Umhverfisstofnun sendi póst 11. febrúar 2019 á formann Samgus og óskaði eftir fulltrúa í samráðshóp vegna verkefnis aðgerðaráætlun um notkun varnarefna 2016-2031.   Sirrý Garðarsdóttir bauð sig fram og var samþykkt af félagsmönnum.  Kynningarfundur um verkefnið var haldinn hjá Umhverfisstofnun 10. apríl 2019.
Verkefnið gekk út á að fá upplýsingar um notkun eiturefna og hvað er gert í staðin ef þau eru ekki notuð.
23 félagar  Samgus  svöruðu og 10 sveitarfélög notuðu alls ekki eiturefni.  Þeir sem nota eiturefni gera það sjaldan og þá á lúpínu, bjarnarkló,húnakló og í brunna og holræsi. Það er ánægjulegt að sjá hvað hefur dregið úr notkun eiturefna.
Það sem er gert í staðin fyrir að eitra.
Trjákurl í beð,  beða hreinsun lágmark 2 á ári, gasbrennari notaður, gróft salt í möl og stéttar og lúpína slegin með rafmagnsorfum.  Notkun á runnum og fjölæringum sem loka vel beðum.

 Hér samantektin um hvernig megi draga úr notkun plöntuverndarvara á heimasíðu Umhverfsstofnunar ásamt frétt um hana.

https://ust.is/atvinnulif/efni/plontuverndarvorur/adgerdaraaetlun/

https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/02/26/Hvernig-ma-draga-ur-notkun-plontuverndarvara/