslur. Ritara falið að kynna samtökin fyrir fyrirtækjum sem tengjast garðyrkju. Form. falið að rita grein um samtökin og þróun skrúðgarðyrkju hjá bæjarfélögum.

Haustfundur 12.okt ´95 á Hótel Blönduósi. Ákveðið að stefna á Þýskalandsferð í mars –arpíl 1997, Árni Steinar vinni að ferðaáætlun og kynna á næsta aðalfundi. Aðalfundur 1996 verði haldin á Selfossi, rætt um skoðunarferð. Senda á út spurningarlista/könnun t.d. um fjölda gróðursettra plantna ´95.

Fyrirlestur Guðjón Kristinsson sérfræðingur í grjót og torfhleðslum. “Skoðunarferð um Blönduós og nágrenni með Ágústi, skoðuð aðstaða sumarhúsa og upplýsingamiðstöð á bökkum Blöndu. Á suðurleið daginn eftir var komið við í Borgarvirki og Þverárrétt austan Vatnsnes með Guðjóni, þar sem Guðjón hefur verið að hlaða klömbruhleðslu, almenningurinn búin” innskot Biljar. Mæting 11 manns.

Stjórnarfundur 1. nóv.´95 Café Reykjavík, Snorri, Steinunn og Oddgeir. Rætt um samskipti Samgus við Sk. Ísl. Ákveðið að rita framkvæmdastjóra Sk.Ís. bréf og óska eftir sameiginlegum fundi stjórnar Sk.Ís. og Samgus. Formanni falið að senda út einfaldan spurningarlista yfir fjárveitingar sveitarfélaga til umhverfismála, sent öllum Samgusurum.
Stjórnarfundur ásamt ferðanefnd 9. nóv.´95 í Laugardal. Snorri, Steinunn, Oddgeir, Árni Steinar og Jóhann. Rætt um fræðslu- og skoðunarferð Samgusara vorið ´97 í apríl, skoða á ýmsa möguleika í Þýskalandi t.d. Hamborg. Drög í byrjun næsta árs.

Stjórnarfundur 10. jan.´96 í Café Reykjavík, Snorri, Steinunn og Oddgeir. Form. kynnti könnun sem send var út til Samgusara, þessi könnun er einföld í sniðum og skal skila inn fyrir mánaðarlok til Snorra. Form. kynnti fyrirhuguð endurmenntunarnámskeið á vegum Garðyrkjuskóla ríkisins fyrir garðyrkjustjóra. Engin viðbrögð frá Sk. Ísl. varðandi sameiginlegan fund.

Stjórnarfundur 23. febr.´96 á Selfossi, formaður bauð uppá skoðunarferð og hádegisverð. Farið var yfir könnun Samgus og hún dregin saman í eina heild yfir landið. Rætt un fyrirhugaða kynningu samtakana í Garðyrkjuskóla ríkisins. Um aðalfund. Um að senda kynningarbréf til minni sveitarfélaga um störf garðyrkjustjóra, en ráðningar í þessi störf standa fyrir dyrum hjá nokkrum sveitarfélögum.

Stjórnarfundur 16. apr.´96 í Perlunni, Snorri, Steinunn og Oddgeir. Farið yfir dagskrá fræðslu og aðalfundar.

!7. apríl´96 námskeið í gróðrastöðinni Mörk um plöntustaðal.

18. apríl´96 Frá Hótel Selfossi, lagt í skoðunarferð að Nátthaga til Ólafs Njálssonar, síðan skoðunarferð um Selfoss og síðdegis að Gunnarsholti í boði Landgræðslu ríkisins.

Kvöldverður á Hótel Selfoss í boði bæjarstjórnar Selfoss.

Aðalfundur 1996 þann 19. apríl á Hótel Selfossi, mættu 15. Samtökin hafa verið kynnt víða á árinu. Send voru kynningarbréf til sveitarfélaga sem hafa 1000 íbúa og fleiri, en hafa ekki garðyrkjustjóra. Form. upplýsti að hann hafi tekið sæti í endurmenntunarnefnd “umhverfisbrautar” innskot Biljar Garðyrkjuskólans fyrir garðyrkjustjóra. Kynnt var greinargerð sem stjórnin lét gera á umsvifum félagsmanna á árinu 1995. Kosning: Steinunn Árnardóttir kosin formaður, Friðrik Baldursson í stað Oddgeirs, Snorri situr áfram. Árgjald samþykkt kr. 5.000.-. Lagabreytringar á 4. grein.

Árni Steinar kynnti fyrirhugaða ferð til Berlínar að ári, samþ. að vinna áfram í málinu.

Stjórnarfundur 24. arpíl´96 á Seltjarnarnesi, Steinunn, Snorri og Friðrik. Ákveðið að form. hafi samband við sveitarstjóra Hvammstanga og kynni félagið, en þar hefur verið auglýst eftir garðyrkjustjóra. Samið þakkarbréf til bæjarstjóra Selfoss og Ólafs í Nátthaga. Einnig bréf til Sædísar vegna lagabreytinga á síðasta aðalfundi.

Stjórnarfundur 15. júlí´96 á Seltjarnarnesi, Steinunn, Snorri og Friðrik. Rætt um haustfund. Haft samband við Árna Steinar og ákveðið að halda fundinn á Akureyri 19.-20. sept. Þema fundarins “notkun fjölæringa á opnum svæðum”. Utanlandsferðin Samgus ´97 rædd, ákveðið að gera lauslega könnun á þátttöku. Óska eftir greinargerð frá Oddgeir og Bil varðandi fund þeirra með stjórn Sk.Ísl. Rætt um garðyrkjustjórastöðurnar í Hveragerði og Hvammstanga. Þá kom fram að stofnað hefur verið nýtt starf við Garðyrkjuskólann: Eftirlitsmaður verknámsstaða.

Stjórnarfundur 8. ágúst ´96 í Listasafni Kópavogs, Steinunn, Snorri og Friðrik. Utanlandsferð ´97 rædd og væntanlega þátttöku 12-14 auk einhverra maka. Þátttaka SAMGUS á aðalfund Skógræktarfélags Íslands það er boð eins áheyrnarfulltrúa, samþykkt að Friðrik fari á sinn kostnað á aðalfundinn 23.-25. ágúst nk. Móta þarf framtíðarstefnu um áheyrnarfulltrúa á aðalfund og fulltrúafund Sk.Ísl. Haustfundur SAMGUS á Akureyri 19.20. sept nk. ræddur, fá Björgvin í Lystigarði Akureyrar til að halda erindi um fjölæringa.

Stjórnarfundur 22. ágúst ´96 á Café Reykjavík, Steinunn, Snorri, Friðrik og Bil. Bil kynnti tillögu frá Sk. Kóp. og Gb. sem lögð verður fyrir aðalfund Sk.Ísl. garðyrkjustjórar bæjarfélaga verði boðið að sitja aðalfundi Sk.Ísl. sem áheyrnarfulltrúar. Stjórn Samgus samþykkir tillöguna. Haustfundur ræddur. Rætt um fyrirhugaða alþjóðlega ráðstefnu á Mógilsá 18.sept., um skógrækt í þéttbýli.

Stjórnarfundur ??? í Perlunni, Steinunn, Snorri og Friðrik. Friðrik greindi frá því sem gerðist á aðalfundi Sk. Ísl. í Hafnarfirði, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi Samgus. Rætt um dagskrá Haustfundar.

Haustfundur 19.-20. sept 1996 á Akureyri. Mættir 13.

Farið var í skoðunarferð um Akureyrarbæ.

Fyrirlestrar og umræður í Gróðrastöðinni: Nanna Stefánsdóttir verkstjóri í ræktunarstöð umhverfisdeildar og Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðs Akureyrar. Fjallað var um sumarblóm og fjölæringa. Seinnipart dags farið í skoðunarferð.

Kvöldverður í boði umhverfisdeildar í Gróðrastöðinni og því loknu “dottið í Pollinn”.

Haustfundur Samgus í Gróðrastöðinni 20. sept.

Utanlandsferð ´97, ákveðið að farið verði í apríl, en betur skoðað hvort farið verður Berlín-Prag eða París-Köln. Friðrik geindi frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands, sérstaklega var farið í erindi Samgus varðandi fundarsetu. Miklar umræður urðu um samskiptamál skógræktarfélaga og bæjarfélaga almennt.

Snorri fjallaði um könnun meðal garðyrkjustjóra um fjölda starfsmanna og gróðursetningar líkt og ´95.

Friðrik greindi frá viðræðum við fulltrúa Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins varðandi samskipti við sveitarfélögin, viðræður um “farveg fyrir fræðsluefni” og ósk um að Samgus tilnefni fulltrúa í viðræðuhóp. Stjórnin vinni áfram að málinu. Greint frá Borgarskógræktarráðstefnu á vegum Mógilsár sem halda á í Reykjavík 22. sept nk.

Að lokum snæddur hádegisverður í boði umhverfisdeilda í Gróðrastöðinni. Farið var í skoðunarferð um jaðarsvæði byggðar m.a. skógræktarsvæði. Komið við í aðsetri Sk. Eyfirðinga í Kjarnaskógi, þar sem Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri félagsins tók á móti hópnum og kynnti starfsemina.

Stjórnarfundur 5. nóv.´96 á Café Reykjavík, Steinunn, Snorri og Friðrik. Utanlandsferð rædd, óvíst með þátttöku. Friðrik greindi frá heimsókn í Garðyrkjuskólann, þar sem hann kynnti félagið fyrir nemendum. Einnig kynnt hugmynd um aukið samstarf skólans og Samgus við gerð aðalverkefna.

Stjórnarfundur 26. nóv.96 í húsi Landgræðslusjóðs Rvík. Steinunn, Snorri, Friðrik og Árni Steinar. Guðjón Magnússon frá Landgræðslunni og Ólafur Oddsson frá Skógrækt ríkisins. Rætt um samstarf stofnana og sveitarfélaga á ýmsum sviðum. Ljóst er að í framtíðinni muni verkefni garðyrkjustjóra á sviði uppgræðslu aukast og einnig samstarf Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins.

Stjórnarfundur 19. des.´96 á Café Reykjavík, Steinunn, Snorri og Friðrik. Ákveðið að kanna þátttöku í utanlandsferð fyrir næsta fund. Steinunn greindi frá efni fundar í Garðyrkjuskólanum, sett hefur verið á laggirnar skólanefnd og fagráð fyrir hverja deild. Næsti fundur þar í mars. Könnun meðal félagsmanna, athuga með að setja fleiri þætti inn í könnunina og fá sendar starfslýsingar þar sem þær eru fyrir hendi. Staðlar ræddir um hvað líður gerð staðla fyrir leiktæki/-svæði og skrúðgarðyrkju.

Stjórnarfundur 15.jan.´97 á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Steinunn, Snorri og Friðrik. Friðrik kynnti samantekt á íbúafjölda sveitarfélaga og fjárveitingar á 11 liði í bókhaldi sveitarfél. í Samgus. Lagður fram listi fyrirtækja og stofnana sem fá sent félagatal með kynningarbréfi. Tekin fyrir tilkynning frá Garðyrkjuskólanum um námskeið 17. febr. nk. um “útivistarsvæði í þéttbýli” Einn markhópana eru garðyrkjustjórar. Form. hefur borið fram kvörtun um að ekki hafi verið haft samráð við Samgus né fulltrúa þess í endurmenntunarráði skólans. Utanlendsferð, þátttaka lítil, vorferð frestað til haust, takið fyrir á næsta aðalfundi. Undirbúningur að aðalfundi Samgus ´97 ákveðið að halda fundinn á Seltjarnarnesi og 5 ára afmæli Samgus. Umhverfisfræðslu verkefni við Vinnuskóla Kópavogs kynnt.

Stjórnarfundur 28.jan.´97 á Tæknideild Kópavogs, Friðrik, Steinunn og Snorri. Dagskrá aðalfundar rædd. Farið yfir könnun sem senda á félagsmönnum sem er skipt í starfssvið og umsvif. Farið yfir námskeiðslista frá Garðyrkjusskólanum. Rætt um dagskrá ráðstefnu Félags garðyrkjumanna sem halda á 21-22. febr. nk. verður kynnt í bréfi til félagsmanna. Farið yfir nýja reglugerð fyrir Garðyrkjuskólan sem samþ. var af Landbúnaðarráðherra 30. des. sl.

Stjórnarfundur 19. febr´97 á Aski Suðurlandsbraut, Steinunn, Snorri og Friðrik. Samband ísl. sveitarfélaga undirbúin fundur. Könnun Samgus farið yrir skil í könnina, aðeins 9 af 21 hafa skilað. Kynntur samanburður Friðriks um laun og vinnutíma Vinnuskóla á höfuðborgarsvæðinu.

Framhald stjórnarfundar að Háaleitisbraut hjá Þórði Skúlasyni framkvæmdastjóra Samb.ísl. sveitarfél. Samgus kynnt og afhent lög og félagatal. Greint frá nýrri reglugerð Garðyrkjuskólans að Samb.ís. sveitarfél. tilnefni fulltrúa í fagnefndir skrúðgarðyrkju og umhverfisbraut. Óskað eftir að Sambandið tilnefni garðyrkjustjóra í nefndirnar. Rætt um aðrar nefndir á vegum Sambandsins og óskað eftir að garðyrkjustjórar fái að fylgjast betur með málum sem snerta starfsvið þeirra, s.s. nefnd um samskipti sveitarfélaga og skógræktarfélaga og nefnd um vinnuskóla, sem báðar eru nú starfandi. Kynntar kannanir á starfsemi Samgusara og samanburð á 11 bókhaldslyklum. Framkvæmdastjóri mun kynna stjórn Sambandsins ósk Samgus um nefndarskipan, en benti á að hafa samband við Guðrúnu Hilmisdóttur sem sér um samskipti við félög og Garðar Jónsson vegna tölfræði sveitarfélaga. Samgus boðið að rita grein í Sveitarstjórnarmál.

Stjórnarfundur 5. mars´97 í Áhaldahúsi Selfossbæjar, Steinunn, Snorri og Friðrik. Tekið fyrir bréf frá Vilhjálmi Rafnssyni yfirlækni Vinnueftirliti ríkisins, vegna rannsókna af atvinnusjúkdómum á þeim sem nota skordýraeitur og illgresiseyðingarlyf á Íslandi. Ákveðið að fá hann til að halda erindi á næsta aðalfundi. Undirbúningur aðalfundar. Lagt fram bréf Fél. garðyrkjumanna um samráðsfund vegna nýrrar reglugerðar Garðyrkjuskólans, þar mun nýkjörin skólanefnd mæta. Boðið var stjórnum ýmisa fagaðila til að kynna sjónarmið sín. Stjórn Samgus mætir. Snæddur hádegisverður í boði Snorra.

Rætt um námskeið og ráðstefnur, um ráðstefnu “Umhverfismál hjá sveitarfélögum” sem haldinn verður 9.-10. júní nk. á Egilsstöðum á vegum Sambandsins í tengslum við verkefni Norrænu ráðherranefndinar um umhverfisáætlanir hjá sveitarfélögum. Einnig um fyrirhugaða ráðstefnu um öryggi leiksvæða 23. maí nk., Samgus verður sent fundarboð. Erindi frá Sk.Ísl. þar sem félagsmönnum Samgus er boðið að sitja fulltrúafund 15. mars nk. um samskipti sveitarfélaga og skógræktarfélaga. Samið bréf til þeirra sem ekki hafa svarað könnun stjórnar.

Stjórnarfundur 11. mars´97 á bæjarskrifstofu Seltjarnarnesi, Steinunn, Snorri og Friðrik. Rætt um dagskrá aðalfundar. Samið bréf til skólanefndar Garðyrkjuskólans vegna fulltrúa Sambands ís.sveit. í fræðslunefndir. Félagatal yfirfarið, nú er verið að auglýsa stöðu garðyrkjustjóra í Hveragerði.

Stjórnarfundur 20. mars´97 á Tæknideild Kópavogs, Steinunn, Snorri og Friðrik. Farið yfir könnun, enn eiga 4 eftir að skila og leita þarf nánari skýringa á nokkrum atriðum. Dagskrá aðalfundar send út við fyrsta tækifæri.

Fræðslu- og aðalfundur Samgus 1997, 17.-18. apríl á Félagsheimili Seltjarnarness. Mættir 14.

Erindi fræðslufundar: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landlagsarkitekt um manngerða náttúru. Síðan gengið niður á Eiðistorg og skoðuð hin sérstæða ræktun á torginu. Farið í skoðunarferð um Seltjarnarnes undir leiðsögn Sigurgeirs Sigurðssonar bæjarstjóra og Steinunnar, endað í fyrirtækinu Borgarplast sem kynnti starfsemi sína. Um kvöldið snæddu Samgusarar ásamt mökum kvöldverð í boði bæjarstjórnar Seltjarnarness, “með Sigurgeir bæjarstjóra og frú” innskot Biljar.

Efni aðalfundar daginn eftir: Öflugt starf stjórnar haldnir 20 stjórnarfundir. Kynningarbréf tilbúið verður sent til 160 aðila í vor, stofnana, samtök og fyrirtæki.

Kosning stjórnar: Friðrik verður formaður, Steinunn gjaldkeri og Ásthildur Cesil Þórðardóttir kemur inn og Snorri fer úr stjórn. Árgjald verði óbreytt kr.5000.- Næsti aðalfundur verði í Kópavogi. Friðrik kynnti könnun meðal Samgusfélaga um starfsemina árið 1996, gögnum dreift til fundarmanna, umræður. Friðrik kynnti samantekt á 11 liðum (umhverfis og útivist) úr Árbók Sambands ísl. sveitarfélaga 1995, þar eru skoðaðir kostnaðarliðir pr. íbúa. Erla Bil greindi frá setu í nefnd sem fulltrúi Samgus um umhirðu Landgræðsluskóga með fulltrúum Sk.Ísl., Landgræðslu og Skógrækt rík., en komið hefur í ljós áburðarskortur er víða algengur. Í framhaldi af þeirri vinnu var ákveðið að afhenda sérstaka áburðarblöndu með öllum plöntum Landgræðsluskóga í vor. Friðrik greindi frá því helsta sem kom fram á fulltrúafundi Sk.Ísl. 15. mars sl. Þema fundarins var samstarf skógræktarfélaga og sveitarfélaga. Snorri kynnti nýja reglugerð Garðyrkjuskólans frá 30.des.´96 og frá samstarfi faghópa innan græana geirans við endurskoðun reglugerðarinnar. Helstu breytingar eru að skólanefnd er endurreist eftir 30 ára hlé. Friðrik um Vinnuskóla, samantekt á vinnutíma og launum unglinga á höfuðborgarsvæðinu 1996. Óskaði eftir að félagar útfylltu eyðublað varðandi starfsemi Vinnuskóla í þeirra sveitarfélagi ´96 og ´97 og sendu til formanns fljótlega. Steinunn greindi frá að hætt væri við utanlands vorferð ´97 vegna lítillar þátttöku. Ákveðið að athuga málið aftur fyrir 1998.

Vinnureglur vegna stjórnarkosninga, Snorri kom með tillögu að breyta núverandi fyrirkomulagi um skipt sé árlega um formann og að stjórnarmenn sitji aðeins í 3 ár. Nokkrar umræður um málið, ákveðið að taka það fyrir á haustfundi. Þegið boð að halda haustfund ´97 í Reykjanesbæ, rætt um erfiðleika minni sveitarfélaga að sækja 2 félagsfundi. Ákveðið að halda áfram haustfundi, en meiri háttar fræðsluerindi verði á fræðslu- aðalfundum. Jóhann Páls. spyr hvort aðstoðarmaður hans megi sitja fræðslufundi. Eftirfarandi tillaga Oddgeirs samþykkt með 8 atk. gegn 3: “Fullgildir félagar Samgus hafa heimild til að senda fulltrúa sinn á fundi félagsins með atkvæðis og tillögurétt. Litið er svo á að hér sé aðeins um að ræða undantekningartilfelli”. Erla Bil gerði grein fyrir mótatkvæði sínu.

Stjórnarfundur 18.sept.´97 í Perlunni, Friðrik, Steinunn og Ásthildur. Rætt um tilhögun haustfundar. Friðrik sagði frá samstarfsverkefni evrópusambandsins um borgarskógrækt Cost-action, og að Samgus ætti að tilnefna fulltrúa í eina af þremur nefndum sem myndu starfa á vegum þessa verkefnis, næstu fimm árin. Ákveðið að tilnefna Árna Steinar Jóhannsson sem fulltrúa Samgus í nefndina.

Haustfundur 19. sept.´97 á Hótel Keflavík. Mættir 14 félagar. Fyrir fundinum lágu 10 liðir auk önnur mál. Ásthildur gerði grein fyrir aðalfundi Sk.Ís. sem hún var sem fulltrúi Samgus. Friðrik lagði fram reglugerð um fræðslunefndir Garðyrkjuskólans, ekki hafa nefndirnar verið kallaðar saman. Tilnefning í Cost verkefnið Evrópusambandsins, Friðrik skýrði það mál og sagði að ákveðið hefði verið af stjórn að Árni Steinar yrði falið að vera fulltrúi Samgus. Jóhann Pálsson sagði að Reykjavíkurborg myndi að öllum líkindum leggja til fjármagn til verkefnisins til Mógilsár þ.e. í upplýsingaöflun skógfræðings um þekkingu fólks á öllu landinu, þess vegna vildi hann fá að fylgjast náið með starfinu. Árni Steinar sagði að þessi vinna þ.e. seta í Cost verkefninu væri fyrst og fremst að fá “kontakt og reynslusögur” annarra og vitneskju um fjáröflun og styrki sem hægt væri að fá. Það sem út úr þessu kæmi væri samstilling.

Vinnureglur um stjórnarkjör, miklar umræður og ólíkar skoðanir, t.d. getur formaður setið í fleiri en eitt ár. Ákveðið að hugsa málið fram til næsta aðalfundar. Bil lagði til að sveitarfélög á landsbyggðinni með yfir 1000 íbúa og engan garðyrkjustjóra, yrðu sendar upplýsingar um félagið.

Rætt um utanlandsferð ´98, sem frestað var Árni Steinar og Jóhann vinna áfram í málinu.

Skoðunarferðir voru farnar. Fyrri daginn var farið í Laugardalinn, skoðaður Grasagarðurinn og Fjölskyldugarðurinn í fylgd Þórólfs Jónssonar landark. hjá garðyrkjustjóra Rvík. og Axel Knútssonsr umsjónarmanns Laugardalsgarða. Síðan skoðaðar framkvæmdir við Hallgrímskirkju í fylgd Ragnhildar Skarphéðinsdóttur landark. sem skýrði skipulag svæðisins. Því næst uppí Mosfellsbæ að Grásteinum til Björn Sigurbjörnssonar og frú tóku á móti hópnum með kakói og bakkelsi, gróðrastöðin skoðuð. Að lokum framkvæmdir í gryfjunum við Vesturlandsveg Ullarnesbrekkum á vegum Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og Mosfellsbæjar.

Síðari daginn var skoðunarferð um Keflavík, Njarðvík og farið uppá Keflavíkurvöll undir leiðsögn Ellerts bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Skoðuð herstöðin, “þar voru kynntar tilraunir til ræktunar og rekstur opinna svæða á vegum hersins” innskot Biljar. Að Svartsengi og skoðuð uppbygging umhverfis Hitaveitu Suðurnesja. Í bakaleið staldrað við í skógræktinni Sólbrekku. Kvöldverður í boði Reykjanesbæjar að viðstöddum Ellert bæjarstjóra og frú.

Stjórnarfundur 3.nóv.´97 á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Steinunn, Friðrik og Ásthildur. Farið yfir gögn af haustfundi. Friðriki hefur verið boðið sem fulltrúi Samgus á hátíðarsamkomu á Kjarvalsstöðum 22.nóv. nk. í tilefni þess að 90 ár eru síðan sett voru lög um landgræðslu og skógrækt á Íslandi. Bréf sent til Fíkniefnalögreglu um forvarnarstarf, þ.e. námskeið fyrir flokkstjóra vinnuskóla.

Stjórnarfundur 16. nóv.´97 á Tæknideild Kópavogs, Steinunn, Friðrik og Ásthildur. Ekki hafði borist svar frá Fíkniefnalögreglu varðandi bréfið frá stjórn. Cost borgarskógræktarverkefnið rætt. Rætt um fyrirhugaðan fund í fræðslunefndum skrúðgarðyrkju- og umhverfisbrautar Garðyrkjuskólans. Ráðstefnur og ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Náttúruverndar ríkisins 23. jan. nk.

Stjórnarfundur 10.des.´97 á Café Reykjavík, Steinunn, Friðrik og Snorri sem gestur. Rætt um fræðslu- og endurmenntunarnámskeið hjá Garðyrkjuskólanum, ákveðið að Friðrik og Snorri setji saman greinargerð um málið fyrir aðalfund ´98. Farið yfir könnun ´97 fjölda gróðursettra skógarplantna og annars trjágróðurs, auk starfsmannahalds, rætt um að tengja vinnuskólakönnun með þessu. Snorra falið að vinna úr könnun ´95 svo hægt sé að samhæfa við könnun ´97. Við Samband ís. sveitarfélaga, er Friðrik í sambandi við 11 lykla vegna væntanlegrar úrvinnslu á ársreikningi þeirra ´96. Einnig frá því að Sverrir Kristinsson forstöðumaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar er í starfshópi á vegum Sambandsins um samræmdar reglur vinnuskóla. Sverrir ætlar að upplýsa Friðrik um stöðu mála. Aðalfundur ´98 verður í Kópavogi, Friðrik vinnur að dagskrá. Friðrik lagði fram bréf til sveitarfélaga sem hafa yfir 1000 íbúa, þar sem félagið er kynnt. Það verður sent út eftir jól, ásamt svipuðum bréfum til ýmissa stofnana, félaga og fyrirtækja sem á einhvern hátt snerta starfsvið Samgus, félagatal mun fylgja bréfunum. Utanlandsferð ´98, spurning um að kanna áhuga félagsmanna í næsta bréfi til félagsmanna. Friðrik dreifði minnispunktum af Staðardagskrárfundi sem haldinn var í Garðyrkjuskólanum 22. nóv. sl.

Samráðsfundur 5. jan.´98 í Lækjarbrekku Rvík. Mættir 11 félagar.
Tilefni fundar er gróðurkafli fyrirhugaðrar byggingarreglugerðar. Skoðuð umsögn Fílafélaga um reglugerðardrögin. Einar Sæmundsen skýrði umsögn Fíla og bar saman við upphafleg drög. Virðist höfundur draganna vera gjörsneyddur grænum tilfinningum. Staðan nú að Skipulagsstofnun er að fara yfir umsagnir sem bárust, fyrirhugað er að senda út ný drög og athugasemda óskað. Maí og júní er ætlaðir til kynningar á reglugerðinni, sem síðan tekur gildi 1. júlí nk. Einar hefur rætt við skipulagsstjóra og tjáð honum að athugasemda sé að vænta af þessum fundi. Menn voru sammála ath. Fíla við drögin. Árni Steinar sagði að reglugerðin eigi að vera einföld, en setja þess í stað staðbundnar reglur og leiðbeiningar sem útfæra megi á hverjum stað. Benti hann á nýsamþykkta bæjarsamþykkt á Akureyri um “Gróður meðfram götum og gönguleiðum” sagðist senda hana félagsmönnum til kynningar. Ákveðið að Árni Steinar, Jóhann og Friðrik verði í vinnuhóp sem athugi málin betur og komi með tillögur. Haft verður samband við skipulagsstofnun og grein gerð fyrir stöðu málsins.

Friðrik sagði frá ráðstefnu um “trjágróður í þéttbýli” í samvinnu Samgus, Félags garðyrkjumanna og endurmenntunnar Garðyrkjuskólans, taki einn dag og verði haldinn í tengslum við aðalfund Samgus. Tilnefndir verða tveir frá Samgus í vinnuhóp með fyrrgreindum til undirbúnings ráðstefnunni. Einnig greindi Friðrik frá tveimur málum sem hefa verið í vinnslu við Sambandið.

Stjórnarfundur 13. jan.´98 í Perlunni, Friðrik, Steinunn og Erla Bil gestur.

Rætt um nýlegan fund Samgus 5. jan. sl. Friðrik lagði fram drög að dagskrá aðalfundar ´98. Einnig eyðublöð fyrir könnun um fjölda og uppruna gróðursetninga á vegum sveitarfélaga og starfsmannafjölda, þetta er 3 árið sem slík könnun fer fram. Gefinn verði skilafrestur til 1. febr.nk. Oddgeir og Hrafnkell skipaðir í vinnuhóp um ráðstefnu “Trjágróður í þéttbýli” sem halda á 1. apríl nk. Félag garðyrkjumanna skipaði Kristinn Þorsteinsson og Heiðrúnu Guðmundsdóttur auk þess sem Magnús Hlynur Hreiðarsson fulltrúi Garðyrkjuskólans. Norrænt samstarf, Friðrik skýrði frá bréfi Peter Björno Jenssen formanni sambands garðyrkjustjóra í Danmörku (Stads- og kommunegartnerforeningen) þar kemur fram að samtökin í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eru að auka samskipti og vilja að Ísland komi þar inn í, hann óskaði eftir svari.

Lagt fram boð frá Félagi garðyrkjumanna þar sem stjórn Samgus er boðið 24. jan til fundar um skýrslu starfshóps um samþættingu rannsókna, leiðbeininga og fagmenntunar í landbúnaði frá des´97. Einnig drög að frumvarpi laga um búnaðarháskóla og stöðu garðyrkjunnar. Ýmis önnur samtök boðuð á fundinn.

Stjórnarfundur 26. jan.´98 Perlunni, Steinunn, Friðrik, Ásthildur gestur Oddgeir Þór.

Rætt um félagsmál, fækkun í félaginu er áhyggjuefni. Rætt um dagskrá aðalfundar og heimsóknir í fyrirtæki. Um áætlaða utanlandsferð á komandi vori og ákveðið að mæla með Danmerkurferð. Um könnun á gróðursetingum og starfsmannahaldi. Endurmenntunnarnámskeið við Garðyrkjuskólann vorið ´98, vonbrigði með undirbúning og skipulag þessara námskeiða. Um fyrirhugaða ráðstefnu “Trjágróður í þéttbýli”, ákveðið að bjóða Fíla fél. að vera með. En ganga ekki að skilyrðum Garðyrkjuskólans, heldur halda námskeiðið með Fíla, Félagi skrúðgarðyrkjumeistara og Félagi garðyrkjumanna. Kynntar athugasemdir við nýja byggingarreglugerð, sem senda á til Skipulagsstjóra ríkisins. Rætt um fund með Náttúruvernd ríkisins 23. jan.sl. Og fundur með Félagi garðyrkjumanna 24.jan.sl.

Stjórnarfundur 16.febr.´98 á veitingastaðnum Rive gauche Kópavogi, Steinunn og Friðrik. Dagskrá ´98 aðalfundar. Friðrik lagði fram kynningarbréf á Samgus sem send hafa verið Staðlaráði, Náttúruvernd ríkisins og Skipulagsstofnun. Rala sent félagatal. Greint frá viðræðum við Ralamenn Halldór Sverrisson og Sigurgeir Ólafsson um gróðursjúkdóma, sbr. útsent bréf þeirra um veirusýkingu í stjúpum. Um leiktækjastaðla og gildi þeirra sbr. Umbeðið bréf frá Staðlaráði 9.febr.sl. Könnun´97 ræddar heimtur, 15 félagar hafa skilað. Friðrik sagði að Oddgeir hafi fallist á að gerast sérlegur tengiliður Samgus við systrasamtök á norðurlöndunum, sem í undirbúningi er að stofna. Utanlandsferð, athuga með sýningar í seinnihluta ágúst – sept. og kanna tengsl við garðyrkjustjóra í Danmörku. Ráðstefna 1. apríl nk. um “Trjágróður í þéttbýli”, góður gangur er í undirbúningi, haldnir hafa verið þrír fundir, dagskrá væntanleg. Athugasemdir Samgus við nýja byggingarreglugerð, verið er að vinna að nýjum drögum og óskað verður eftir að Samgus fái þau send aftur til athugunar. Borgarskógræktarverkefnið Cost, Mógilsá “sem á að hafa umsjón með verkefninu á Ísland”innskot Biljar, hefur ekki staðið sig sem skyldi, en fyrsti fundur hópsins verður í Vín á mars nk. Málið kynnt á aðalfundi í vor. Bréf frá Sk.Ísl. varðandi þing Norræna skógræktarfélagsins NSU í Danmörku 16.-19. júní nk. vissulega spennandi, en stjórn telur ekki fært að senda fulltrúa, en mun þakka Sk.Ís. gott boð. Höfuðborgarsvæðið 2025 “Hvert stefnir” ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur 21.febr.nk. Við sameiningu sveitarfélaga hefur starfsvettvangur garðyrkjustjóra breyst víðsvegar um landið. Taka málið fyrir á aðalfundi.

Stjórnarfundur 5.mars´98 á Tæknideild Mosfellsbæjar, Steinunn, Friðrik og Oddgeir. Norðurlandamál rætt um samtök garðyrkjustjóra á hinum norðurlöndunum og skoðuð gögn sem Oddgeir hefur fengið send, ákveðið að Friðrik taki saman punta um Samgus sem Oddgeir komi svo til skila til SK. Oddgeir kynnti gögn frá Valby, þar sem viðhald og umhirða opinna svæða sveitarfálaga er krufin og skilgreind í mismunandi viðhaldstig. Oddgeir er að vinna að því að aðlaga þetta og hyggst nota kerfið í Mosfellsbæ. Hann ætlar að koma inná þau mál á ráðstefnunni “Trjágróður í þéttbýli” 1.apríl nk.

Stjórnarfundur 23. mars´98 á Tæknideild Kópavogs, Steinunn og Friðrik. Dagskrá aðalfundar rædd, félagsgjöld, nokkrir standa ekki í skilum. Ráðstefnan 1. apríl nk. rædd.

Stjórnarfundur 30. mars´98 á Tæknideild Kópavogs, Friðrik, Steinunn og Ásthildur. Farið yfir dagskrá aðalfundar ´98.

Fræðslu- og aðalfundur 1998 í Kópavogi.

1.apríl ráðstefna “Trjágróður í þéttbýli” í Borgartúni 6 haldinn í samvinnu Garðyrkjuskólans, Félags garðyrkjumanna, Félags skrúðgarðyrkjumeistara, Fíla og Samgus. Ráðstefnuna sóttu um 130 manns og var hún í alla staði vel heppnuð.

2.apríl. Fræðslufundur Samgus 20 félagar mættir, hófst á hádegi í Gerðasafni Listasafni Kópavogs, komið við í Kópavogskirkju. Fundurinn var í Hamraborg 10. Erindi um náttúruverndarmál á SV- landi Hilmar Malmquist Náttúrufræðistofu Kópavogs m.a. um eftirlitskerfi NR og dreifði nafnalista yfir eftirlitsráðgjafa NR um landið. Um gróðursjúkdóma og skaðvalda þeir Sigurgeir Ólafsson og Halldór Sverrisson frá Rala. Sigurgeir greindi frá könnun hans á útbreyðslu kartöfluhnúðorms í skólagörðum og garðlöndum á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið að Rala sendi félagsmönnum kynningarbréf um hnúðorms skaðvaldinn til kynningar til ræktenda garðlanda. Halldór fjallaði um ýmsa plöntusjúkdóma s.s. sveppasýkingu í stjúpum, ryðsvepp í gljávíði og mjöldögg í blátoppi. Félagsmenn hvattir til að senda sýni til Rala ef þessir eða aðrir torkennilegir sjúkdómar skjóta upp kollinum. Halldór dreifði gögnum um nýlega garðplöntusjúkdóma. Staðardagskrá 21, þau Jón Guðmundsson og María Hildur Maack kynntu hvort um sig Staðardagskrá 21 og hvað felst í því hugtaki. Fjallað var sérstaklega um þátt sveitarfélaga og garðyrkjustjóra. Útivistarsvæði í Kópavogi, Björn Jóhannsson landlagsark. kynnti verkefni verkefni sem hann hefur verið að vinna fyrir Kópavog þar sem sett er fram kynning og stefnumörkun varðandi útivistarsvæði bæjarins.

Heimsókir og skoðunarferð um Kópavog. Litið var inní fyrirtækin Gróðurvörur og Vetrarsól.

Að kvöldverði loknum hélt Friðrik slidemyndasýningu um útivistarsvæði Kópavogs og hin ýmsu verkefni garðyrkjustjóra.

2.apríl. Aðalfundur ´98 í Hamraborg 10. Jóhann Pálsson skýrði frá nýrri byggingarreglugerð, sem er í vinnslu og störfum vinnuhóps Samgus í málinu. Svo virðist sem ekkert sé tekið á þætti um trjávernd og þurfa því sveitarfélögin því að setja sér slíkar reglur. Ákveðið að hópurinn sendi ítrekun á að trjávernd fari inní byggingarreglugerðina. Rætt um kynningu á þessum málum í fjölmiðlum og umhverfisnefndum. Árni Steinar um COST borgarskógræktarverkefnið, sagði frá fyrsta fundi hópsins í mars sl. Einnig sátu fundinn Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og Þórarinn Benedikz. Næsti fundur verður í Leeds í ágúst nk. Árni greindi frá hugmynd að kynningarfundi um borgarskógræktarverkefnið á Akureyri í haust sem umhverfisdeild Akureyrar, Samgus og Fíla stæði að. Rætt var um ráðstefnu Trjágróður í þéttbýli, sagðist Árni Steinar telja að við værum 30-50 árum á eftir nágrönnum okkar. Friðrik kynnti könnun um gróðursetningar og starfsmannahald Samgusfélaga ´97 og gerði samanburð á könnunum ´95 og ´96, dreifði greinagerð og töflum um málið. Rætt um hlut Samgus í störfum fræðslu- og endurmenntunarnefnda á skrúðgarðyrkju og umhverfisbraut og málefni skólans almennt. Samþykkt að senda skólanefnd Garðyrkjuskólans ályktun þar sem lýst er áhyggjum félagsins á stöðu garðyrkjunnar. Friðrik kynnti systursamtök á norðurlöndunum, einkum það danska SK og uppbyggingu þeirra. Ræddar hugmyndir um samstarf við norræna Samgusara og Oddgeir valinn tengiliður við norðurlönd. Utanlandsferð, ákveðið að ferðanefnd í samvinnu við stjórn komi með tillögu að pakkaferð 1999. Friðrik kynnti samskipti við Samband ísl. sveitarfélaga. Kynnt var greinargerð frá umboðsmanni barna um að samræma reglur vinnuskóla.

Að loknum hádegisverði var fræðslufundi slitið og settur Aðalfundur Samgus 1998. Venjuleg aðalfundarstörf, við kosningu stjórnar var Friðrik endurkjörinn formaður, eftir stuttar og skeleggar umræður um hvort breyta skyldi hefðinni. Björn Bögeskov kom nýr inn, Steinunn fór út. Ásthildur situr áfram. Árgjald ákveðið kr.5000. Að næsti aðalfundur verði á Ísafirði 1999. Ýmislegt undir önnur mál.

Heimsókn í Landmótun hjá Einari Sæmundsen og félögum, síðan skoðunarferð um bæinn.

Að lokum var snæddur kvöldverður í boði bæjarstjórnar, þar sem Sigurður Geirdal bæjarstjóri og frú tóku á móti garðyrkjustjórum og mökum þeirra. Hann kvaddi með gjöf, “Blítt lét sú veröld, tvöföldum geisladiski lög Sigfúsar Halldórssonar 75 ára, en hann var heiðursborgari Kópavogs”innskot Biljar.

Stjórnarfundur 29.maí´98 á Rive Gauche Kópavogi, Friðrik og Björn. Farið yfir nýafstaðinn aðalfund drög að fundargerð og hvaða gögn félagsmönnum verði send með henni aflokinni. Rætt um breytingar félagsmanna að Bjarnheiður er hætt hjá Reykjanesbæ frá 1.apríl. Kynningarbréf stjórnar virðist hafa haft tilætluð áhrif, því Snæfellsbær auglýsir stöðuna og hefur Hafsteinn Hafliðason verið ráðinn frá 1.júní nk. Og umsóknarfrestur um garðyrkjustjórastöðu í Vestmannaeyjum rennur út nú um næstu mánaðarmót. Jóna Valdís Sævarsdóttir í Stykkishólmi kom inn í Samgus sem aukameðlimur á aðalfundi. Friðrik kynnti hugmyndir sínar um útvíkkun Samgus, sem þýða lagabreytingar sem færu fyrir aðalfund´99 ákveðið að kynna málið á haustfundi nk. á Egilsstöðum. Sigrún Theódórsdóttir ætlar að bjóða Samgus til haustfundar á Egilsstöðum 24.-25.sept. nk. dagskrá í undirbúningi af nógu er að taka. Rætt um fyrirhugaða ráðstefnu Borgarskógræktar á Akureyri sem Árni Steinar kynnti á aðalfundi. Einnig um bæjarmálasamþykkt Akureyrar um trjágróður. Friðrik sagði frá fundi með stjórnum fagfélaga í Græna geiranum og skólanefndar nýlega. Málefni skólastjóra eru á mjög viðkvæmu stigi, en ættu að skýrast á næstu 2-3 vikum. Fagfélögin eru sammála um að standa öll að baki skólanefndinni og halda ráðuneytinu við efnið svo málefni Garðyrkjuskólans fái farsæla lausn. Ályktun fundarins var send landbúnaðarráðherra. Rætt um málefni fagnefnda við Garðyrkjuskólann, verði breytingar á skólanum má búast við talsverðri vinnu í nefndunum. Hafa þarf samband við Samband ísl. sveitarfélaga vegna nýrra tilnefninga í nefndir umhverfisbrautar þar sem Bjarnheiður er hætt og Snorri hyggst taka sér ársleyfi. Bókanefnd í skrúðgarðabyggingarfræði hefur fundað tvisvar, þar sitja Friðrik og Hrafnkell í ritstjórn um samningu kennslubókar í skrúðgarðabyggingarfræði sbr. erindi á aðalfundi. Í nefndinni eru tveir fulltrúar Skrúðgarðyrkjumeistara og tveir frá Fíla. Ritstjóri bókarinnar er Jón H. Björnsson landark. Rætt um velheppnaða ráðstefnu Trjágróður í þéttbýli, um væntanlegt uppgjör, samningur var gerður um hagnað/tap að Garðyrkjuskólinn 40%, Fél. garðyrkjumanna 30% og Samgus, Fíla og Fél.skrúðg.meistara hvor 10%. Félögin eru búin að ákveða ef hagnaður verði, þá geymdur til næstu sameiginlegrar ráðstefnu. Farið yfir breytingartillögur og athugasemdir Samgus við byggingarreglugerðina, en hún á að taka gildi 1. júlí nk. Ákveðið að tala við Árna Steinar og Jóhann Pálsson um utanlandsferð svo þeir geti kynnt málið á haustfundi. Ræddur samanburður á 11 bókhaldsliðum.

Stjórnarfundur 3.sept.´98 á Tæknideild Kópavogs, Björn og Friðrik. Farið yfir dagskrá haustfundar´98. Í Reykjanesbæ hefur verið ráðinn sem verkstjóri Umhverfisdeildar Reykjanesbæjar, ekki er þar í deiglunni að ráða garðyrkjustjóra. Ákveðið að bjóða Halldóri á haustfund til kynningar á félaginu. Friðrik fór yfir helstu mál aðalfundar Sk.Ísl. sem hann sat.

Haustfundur Samgus 24.-25. sept´98 á Austur Héraði. Mættir 14 félagar, auk 3 gesta.

Kynning á nýjum félögum, fundinn situr fulltrúi í umhverfisnefnd nýs sameinaðs sveitarfélags Fjarðarbyggð, en það hyggst ráða til sín garðyrkjustjóra. Sigurborg Kr. Hannesdóttir hélt erindi um Staðardagskrá 21 = Sjálfbæra þróun, hún hefur séð um þetta umhverfisverkefni á vegum Egilsstaða. Friðrik sagði frá aðalfundi Sk.Ísl.´98 á Hvolsvelli, þar meðal annars var skostur skógfræðingur sem sagði frá stöðu mála vegna Staðardagskrá 21 í nágrannalöndunum. Og að farið verði af stað með verkefnið Suðurlandsskóga. Byggingarreglugerð tók gildi 1. júlí´98, ekki var nema að nokkru leyti tekið tillit til þeirra málaflokka er varðar garðyrkjuþáttinn. Engin verndun trjáa er inni í reglugerðinni. Kennslubók um skrúðgarðabyggingarfræði, vinna við gerð hennar kynnt, aðeins hefur verið um 300-400.000 kr. veittar í verkefnið og óvíst með fjármögnun framhaldsins. Staða mála á Garðyrkjuskólanum kynnt, nú er ljóst að Grétar Unnsteinsson skólastjóri hættir störfum um næstu áramót. Auglýsa á stöðu skólastjóra. Margt er í deiglunni þar s.s. Græn miðstöð og efla þarf skólann. Samgus var falið að vinna að málum skólans, á fundinum var stjórn Samgus falið að vinna áfram að því máli. Borgarskógræktarráðstefnu sem halda átti í haust var frestað, líklega fer hún fram ´99. Utanlandsferð Samgus. Samþykkt að stefna frekar á ferðir til nágrannalanda, svo fleiri gætu hugsanlega komið með. Árni og Jóhann hafa ýmis sambönd í Danmörku og Svíþjóð, stefna að vikuferð í febr.-mars´99, áætlaður kostnaður við slíka ferð um 150- 170.000 kr. með öllu.

Næsta dag var farið í skoðunarferðir, heimsókn í Gróðrastöðina Barra og plöntuframleiðslan skoðuð, Jón Arnarson sagði frá því sem væri á döfinni. Aðalskriftofa Skógræktar ríkisins, þar tók Þröstur Eysteinsson fagmálastjóri á móti hópnum og hélt fyrirlestur um skógrækt í þéttbýli, vöknuðu ýmsar spurningar hjá hópnum og voru mjög góðar umræður. Skoðaður var Lómatjarnargarður sem er nýlegur og að sögn Sigrúnar hefur tekið stakkaskiptum. Selskógur skoðaður, útivistarsvæði Egilsstaðabúa.

Um kvöldið var dagskrá frjáls.

Föstudaginn 25. sept, var fundað fram að hádegi, en eftir hádegi í heimsókn í Gróðrastöðina Sólskóga, innan við Egilsstaði, í eigu hjónana Katrínar Ásgrímsdóttur og Gísla Guðmundssonar. Stöðin skoðuð og þáðar veitingar. Því næst farið áleiðis í Hallormsstaðaskóg, þar kom Sigurður Blöndal fyrrv. skógræktarstjóri upp í rútuna og tók að sér leiðsögn um skóginn. Félagar undruðust minni Sigurðar um hinar ýmsu tegundir skógarins og uppruna. Að lokum var Sigurði þökkuð frábær leiðsögn um skóginn mikla. Dagurinn endaði með kvöldverði á Hótel Valaskjálf í boði bæjarstjórnar Austur-Héraðs.

Kynningarfundur 26.okt´99 í Garðyrkjuskólanum að Reykjum, Friðrik og Björn. Kynning á Samgus fyrir nema á skrúðgarðyrkju- og garðplöntubraut.

Stjórnarfundur 9.nóv.´98 á Tæknideild Kópavogs, Friðrik, Björn, Steinunn, Erla Bil og Snorri. Rætt um sameiginlegan fund endurmenntunarnefnda Garðyrkjuskólans sem haldinn var 29.okt.sl. “Friðrik og Bil fyrir skrúðgarðyrkju- og Snorri fyrir umhverfisbraut” innskot Biljar. Um hvaða hugmyndir að námskeiðum komu fram fyrir þessar brautir. Bjarnheiður er til í að vera áfram varamaður í nefnd umhverfisbrautar, þó hún sé ekki lengur í Samgus. Skólastjóramál Garðyrkjuskólans rædd. Friðrik greindi frá fundi sem hann sat 19.okt.sl. með ráðherra, embættismönnum landbúnaðarráðuneytisins og formönnum félagasamtaka græna geirans. Á fundinum var kynnt staða mála og að auglýst verði staða skólastjóra á næstunni. Ræddar voru hugmyndir að garðyrkjumiðstöð að Reykjum, uppbygging skólans og hugmyndir um samtök formanna græna geirans sem yrði mikilvægur bakhjarl skólans. Landgræðslulög, formanni hefur borist bréf frá nefnd um stefnumótun í landgræðslu, jarðvegs og gróðurvernd, en verið er að endurskoða lög um landgræðslu. Þar er óskað eftir að fulltrúi Samgus mæti á fund hjá nefndinni og kynni sjónarmið sveitarfélaga um málið. Ákveðið að Friðrik og Erla Bil sæki fundinn 18.nóv.nk. Erla Bil skýrði frá að í gangi væri endurskoðun á lögum um skógrækt, sem fyrirhugað er að afgreiða á þessu þingi. Ákveðið að ath. málið hjá Sk.Ís.

Sláttuvandamálafundur 10. nóv.´99 í Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði. Mættir fulltrúar frá 7 sveitarfélögum. Farið yfir stöðu mála í hverju sveitarfélagi fyrir sig og rædd útboðsmál, erfiðara hefur verið að manna garðyrkjudeildir vegna þenslu á vinnumarkaði.

Stjórnarfundur 16.des´98 á Tæknideild Kóp., Friðrik, Björn og Ásthildur. Ráðin hefur verið nýr skólastjóri við Garðyrkjuskólann Sveinn Aðalsteinsson, áður tilraunastjóri skólans. Einnig ræddar framtíðarhorfur skólans. Stefnumótun landgræðslu, jarðvegs og gróðurvernd. Rætt um fund sem Friðrik og Erla Bil áttu 18.nóv.sl. með nefnd sem er að endurskoða lög um landgræðslu. Aðalfundur´99 hugmyndir að dagskrá, fundardagar ákveðnir 29.-30. apríl á Ísafirði. Umhverfisdagur ´99 Friðrik greindi frá fundi á vegum Umhverfisráðuneytis sem hann sat sem fulltrúi Samgus, ásamt fulltrúum fjölmargra umhverfissamtaka og hagsmunahópa. Þar voru til umfjöllunar að efna til dags umhverfisins á næsta ári og síðan árlega. Garðyrkjusýning í Kína´99, Friðrik kynnti bréf frá Landbúnaðarráðuneyti um fyrirhugaða alþjóðlega garðyrkjusýningu í Yunnanhéraði í Kína frá maí til sept.´99, Samgus er komið í ólíklegustu mál. Trjágróður og trjávernd, farið yfir málið vegna fundar 17.des.nk.

Stjórnarfundur 17.des.´98 í Grasagarðinum Laugardal, stjórnin boðaði með litlum fyrirvara alla á fundinn, mættu 9 félagar. Aðalumræðuefnið var trjágróður á lóðum, einkum með tilliti til trjáverndar og fellinga, eftir að ákvæði um leyfi til trjáfellinga var fellt út úr byggingarreglugerð. Lagðar fram samþykktir Reykjavíkurborgar og reglur um trjáfellingar á Akureyri. Fundarmenn sammála að nauðsynlegt væri að fá leyfi til trjáfellinga, einnig að miða skuli við hæð og aldur trjáa, eins og gert var í gömlu byggingarreglugerðinni. Hins vegar voru menn ekki á eitt sáttir hver hæðin og aldurinn skyldi vera. Niðurstaðan var sú að félagsmenn reyndu að koma reglum um trjávernd inn sem bæjarsamþykkt, hver á sínum stað, skv. heimild í 37.gr. skipulags- og byggingarreglugerð. Samþ. Reykjavíkur gæti verið grunnurinn, en hæð og aldur eftir stöðum. Þó er mikilvægt að vera ekki með mismunandi reglur í sveitarfélögum sem liggja nálægt hvort öðru. Friðrik lagði til að Samgus stæði að gerð kynningarbæklings um trjágróður á lóðum, sérstaklega vegna nýrra reglna í því sambandi og sem innihéldi einnig almennar leiðbeiningar um trjárækt og gróður. Eftir nokkrar umræður var tillagan samþykkt, að Friðrik, Björn og Hrafnkell kæmu með uppkast að texta og framsetningu, auglýsingastofa yrði fengin til að vinna bæklinginn og félagsmenn myndu fyrirfram kaupa ákveðin hluta upplagsins og þannin greiða allan kostnað. Á fundinum kom utanlandsferð til tals sem oftar! Eftir umræður var Erlu Bil falið að taka málin í sínar hendur og það hefur hún sannarlega gert.

Vinnuhópur Samgus um trjámál 12.febr.´99 á Tæknideild Kópavogs, Friðrik, Björn og Hrafnkell. Farið yfir drög að texta vegna bæklingsins. Reynt að áætla fjölda eintaka af bæklingnum. Ákveðið að leita til Aðalsteins Svans Sigfússonar á Stíl um tillögur að útliti bæklingsins

Stjórnarfundur 8.mars´99 á Tæknideild Kóp., Friðrik og Björn. Umhverfisráðuneytið hafði boðað til samráðsfundar 15.mars.nk. með fulltrúum áhugasamtaka og annarra sem áhuga kunna að hafa á að taka þátt í eða skipuleggja viðburði á fyrsta Degi umhverfisins 25.apríl nk. Farið yfir fundardagbók tímabilið ´98-´99 milli aðalfunda. Farið yfir reglur um trjáfellingar og trjávernd, einnig yfir texta bæklingsins. Um fyrirhugaða ráðstefnu á Akureyri Útivistarskógar: ræktun og rekstur, haldinn á vegum Sk.Ísl. 19.mars.nk. Ræddar breytingar á garðyrkjustjórum um landið, nýráðnir á Dalvík og Vestmannaeyjar, og auglýstar stöður á Austur Héraði og Fjarðarbyggð. Rætt um fyrirhugað námskeið um leiktæki og leiksvæði, erindi: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, Friðrik, Hrafn Ingimundarson Barnasmiðju og Jóhann Helgi Hlöðversson Lappset.

Stjórnarfundur 23.mars’99á Tæknideild Kóp. Friðrik og Björn. Dagskrá aðalfundar´99 á Ísafirði rædd, dagskráin er spennandi, en fer eftir veðri. Núna liggur fyrir plan fyrir utanlandsferð til Danmerkur og Svíþjóðar daganna 23.-30. ágúst.nk. Einnig liggja fyrir kostnaðartölur varðandi ferðina, bréf verður sent út til félaga á næstunni. Gott væri að vita fjölda þátttenda á aðalfundinum. Erlu Bil er þakkað fyrir vaskleg vinnubrögð í þessu máli. Könnun á starfsmannahaldi og plöntun, fjögur sveitarfélög hafa enn ekki skilað gögnum, haft verður samband við þau.

Stjórnarfundur 16.apríl´99 á Tæknideild Kóp., Friðrik, Björn og Hrafnkell. Búið að senda út bréf til félagsmanna vegna aðalfundar´99 og utanlandsferðar. Friðrik skýrði frá boði Samtaka norræna garðyrkjustjóra á fund sem halda á í Finnlandi. Samgus hefur ekki fjármagn til að senda mann á slíkan fund. Friðrik sendir út gögn um Samgus. Farið yfir texta trjábæklings. Texti og útlit verður lagt fyrir aðalfund, einnig þarf að ræða fjármögnun á verkinu.

Stjórnarfundur 23.apríl´99 á Tæknideild Kóp., Friðrik, Björn og Ásthildur. Dagskrá aðalfundar og farið yfir tilkynnta þátttöku. Ákveðið að hækka félagsgjöld sveitarfélaga með yfir 4000 íbúa upp í 8000 kr. en óbreytt 5000 kr. hjá þeim smærri. En atkvæði haldast óbreytt, eitt fyrir hvert sveitarfélag. Þetta verði lagt fyrir aðalfund. Námskeið um götutré og stór tré, þóttist takast vel og menn almennt ánægðir með það.

Fræðslu- og aðalfundur 1999, 29.-30.apríl á Ísafirði. Mættir 12 félagar. Fræðslufundur settur á Hótel Ísafirði. Erindi um Skjólskógaverkefnið, Sæmundur Þorvaldsson framkvæmdastjóri verkefnisins. Rakti hann upphafið að því, Arnlín Óladóttir skógfræðingur kom einnig að þeirri vinnu. Þetta verkefni er kærkomið, því atvinnutækifærum hefur fækkað á Vestfjörðum undanfarin ár. Um Skrúð við Dýrafjörð hélt Sæmundur einnig erindi, garðurinn var formlega vígður 1909, en sr.Sigtryggur mun líklega hafa byrjað á garðinum fyrr. Gosbrunnurinn í garðinum er sá elsti sinnar tegundar á landinu. Garðurinn var uppgerður af Garðyrkjuskólanum 1996 “og fleirri velvildarmönnum”innskot Biljar. Nú er umsjón garðsins að hálfu af Ísafjarðarbæ og að hálfu af sérstakri framkvæmdanefnd Skrúðs, sem eru Garðyrkjufélag Ís., Garðyrkjuskólinn, Sk.Ís., Sk. Dýrfirðinga og Ísafjarðarbær. Að lokum má geta þess að Samgus ákvað að gerast hollustuvinur Skrúðs og styrkja garðinn kr 90.000 þ.e. 30.000 á ári næstu þrjú árin, er greiðist úr félagasjóði.

Síðan voru málefni Samgus rædd og málefni Garðyrkjuskólans. Nefndarfólk í nefndum skólans tjáði sig um störf í sínum nefndum. Umræða um verknám skólans. Félagsmenn voru hvattir til að koma með hugmyndir að námskeiðum endurmenntunar. Utanlandsferð Samgus, Erla Bil skýrði frá fyrirhugaðri ferð “sem verður tvískipt fyrstu tvo dagana á garðyrkjusýningu í Slagelse í Danmörku, síðan yfir til Svíþjóðar komið víða við t.d. heimsókn til umhverfisdeildar Malmö, Landbúnaðarháskólinn í Alnarp, Stenhoved þjóðgarð á austurströnd Skánar og ekki síst Sofiero við Helsingborg” innskot Biljar , hún sagði að Sveinn Aðalsteinsson skólastjóri hefði áhuga á að koma með. Lagt var til að fá hann sem fararstjóra og að þeir sem fara í ferðina greiði fargjaldið hans. Farið var yfir hverjir hyggðust fara í ferðina, fjórir ákveðnir og fjórir óákveðnir, aðrir ekki. Bæklingurinn “Trjágróður á lóðum” drög lögð fram af nefndarmönnum, kostnaðardæmið ætti að koma út á sléttu. Friðrik kynnti niðurstöðu könnunar á gróðursetningum og starfsmannahaldi, könnun ekki talin marktæk vegna þess að Reykjavík og Akureyri skiluðu ekki inn gögnum. Ákveðið að senda upplýsingarnar til allra sveitarfélagana, þó þau hafi ekki skilað inn gögnum. Friðrik dreifði upplýsingum um rekstrarliði 11 lykla vegna´97. Hrafnkell kynnti vinnu við gerð kennslubókar í skrúðgarðabyggingarfræði, komin væru fyrstu drög að fyrsta kafla frá Jóni H. Björnssyni.

Rútuferð til Bolungarvíkur seinnipart dags. Komið við í Ósvör þar sem Geir Guðmundsson “skrýddur sjóklæðum fyrri tíma”innskot Biljar, hann kynnti okkur sjómannasiði og skoðuð voru híbýlin verbúð. Því næst Náttúrustofa Vestfjarða í Bolungarvík, þar var margt að skoða hvítabjörn, blöðrusel og mikið safn fugla. Starfsmenn héldu stutt erindi um gróðurfar í friðlandinu á Hornströndum, stöðu þeirra rannsókna “sem Arnlín Óladóttir stýrir”innskot Biljar. Þar hittum við óvænt garðyrkjustjóra Bolungarvíkur Hlédísi Hálfdánardóttur sem fór með okkur í skoðunarferð um bæinn.

Kvöldið var frjálst, en Friðrik bauð uppá myndasýningu eftir kvöldmat.

Aðalfundur 30. apríl, Friðrik flutti skýrslu stjórnar, þar kom meðal annars fram að meira er leitað til Samgus með hin ýmsu málefni, kynnig á félaginu er alltaf að aukast út á við. Stjórnarkjör, tillaga stjórnar: Björn formaður, Ásthildur gjaldkeri og Hrafnkell komi nýr inn sem ritari, Friðrik gengur úr stjórn. Tillagan samþykkt, nokkrar umræður um reglur félagsins um stjórnarkjör, Friðriki þökkuð frábær störf í þágu félagsins. Tillaga stjórnar um tvískipt félagsgjald var felld, en samþykkar kr 8000 á öll sveitarfélögin. Björn bauð að halda aðalfund ´00 í Hafnarfirði, það samþ. Ákveðið að halda ekki haustfund vegna utanlandsferðarinnar í haust. Fyrirhuguð Borgarskógræktarráðstefna verður ekki haldin í haust heldur árið´00. Samþykkt að veita 90.000 kr styrk til Skrúðs. Erla Bil greindi frá endurskoðun laga um landgræðslu, fór í gegnum það helsta í skýrslunni er snerti Samgus, var henni falið að koma athugasemdum á framfæri ef þurfa þykir. Trjábæklingurinn nefndin kynnti málið og hugmyndir að myndum. Ákveðið að Hafsteinn Hafliðason komi inn í þessa vinnu. Gerð könnun meðal félagsmanna um kaup á bæklingnum, eftir það talin raunhæf útgáfa á 20.000 stk. Merki Samgus var tekið til umræðu, ákveðið að efni til samkeppni meðal félagsmanna um merki og lógó, tillögur yrðu lagðar fyrir næsta aðalfund. Einnig samþykkt að fá Einar Sæmundsen til að velja bestu tillöguna. Benedikt opnaði umræðu á að Samgus þyrfti að eiga heimasíðu, nokkrar umræður urðu um málið s.s. að Samgus yrði með fagfélögum í græna geiranum í samfloti í þessum málum. Benedikt bauðst til að vinna undirbúninginn í samstarfi stjórnar, það var samþ.

Eftir hádegi, skoðunarferð var leikskólinn Sólborg skoðaður í leiðsögn Ingigerðar Stefánsdóttur leikskólastjóra, pláss fyrir 132 börn, skólinn er ársgamall og er skemmtilega hannaður utan sem innan. Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt og landlagsark. Áslaug Traustadóttir. Því næst ekið til Súðavíkur og bærinn skoðaður, miklar byggingarframkvæmdir í nýja bæjarhlutanum sem Pétur Jónsson landark. hannaði. Ógnvekjandi að sjá einungis húsgafla uppistandandi eftir náttúruhamfarirnar. Næst heimsótt sorpeyðingarstöðin Funi og fræðst um starfsemina. Þá var haldið til Flateyrar og bærinn skoðaður með Guðmundi Björgvinssyni, skoðuð elsta bókabúð á landinu, þar var ýmislegt að sjá. Snjóflóðamannvirkin voru skoðuð og þvílík framkvæmd sem þetta er og fyrirliggjandi að græða upp þessa garða, sem verður erfitt vegna mikils bratta. Komið við í dýrindis harðfiskstöð og smakkað á. Komið að minnisvarðanum um þá sem létust í snjóflóðinu, hann stendur við kirkjuna. Loks fengið kaffi á pöbb staðarins. Þvínæst haldið til Ísafjarðar gegnum göngin miklu, sem er mikil samgöngubót. Þegar til Ísafjarðar var komið, bauð Ásthildur okkur heim í kúluhúsið þeirra Ella, þar fannst öllum gaman að koma við, skoðuðum gróðurskálann með læk og gosbrunni og sérkennilegt íbúðarhúsið. Því næst skoðunarferð um Ísafjarðabæ undir leiðsögn Úlfars Ágústssonar starfsmanns bæjarins og þekkir hann vel, að lokum komið við í Sjóminjasafni í Neðstakaupstað.

Kvöldverður snæddur í boði bæjarstjórnar Ísafjarðar, þar sem Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar tók á móti hópnum.

Stjórnarfundur 26.maí´99 á Tæknideild Kópavogs, Björn, Hrafnkell og Friðrik gestur. Utanlandsferð 6-8 félagar fara líklega, Erlu Bil falið að afla fleiri ferðafélaga. Fundarboð vegna gerðar skrúðgarðabyggingarfræði, bauðst Friðrik til að sækja fundinn. Trjábæklingurinn, farið yfir texta frá Hafsteini, Hrafnkell sjái um málið áfram.

Stjórnarfundur 12.júlí´99 í Perlunni, Björn, Hrafnkell, gestir Erla Bil og Friðrik. Til utanlandsferðar virðast ekki fleirri en 10 ætla að fara. Aðalfund Sk.Ís. var samþ. að Hrafnkell yrði fulltr. Samgus. Formannafundur Samgus á norðurlöndunum haldinn í Finnlandi, Friðrik sendi gögn og upplýsingar um starfsemi hér á landi. Texti trjábæklings samþ., ákveðið að senda hann ásamt hugmyndum að myndefni til hönnuðar.

Utanlandsferð Samgus 23.-30. ágúst 1999 til Danmerkur og Svíþjóðar, stutt ferðalýsing Biljar

Sýningin Have og Landskap í Slagelse var skoðuð tvo fyrstu dagana, sýningin var á skólalóð Tekniske skole, mikið var gengið þessa daga. Því næst var haldið til Malmö í Svíþjóð, heimsókn til umhverfisdeildar Malmö. Tók Gunnar Erikson og hans starfsfólk vel á móti okkur með dagsprógram sem var mjög lærdómsríkt. Farið var í skoðunarferðir innan og utan borgarinnar sem er mjög snyrtileg, einnig hlustað á fyrirlestra á umhverfisdeild. Elsti garður Malmö er frá 1870. Skólagarðar með lífræna ræktun athyglisverðir. Og Pildammsparken, frá 1914. Einnig manngert vatn í útivistarsvæði sem er dren af nýrri hraðbraut umhverfis Malmö tengd brúnni til Danmerkur. Bulltofta garðinn 72ha stærsti garðurinn er í útjaðri Malmö, þar var áður flugvöllur, hann er í uppbyggingu. Næsta dag slóst Sveinn Aðalsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskólans í hópinn og tók að sér leiðsögn það sem eftir var ferðar. Einum degið var varið í heimsókn á Landbúnaðarháskólann Alnarp, þar eru starfandi þrjár deildir skógræktar- garðyrkju- og dýralækningadeild. Þar tók á móti hópnum Kaj Rolf, kynnti starfsemi skólans og fór með okkur um þessa viðfeðmdu lóð, þar sem margar athyglisverðar tilraunir eru í gangi. Við að ganga um garðana í Alnarp, var manni hugsað til himnaríkis, skyldi vera svona fallegt þar.

Komið var við í grasagarðinum í Lundi. Næsta dag ekið til Helsingjaborgar , komið við í Fredriksdal “ett friluftsmuseum med herrgardsmiljö, stalskvarter, skånsk landsbyggd, botanisk trägärd, friluftsteater og servering” ekki er Árbæjarsafnið með þetta allt. Sofiero er meiriháttar, þó við hefðum ekki verið á blómgunartíma alparósanna, þá er garðurinn einstakur. Þjóðgarðinn Stenhuvud á austurströnd Skåne var næsta dagsferð, garðurinn var gerður að þjóðgarði árið 1986, er um 380 ha á höfða út í Eystrasaltið. Gengum við um velmerkta troðninga, sem voru ekki ofaníbornir, það væri eitthvað sagt hérlendis að þurfa vaða drullu og ganga á rótum. Þarna var góð upplýsingamiðstöð um náttúru garðsins. Komið við í bakaleið í Kronovallsslott og Tirup jurtagarði ,þar var rekið te og kaffi hús. Þetta var frábær ferð og Sveinn ekki síður sem keyrði alla dagana leigubílnum. Í ferðina fóru 6 Samgusarar, auk eins maka.

Stjórnarfundur 26.okt.´99 að Hótel Loftleiðum, Björn, Ásthildur og Hrafnkell. Undirbúningur að aðalfundi 2000 daganna 30.-31. mars.nk. Ásthildur ætlar að ganga úr stjórn, rætt um hver taki við.

Stjórnarfundur 8.febr.´00 að Café Mílanó, Björn og Hrafnkell, en Ásthildur fylgdist með símleiðis.

Böddi lagði fram drög að dagskrá aðalfundar, sem var samþykkt.

Sláttuvandamálafundur 10. nóv.´99 í Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði. Fulltrúar frá 7 sveitarfélögum mættu á dagsprógram um sláttumál og útboðsgerð, sem víða er í undirbúningi.

Stjórnarfundur 28.mars´00 í Vinnuskóla Hafnarfjarðar, Björn, Hrafnkell og Ásthildur. Undirbúningur aðalfundar. Trjábæklingurinn, ákveðið að gera fjölmiðlamál í tilefni útgáfu bæklingsins. Stjórnin hitti Ladda skemmtikraft í Hellisgerði til að koma að kynningu með sínum hætti.

Stjórnarfundur 30.mars´00 í Hafnarfirði, Björn, Ásthildur og Hrafnkell, Snorri gestur. Undirbúningur aðalfundar, ákveðið að leigja skjávarpa til að kynna heimasíðunna.

Fræðslu- og aðalfundur 30. mars 2000 í Hafnarfirði. Mættir 17, tveir boðuðu forföll.

Erindi, Þráinn Hauksson landark. um útivistarsvæðið á Víðistöðum Hafnarfirði er hann hannaði ásamt Reyni Vilhjálmssyni og Ragnhildi Skarphéðinsdóttur höfundar verðlaunatillögu að Víðistaðatúni. Fór hann yfir aðdragandann að verkinu og rakti framkvæmdir í máli og myndum. Erna Hreinsdóttir tæknifr. hjá gatnadeild Hafnarfjarðarbæjar, um hverfaskipulag og umferðarmálefni. Í máli Ernu kom fram að öllum bæjarfélögum er gert skylt að útbúa umferðaröryggisáætlun.

Ýmis mál Samgus: Borgarskógræktarverkefnið skýrði Árni Steinar frá. Fram kom að hann hefur áhuga á að sinna þessu nefndarstarfi áfram, þó svo hann hafi horfið tímabundið úr starfi umhverfisstjóra Akureyrar. Nokkur umræða varð um verkefnið, var óskað eftir að fylgjast betur með því starfi sem nefndin vinnur að, samþ. Að stjórnin fái upplýsingar frá Árna sem miðlað verði til félaga.

Málefni Garðyrkjuskólans, Björn las upp bréf sem ýmis fagfélög sendu til starfsmenntunarsjóðs Félagsmálaráðuneytisins um styrk til að efla skrúðgarðyrkjubrautina. Snorri skýrði frá breytingum á umhverfisbrautinni er hann situr í nefnd fyrir. Almenn sátt um breytingarnar á brautinni. Erla Bil og Friðrik eru fulltrúar í fræðslunefnd skrúðgarðyrkjubrautar, en vinnu við breytingar á brautinni er ekki lokið. Friðrik benti á að verið væri að endurskoða reglugerð Garðyrkjuskólans, þyrfti þá að gera breytingar að Samgus tilnefndi fulltrúa í nefndir skólans en ekki Sambandið. Nokkrar umræður um samskipti við Sambandið, samþ. að senda þeim fundargerð aðalfundar. Snorri skýrði frá ráðstefnu um “framtíð garðyrkjunnar” á Garðyrkjuskólanum, sagði hann almenna ánægju með ráðstefnuna. Friðrik og Hrafnkell skýrðu frá stöðu útgáfu kennslubókar í skrúðgarðabyggingarfræði, Jón H. Björnsson er búinn með fyrsta kaflann, en kennarar skólans Ólafur Melsted og Baldur Gunnlaugsson munu rita næsta kafla. Sláttumál, Björn skýrði frá fundi um sláttuvandamál er haldinn var í Hafnarfirði sl. haust og dreifði fundargerð. Tillaga kom fram um að aðalfundur skori á Rala að leggja áherslu á ræktun hægvaxta og þéttra grastegunda. Tryggvi Marínósson fjallaði um viðhald grænna svæða sveitarfélaga “græna hirðirinn”, skýrði frá hugmynd sem kviknað hafi í viðræðum nokkurra félaga og fengið vinnuheitið “græni hirðirinn” sem er nokkurskonar forskrift að öllum þáttum sem lúta að hirðingu grænna svæða, hönnun, útboð framkvæmda og umhirðu. Forskriftin myndi nýtast öllum sveitarfélögum. Græni hirðirinn miðar að því að færa umhirðu yfir á einkaaðila, en myndi hjálpa garðyrkjustjórum að halda utan um kostnað. Stungið uppá að sækja um styrk til Sambands ís. sveitarfélaga til að vinna verkefnið. Lögð fram ýmis gögn frá norrænum systrasamtökum.

Aðalfundur settur 31. mars 2000 í Hafnarfirði Í skýrslu stjórnar kom fram að nú eru 24 félagar í Samgus og hafa aldrei verið fleiri. Stjórnarkosning Ásthildur gefur ekki kost á stjórnarsetu og Björn ekki til formennsku, tillaga stjórnar samþykkt að Hrafnkell verði formaður og Björn og Helga Gunnlaugs. meðstjórnendur. Árgjald óbreytt kr.8000. Næsti aðalfundur verður á Akranesi. Benedikt skýrði vinnu við heimasíðu, samþ. að hann héldi áfram með þá vinnu. Hugmynd að nýju merki Samgus, fjórar tillögur bárust dómnefnd frá tveimur . Einar Sæmundsen lagði til að tillaga 2 verði sett í vinnslu, með það að leiðarljósi að einfalda merkið og stílfæra enn frekar. Miklar umræður urðu um málið, að lokum samþ. að fresta málinu til næsta haustfundar og opna fyrir nýjar tillögur. Friðrik lagði fram ályktun um nýjar grastegundir “Aðalf……..tilmælum til Rala og Landgræðslu ríkisins að kannað verði hvaða grastegundir og yrki séu heppilegar til ræktunar á “grænum svæðum” sveitarfélaga”. Ákveðið að Friðrik í samvinnu við stjórn vinni að greinargerð sem fylgja mun ályktunni. Kynningarbæklingurinn “Trjágróður á lóðum” kominn út, Björn dreifði pöntunum til fundarmanna og fór yfir gang mála. Útgáfuna á að kynna formlega síðar um daginn. Almenn ánægja var með bæklinginn. Friðrik lagði fram greinargerð um utanlandsferð Samgus 1999. Opnun fyrir nýja félaga í Samgus ver rædd, hvort stækka ætti félagið. Friðrik bar fram tillögu sem samþykkt var samhljóða “Aðalf….samþykkir að bjóða öðrum garðyrkjustjórum í opinbera geiranum tímabundna aðild að Samgus eins og heimilt er skv. lögum samtakanna”. Elín opnaði á umræðu um utanlandsferðir Samgus, benti á að hægt væri að samnýta ferðir Garðyrkjuskólans, vísað til stjórnar.

Stjórnarfundur 31.ágúst´00 í Hyrnunni Borgarnesi, Hrafnkell, Björn og Helga. Fjármál Samgus, neikvæð fjárhagsstaða félagsins þar sem ekki hafa verið sendir út innheimtureikningar vegna bæklingsins, útgáfukostnaður hefur verið greiddur. Ákveðið að fá Búnaðarbankann til innheimtu, einnig þarf að ganga frá virðisaukaskattsnúmari fyrir Samgus. Frá Friðriki hefur borist greinargerð með tillögu um rannsókn á grastegundum, sbr. aðalf. Hrafnkell sendi garðyrkjustjórum á stofnunum boð á haustfund og inngöngu í Samgus. Við skólastjóra Garðyrkjuskólans um samnýtingu utanlandsferða með nemendum sem farnar eru annað hvert ár. Engar nýjar tillögur hafa borist varðandi merki Samgus, frestað til haustfundar. Varðandi borgarskógræktarverkefnið var ákveðið að fara fram á það við Árna Steinar fulltrúa Samgus í nefndinni að hann gæfi árlega skýrslu um gang mála á haustfundi félagsins. Hrafnkell hafi samband við Samb.ís.sveitarfélaga um heimasíðu Samgus sem stjórnin telur að eigi að vera á heimasíðu Sambandsins, um fréttapistil í blaðið Sveitastjórnarmál. Borist hefur bréf um að verið sé að fara yfir reglur um setu í nefndum skólans, stjórnin telur nauðsynlegt að tilnefna fulltrúa í staðinn fyrir Bjarnheiði svo tryggt sé að fagaðili sitji sem fulltrúi Samb.ís.sveitarfélaga. Ákveðið að halda haustfund í tengslum við námskeið umhirðu á grænum svæðum. Pósthólf stofnað í aðalútibúi Íslandspósti og fá þá þjónustu að senda póstinn beint til formanns, póstmálin ættu þá að vera í lagi. Ákveðið að hafa samband við ritnefnd skrúðgarðabyggingarfræði að félagið fái eintök af efni sem komið er út og orðið áskrifendur að efninu. Heimasíða félagsins rædd, að mati stjórnar væri ekki hægt að einn einstaklingur stæði að framkvæmdinni. Stjórnin ætlar að skiptast á skoðunum í tölvupósti og símafundir verði fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.

Símastjórnarfundur 7 sept.´00 Hrafnkell og Helga. Félagið kannski ekki skattskylt, Hrafnkell athugi það. Pósthólfið er 8721-128 Reykjavík, póstur verði framvegis sendur á gjaldkera. Græni hirðirinn námskeiðið verður mánaðarmót sept-okt´00. Samskipti Sambandsins beðið eftir fundi. Systrafélög á norðurlöndum, stjórnin sammála að kappkosta að styrkja þessi tengsl.

Símastjórnarfundur 2.nóv.´00 Hrafnkell, Björn og Helga. Undirbúningur haustfundar, Hrafnkell fór yfir þau má er stjórnin vinnur að. Sett niður dagskrá sem verður í boði Ölfushrepps, kanna þarf þátttöku.

Stjórnarfundur 9.nóv´00 á Hótel Örk, Hrafnkell, Helga og Björn. Fari yfir dagskrá haustfundar.

Haustfundur Samgus 10.nóv´00 í Þorlákshöfn. Mættir 17, en 6 boðuðu forföll, gestir Kristinn Þorsteinsson garðyrkjustjóri OR og Jón Ingvar Jónasson garðyrkjustjóri Ríkisspítala.

Erla Bil opnaði umræðu á Græna hirðirinn og tóku flestir til máls.Tillaga frá námskeiði um Græna hirðinn 9.nóv.sl samþykkt, og að Friðrik sæti í ráði þessu fyrir Samgus. Hrafnkell skýrði frá að Elín Hornarfirði og Snorri væru hætt störfum, ekki hafa bæst nýir við. Árni Steinar fór yfir stöðu borgarskógræktarverkefnisins. Fimmti fundur var haldinn í Reykjavík og tókst í alla staði vel, var hann sá fjölmennasti, mættu 82 á hann. Áfangaskýrsla er útkomin, sem hann sendir formanni ásamt fleirri gögnum. Verið er að ljúka vinnu við skráningu og næst verða tekin fyrir markmið. Helga sagði frá aðalfundi Sk.Ís. sem hún sat fyrir Samgus 25.-26.ág.sl. Hrafnkell sagði frá ósk systarsamtaka á norðurlöndunum að halda tveggja daga sameiginlegan formannafund á Íslandi, seinnipartinn í maí ´01. Fundur þessi er haldinn á fjögurra ára fresti í löndunum til skiptis. Hann taldi að efla ætti samskiptin og jafnvel tengja utanlandsferðir Samgus við ráðstefnur norrænu samtakana. Ákveðið að halda formannafundinn, stjórnin vinni að málinu. Hrafnkell skýrði frá fundi í Umhverfisráðuneytinu um gerð staðla um rekstur, viðhald og gerð leiktækja á leikvöllum sem nefnd vinnur að. Hann lagði til að Kolbrún kæmi með á fyrsta formlega fund með nefndinni, það var samþ. Merkjavandamálið, Oddgeir leggjur fram nýjar tillögur á fundinum, urðu miklar umræður um málið. Friðrik lýsti því yfir að hann ætti allar fyrri tillögur og drægi þær til baka úr samkeppni. Samdóma álit fundar að láta hanna merki af óháðum aðila, stjórn vinni áfram að málinu. Friðriki var þakkað fyrir tillögurnar með örlítilli gjöf. Hrafnkell fór yfir stöðu heimasíðunnar, allar tillögur vel þegnar, það er álit stjórnar að fá einhvern til að vinna að málinu með Benedikt. Björn skýrði fjármál vegna bæklingsins “Trjágróður á lóðum” en innheimtu seinkaði vegna óvissu um hvort félagið væri virðisaukaskattskylt. En innheimta er komin nú í gang. En er til um 20.000 upplag af bæklingnum. Skýrði kostnað við heimasíðu, sem er 1500 kr á mán. Ekki tókst að ljúka dagskrá vegna tímaskorts.

Farið var í skoðunarferð um Ölfushrepp. Að loknum kvöldverði, bar Friðrik upp tillögu um að fyrrverandi Samgusarar sem hættu störfum mættu áfram sitja fundi félagsins. Álit þeirra sem voru viðstaddir að taka málið upp á næsta aðalfundi.

Símastjórnarfundur 31.jan.’01 Hrafnkell, Björn og Helga. Farið yfir málefni haustfundar sl.

Nefnd um málefni “græna hirðisins” er tekin til starfa, í henni eru Friðrik fyrir Samgus, Fríða Björk Eðvalds. Fyrir Fíla og Þorkell Gunnarsson fyrir Skrúðgarðyrkjumeistara. Heimsókn norrænu Samgus verður sennilega í lok maí nk. þeirra fundir eru um þrjá tíma og kemur þá í hlut Samgus eins og hálfs dags prógram. Gæti þetta orðið 8 manna hópur frá norðurlöndunum. Hrafnkell mun tala við Árna Steinar um fararstjórn, tillaga að skoðunarferð í undirbúningi. Nefnd á vegum umhverfisráðuneytis ætlar að lofa okkur að fylgjast með starfi sínu um gerð reglna og leiðbeininga sem viðkemur leikvöllum. Eins hafa þeir orðað að halda námskeið er lýtur að leikvallamálum. Ekki hefur orðið af fundi með Samb.ís.sveitarfélaga. Heimasíða Samgus, en Guðmundur Austur Héraðs hefur tekið að sér að vinna með Benedikt að þessum málum. Birni falið að kanna verðdæmi hjá teiknistofum varðandi hönnun merkis fyrir Samgus, tala við skólastjóra Listaháskólans um að fá nemendur grafískrar hönnunardeildar til að gera tillögur að merki. Næsti aðalfundur ræddur, þema hans verði “götugögn og skreytingar”. Tími aðalfundar stilltur að námskeiði Garðyrkjuskólans Að gera við skemmd vistkerfi, sem halda á í apríl. Félagsmál, Hafsteinn Hafliðason hefur serið ráðinn til Árborgar í stað Snorra og Höfn hefur auglýst stöðu Elínar. Björn gerði grein fyrir stöðu fjármála félagsins og innkomu vegna bæklingsins.

Símastjórnarfundur 15.febr.´01 Hrafnkell, Björn og Helga. Hrafnkell fór yfir dagskár aðalfundar, sem verður 29.og 30.mars nk. Athuga með nýja hálf félaga og lagabreytingar þar að lútandi fyrir aðalfund. Björn sagði frá viðræðum við Listaháskóla Íslands, Guðmund Odd Magnússon yfir grafiskri hönnundardeild varðandi hönnun merkis, tekið var vel í málið, en senda þarf formlegt bréf til skólans. Síðan um fulltrúi Samgus þurfa að koma fyrir nemendur og skilgreina félagið. Sú tillaga sem valin verður af skólanum mun kosta 15-20.000.- Steinunn hefur tekið að sér að tala við Árna Steinar um leiðsögn fyrir Samgus meðan norrænu Samgus dvelja hér á landi. Heimir Janusarss. form. Félags garðyrkjumanna um stofnun fagfélags, þar sem félög garðplöntuframleiðanda,skrúðgarðyrkjumeistara, Fíla verði í og bauð Samgus að eiga aðild að þessu félagi. Hrafnkell mun fylgjast með málinu.

Fræðslu- og aðalfundur 29.- 30. mars 2001 á Akranesi. Mættir 18, en 7 boðuðu forföll. Hrafnkell formaður fór yfir stöf félagsins á árinu, fyrir Elínu á Hornafirði er ráðinn Valur Sveinsson byggingarfræðingur. Hafsteinn farinn frá Snæfellsbæ og tekin við í Árborg. Kristinn H. Þorsteinsson Orkuveitu Reykjavíkur og Baldur Gunnlaugsson Garðyrkjuskóla ríkisins, hafa báðir þegið boð um að ganga í félagið.

Erindi: Helga Gunnarsdóttir, menningarfulltrúi “Notkun útilistaverka – samstarf menningarfulltrúa og umhverfisfulltúa Akranes. Stóðu ferðamálanefnd, menningarnefnd og umhverfisfulltrúi að sýningu útilistaverka í tengslum við Reykjavík menningarborg 2000, verkefnið nefndist Sjávarlist – veiðar – vinnsla – samfélag. Skýrði hún samstarf við Hrafnkel varðandi verkefnið, hefði hann valið staðsetningu þeirra í samstarfi við listamennina.

Einar Sæmundsen landark. erindi um Götugögn og búnaður á útivistarsvæðum, aðallega eru bekkir, ljós og rusladallar, búnaður hér á landi og síðari ár vatnspóstar. Sýndi hann slidesmyndir af ýmsum búnaði s.s. gosbrunna, vatnspósta o.fl. Friðrik sýndi næst litskyggnur af búnaði umhverfis landið, styttur prýða borg og bæi um landið.

Skoðurnarferð um Akranes, Lars Andersen var leiðsögumaður ásamt Hrafnkeli. Skoðuð útilistaverksýning sem var víða um bæinn. Heimsótt byggðasafnið að Görðum, Jón Allansson forstöðumaður tók á móti hópnum og leiðsögn um safnið. Garðalundur útivistarskógur Akurnesinga, gengið þar um stíga, rakin ræktunarsagan af Hrafnkel og Oddgeir, “en garðurinn var byggður í hans tíð”innskot Biljar. Að lokum heimsókn í Borgarprýði garðyrkjustöð Guðbjörns Odds Bjarnasonar, sýndi hann okkur meðal annars mold sem hann blandar og selur á markað.

Um kvöldið sýndi Friðrik slidesmyndir frá Lapplandsferð, sem auk hans Samgusurunum Birni, Erlu Bil og Þórólfi Jónssyni aðstoðarmanni Jóhanns Páls. var boðið í ásamt fleirum af Lappset í febrúar sl. Voru þetta myndir teknar í verksmiðjum Lappset og úr skoðunarferðum sem hópnum var boðið í.

Dagskrá næsta dags, Heimir Janusarson form. Fél. garðyrkjumanna kynnti hugmynd að stofna regnhlífarsamtök græna geirans. Hagsmunafélag þetta yrði til að taka á ýmsum sameiginlegum málum eins og stöðlum og málefnum Garðyrkjuskólans. Spunnust upp umræður meðal félaga um hvort skógræktin og landgræðslan ættu ekki að vera þarna með líka. Hugmynd um árlegt vikuþing um málefni græna geirans s.s. menntun, endurmenntun, fræðslumál o.fl. Niðurstaða að ræða þetta mál síðar. Friðrik sagði frá nefndarstörfum um mál “græna hirðisins” vinnan hefur aðallega falist í söfnun gagna, bæði hérlendis og erlendis. Endanlega yrði þetta byggt á staðlaðri hugmynd, sem þarf að skilgreina, búa til verklýsingu og samræma hlutina. Almennar umræður um málið, s.s. Garðyrkjuskólinn vinni þetta verkefni fyrir skrúðgarða- og garðplöntunema, þýða og staðhæfa grænu bókina Kvalitetsbeskrivelse for drift af grönne områder, kanna fjárhagslega hlið málsins, vinna efnisyfirlit um hvað ætti að vera í umhirðustöðlum, undirbúa málið og sækja um styrk til OR að ári. Friðrik kemur þessum hugmyndum á framfæri í nefndinni. Formaður kynnti dagskrá sem boðin verður norrænu Samgusurum þegar þeir koma hér til fundar daganna 5.-8. maí nk. Árni Steinar hefur tekið að sér að vera leiðsögumaður í skoðunarferðum á vegum Samgus. Og Hrafnkell og Oddgeir ætla að vera með gestunum þessa daga. Hrafnkell bað félaga að skrá sig til kvöldverðar þann 7.maí með gestunum.

Beðið hefur verið um af norrænu samtökunum um fyrirlesara á ráðstefnu sem halda á í Finnlandi í ágúst 2001, hefur stjórn talað við Jóhann Pálsson um að taka þetta að sér, sem hann var til í.

Björn sagði frá stöðu bæklingsins “Trjágróður á lóðum” rest af upplagi er um 6000 eintök af 60.000. Umræða um dreifingu eftirstöðva og að Samgus gæfi út fræðslubækling annað hvert ár. Sem gæti hentað stórum samtökum t.d. þeim er Heimir kynnti.

Aðalfundur 2001 settur, í máli formanns kom meðal annars fram að nefndir Garðyrkjuskólans hafa verið sameinaðar “skrúðgarðyrkju-og umhverfisdeilda” innskot Biljar og þar með hefur fulltrúum fækkað, jafnframt mun Samgus tilnefna fulltrúa í þessa nefnd framvegis. Frá borgarskógrækt, stutt er í að nefndin ljúki störfum. Um öryggi barna á leikvöllum, en það mál miðar hægt, en við fáum að fylgjast með. Form. lagði fram breytingartillögu sem á við 6.gr. laga félagsins er hún um að bæta tveim varamönnum í stjórn, samþykkt. Stjórnarkjör Björn gefur ekki kost á sér áfram, tillaga stjórnar samþykkt: Helga Gunnlaugs. form., Davíð Halldórsson ritari og Hrafnkell Proppé gjaldkeri, varamenn Erla Bil og Tryggvi. Endurskoðendur kjörnir Oddgeir og Hafsteinn. Árgjald verði óbreytt og hálft fyrir aukafélaga. Helga þakkaði fyrir traust í formannskjöri og bauð til næsta aðalfundar í Skagafirði.

Málefni Garðyrkjuskólans, Friðrik gerði grein fyrir þeim s.s. eftir sameiningu nefnda og brotthvarf tveggja fulltrúa þ.e. Bjarnheiðar og Snorra úr Samgus eru fulltrúar Samgus nú Friðrik og Erla Bil. Hann fór yfir hlutverk nefndarinnar og óskaði eftir tillögum um málið. Ýmsar hugmyndir komu fram, niðurstaðan að fá Svein Aðalsteinsson skólastjóra á haustfund til að tala um málefni skólans og gera ályktun þá. Heimasíða Samgus, Hrafnkell sagði nefndina ekki hafa fundað og lagði til að síðunni yrði lokað fram að formlegri opnun vegna 10 ára afmælisins á næsta ári, það var samþykkt. Hrafnkell sagði frá gangi mála varðandi merki félagsins, að grafísk hönnunardeild í Listaháskólanum hafi tekið að sér að hanna merkið, stjórn falið að vinna áfram að málinu.

Önnur mál, Oddgeir dreifði gögnum og skýrði um Hirðingu og viðhald gróðursvæða leikvalla og stofnanalóða í Mosfellsbæ, sem eru útboðsgögn og Sólargeislann rit um Staðardagskrá 21 í Mosfellsbæ. “Erla Bil kom með sýnishorn af nýjum útboðsgögnum um sláttuhirðu í Garðabæ”innskot Biljar. Erla Bil kom með tillögu til nefndar græna hirðirsins um að fá tæknifræðinga Ísgraf til spjalls og nýta kosti landupplýsingakerfisins. Hrafnkell sammála Bil og að þeir er fóru til Malmö hefðu séð hvað hægt væri að gera. Niðurstaða að fela stjórn að skoða þessi mál og á næsta fræðslu- og aðalfundi 2002 yrðu þessi mál til fræðslu. Kristján og Kristinn sögðu frá hugmynd um gróðurvef sem yrði öllum áhugamönnum opinn. Þar mundi koma listi yfir plöntur, hvar þær þrifust o.fl. Garðyrkjuskólinn, Garðyrkjufél.Ís. og Náttúrufræðistofnun hafa rætt þessi mál.

Í lok aðalfundar var minnt á að Samgus yrði 10 ára 2002, stjórn falið að vinna í málinu.

Síðan voru höfuðstöðvar Hrafnkels skoðaðar og setið og spjallað um innri mál og notið góðra veitinga. Kvöldverður var í boði Akraness á Hótel Barbró ásamt mökum.

Símastjórnarfundur 10. apríl´01 Helga, Hrafnkell og Davíð. Verkefnaskipting stjórnar, Hrafnkell geri fjárhagsáætlun fyrir næsta haustfund, vegna afmælisárs og heimsóknar norrænu Samgus. Davíð skrifi allar fundargerðir og umsjón með félagatali. Ákveðið að rita bréf til Heimis Janusarsonar vegna regnhlífarsamtaka, að félagið sé opið fyrir þeirri hugmynd og fá Steinunni Árnad. eða Björn Hilmars. til að vera tenglar. Á norræna formannsfundinum í Finnlandi, hefur Þórólfur Jónsson tekið að sér að halda erindi í stað Jóhanns Pálssonar. Trjábæklingurinn, athuga hjá sveitarfélögum hvort þau vilji fleiri bæklinga. Samguskönnun, tala við Friðrik um áframhald á könnunum meðal félagsmanna. Heimasíðan, ákveðið að bíða niðurstöðu nefndar skipuð á aðalfundi. Merkið, þann 25. apríl nk. eiga tillögur að vera tilbúnar hjá nemum Listaháskólans. Þá velja nemendur og kennari 3 tillögur. Ákveðið að stjórnin velji eina af þeim sem merki félagsins og fái Erla Bil með til aðstoðar. Verðlaun skiptast þannig, 1.sæti 15.000.-, 2.sæti 10.000.- og 3.sæti 5.000.-, heildarkostnaður gæti orðið kr.50.000.- Ákveðið að gera könnun meðal félagsmanna um hugmyndir vegna afmælisins. Stjórn íhugar hvað eigi að gera í haust og tengja tímann við námskeið Garðyrkjuskólans.

Símastjórnarfundur 23. maí´01 Helga og Hrafnkell. Steinunn hefur samþ. að vera tengiliður varðandi regnhlífarsamtök græna geirans. Væntanlegt bréf til félagsmanna varðandi ráðstefnu norrænu samtakanna í haust, “þar sem Þórólfur heldur erindi” innskot Biljar. Friðrik hefur samþ. að gera svipaða könnun meðal félagsmanna og´97, kynnir málið á haustfundi. Ekkert gerst í málefnum heimasíðu. Afmælið, aðeins ein tillaga barst frá félagsmönnum, málið tekið fyrir á haustfundi. Merkið, ákveðið að taka tilboði “Auglýsingarstofu Guðrúnar Önnu um að nemandinn hanni merkið frekar undir þeirra leiðsögn” innskot Biljar, Hrafnkell sjái um málið. Haustfundur, ákveðið að gefa félagsmönnum kost á að komast til Finnlands með því að fella haustfund inní ferðina, kanna málið í dreifibréfi.

Ryðvandamálafundur 28. ágúst´01 á Selfossi, mættir 7 félagar, tveir sérfræðingar þeir Guðmundur Halldórsson og Halldór Sverrisson auk eins nemanda Garðyrkjuskólans. Fundurinn boðaður vegna mikils þrístings íbúa til hvaða aðgerða sveitarfélögin ætli að grípa til aðalega á Selfossi og Hveragerði, vegna ryðsvepps í ösp. Bílar urðu rauðgulir og gangstéttar undir öspunum. Einnig hringt mikið í garðyrkjustjóra á höfuðborgarsvæðinu vegna ryðsvepps í gljávíði. Miklar umræður og að lokum samþykkt sameiginleg ályktun til fjölmiðla: Varðandi asparryð 1. Létta þrýsting. Með því einfaldlega að fjarlægja lerki og stórfelda grisjun á ösp. 2. Auka fjölbreytni trjáa í garðinum. Fjarlægja aspir. 3. Koma inn með þolnari aspir. Sterkar vísbendingar hafa komið úr rannsóknum. Ryðsvepp í gljávíði: 1. Ráðlegt að bíða og sjá til. Of seint er að úða nú. 1 Úðun orkar tvímælis. Úða þarf marg oft, allavega þrisvar á sumri. Úðun er neyðarlausn til bráðabirða.

Stjórnarfundur 19.sept´01 í Garðyrkjuskólanum , Helga, Hrafnkell og Davíð. Málefni haustfundar, dagskrá rædd og skipulögð.

Haustfundur 11. okt´01 í Félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur. Mættir 21, forföll boðuðu 3.

Helga ræddi béf sem borist höfðu félaginu. Friðrik dreifði upplýsingum um væntanlega könnun meðal félagsmanna, sem kynnt yrði á aðalfundi 2002, hann sagði að margt hefði breyst á starfsviði félagsmanna frá síðustu könnun, óskaði eftir tillögun að formi næstu könnunar. Davíð fór yfir breytingar á félagatali, Jóhann Pálsson hefur hætt störfum og Þórólfur Jónsson tekið við. Rakel Jónsdóttir hefur sagt sig úr félaginu. Þorgeir Adamsson garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma er kominn í félagið og mættur á fundinn. Valur Sveinsson er ráðinn á Höfn fyrir Elínu, hann var ekki mættur, og er ekki búin að taka afstöðu til inngöngu í félagið. Ólafur Ari Jónsson umhverfisstjóri Vogum á Vatnsleysuströnd er mættur á fundinn. Hrafnkell lýsti ferlinu um merkið og samskipti við Listaskólann. Hrafnkell dreifði rekstraráætlun fyrir næstu tvö árin og kynnti hana, einnig lagði hann spurningu fyrir fundinn hvort Samgus eigi að styrkja einhvern til að sækja fundi/ráðstefnur norrænu samtakanna og hvort það eigi að vera á hverju ári eða annað hvert. Heimsókn norrænu samtakanna, Hrafnkell dreifði gögnum um samstarfið, frá því hvernig heimsóknin hefði gengið sl. vor. Hann nefndi undrun norrænu félaganna á tíðum stjórnarskiptum í Samgus og telur að þurfi að endurskoða þau mál.

Þórólfur sagði frá og sýndi litskyggnur frá ráðstefnunni í Tampere í Finnlandi. Þema hennar var “þróun miðbæja”. Afmælið, Hrafnkell lagði fram tillögu: Í tilefni 10 ára afmælis Samgus leggur stjórn til eftirfarandi: Opnuð verði heimasíða Samgus, merki Samgus verður afhjúpað og fyrsta merkið nælt í Einar E. Sæmundsen heiðursfélaga, haldið verði málþing um stöðu umhverfismála hjá sveitarfélögum samanber lög Samgus 2.gr.c og d liði, stöðu umhverfismála sveitarfélaga verði gerð skil í fjölmiðlum. Kosin verður 4 manna afmælisnefnd til að vinna áfram að 10 ára afmælishátíð Samgus.

Umræður: Samþykkt tillaga að afmælisnefnd skipi Oddgeir, Steinunn, Erla Bil og Kolbrún, samþ. fram kom tillaga að Friðrik væri líka í nefndinni samþykkt samhljóða. Hádegishlé gert.

Erindi: Málefni garðyrkjumenntunnar, Sveinn Aðalsteinsson skólastjóri fór yfir starfsvið Garðyrkjuskólans og nefndir þar. Skýrði rannsóknasvið og að nýja tilraunahúsið yrði tekið í notkun á sumardaginn fyrsta 2002 og um Garðyrkjumiðstöð sem tók til starfa 1.okt.´00 og loks um kynningarhlutverk skólans.

Trjávernd í bæjum, Kolbrún Þóra Oddsdóttir hélt erindi um verndun trjáa og hvernig ætti að fara að því. Verkefnið er í gangi í Hveragerði, hún fékk með sér tvo heiðursborgara til að skoða og mæla trén. “Hún vinnur upplýsingarnar inná landupplýsingakerfi loftmyndir af bænum” innskot Biljar. Einnig sagði hún frá dönskum verndar aðferðum.

Skoðunarferð í boði OR leiðsögn Kristins……..

Kvöldverður í boði Orkuveitu Reykjavíkur “ásamt mökum og fleiri góðum gestum s.s. Jóhanni Pálssyni, Aðalsteini Sigurgeirssyni forstöðumanns Mógilsár, Brynjólfi Jónssyni framkvæmdastjóra Sk.Ís. ásamt mökum. Erla Bil sýndi brot af myndasafni sínu úr Alaskaferð sem farin var á vegum Sk.Ís. sept.´01.”innskot Biljar.

Símastjórnarfundur 23.okt.´01 Helga, Hrafnkell og Davíð. Helga sagði frá blaði norrænu samtakana sem við megum skrifa í, ákveðið að finna góðan penna til þess. Helga sagðist vera búin að senda OR þakkarbréf, fyrir móttöku og aðstöðu haustfundar ´01. Merkið, rætt um kostnað eftir að verðlaunaféð er greitt, ákveðið að fá Erlu Bil til að athuga hvað kosti að fá fjórða aðila í málið. Heimasíðan, samþ. að Hrafnkell hjálpi Benedikt og Guðmundi við síðuna. Málþing, rætt um tillögur að efni og markhóp. Bréf frá Erlu Bil frá almælisnefnd, ákveðið að Helga hafi samband við Bil.

Símastjórnarfundur 15.nóv.´01 Helga og Davíð. Umhirðu- og viðhaldsáætlanir, Helga og Friðrik eru búin ræða saman um greinagerðina. Hann ætlar að fylgjast með því hvernig hin félögin afgreiða málið.

Sædís Guðlaugsdóttir Borgarbyggð, hefur sagt sig úr félaginu. Afmælisnefnd, stjórnin samþykkir tillögur nefndarinnar um samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnu um “umhverfismál sveitarfélaga”. Merkið, komnar eru tvær tillögur sem hægt er að afgreiða á næstu dögum “frá Auglýsingastofu Guðrúnar Önnu”. “1. Fundargerð þann 23.okt.´01 afmælisnefndarfundar, 2. fundar þann 13. nóv.´01 og 3. fundar 27.nóv´01 og 4.fundar 6.des´01 frá Erlu Bil.”innskot Biljar

Símastjórnarfundur 11.des.´01 Helga, Hrafnkell og Davíð. Merkjamálið á dagskrá, ákveðið að kaupa hönnun á merkinu af Auglýsingastofu Guðrúnar Önnu.”Fundargerð 5. fundar afmælisnefndar 15.jan´02 frá Erlu Bil”innskot Biljar

Fundur um drög að Reglugerð um öryggi leikvallatækja og –svæða og eftirlit með þeim 13. des.´01 í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar. Mættir 7 félagar, auk yfirv. Hf. Farið yfir fyrrnefnd drög og gerðar athugasemdir sem Hrafnkell sjái um að koma á framfæri til nefndar innan Umhverfisráðuneytisins.

Símastjórnarfundur 23.janúar´02 Helga, Hrafnkell og Davíð. Umræður um ráðstefnu Samgus sem halda á í mars nk. Helga athugar léttar veitingar í ráðstefnulok. Ákveðið að rukka inn félagsgjöld 2002 sem fyrst. Frá Húnaþingi Vestra kominn nýr félagi Birgir Ólafsson umhverfisstjóri. Helga sendi jólakveðja til norrænu formanna systrasamtaka. Helga mun senda út dagskrá ráðstefnunnar til Samgusara. Ákveðið að láta gera einn félagsfána með nýja merkinu, Hrafnkell sér um það.

Skráning Erla Bil, yfirlestur Friðrik 2/2002

SAMGUS

Kennitala

521093-2509

Tengiliður

Berglind Ásgeirsdóttir
S: 840 1556

Við viljum heyra frá þér

5 + 7 =