Dagur 1 – Egilsstaðir – Seyðisfjörður

Miðvikudagur 29. September 2021

Félagsmenn lentu á Egilsstaðaflugvelli kl 10:40 þar sem Freyr Ævarsson tók á móti hópnum. Farið var með rútu að Gamla Blómabæ þar sem Björn Ingimarsson Sveitarstjóri fór yfir sameiningu sveitarfélagana í Múlaþingi og fleira.

Að kynningu lokinni héldu félagsmenn í rútu og af stað til Seyðisfjarðar þar sem sól og blíða tók á móti hópnum. Byrjað var á hádegisverði í Öldunni þar sem hópurinn gisti einnig. Ekið var að Vestdalseyri og gengið upp að Arnarfossum. Þar var skoðaður útsýnispallur og mýrarbrýr og naut fólk sín vel í veðurblíðunni enda langt síðan Höfuðborgarbúar hafa séð til sólar.

Að því loknu var ekið að Þjónustustöð Seyðisfjarðar og Sigurður O. Sigurðsson starfsmaður þjónustumiðstöðvar Seyðisfjarðar sóttur, hann fór með hópinn að skriðusvæði þar sem stór skriða féll yfir hluta bæjarins fyrir jólin 2020.  Ásýnd svæðisins er virkilega vel heppnuð og eiga Seyðfirðingar hrós skilið fyrir flottan frágang á svæðinu. Virkilega gaman að skoða. Eftir skoðunarferð bauð Sigurður hópnum í Þjónustumiðstöðina og þar var boðið uppá kaffi, kleinur og kex og þáðu það allir með þökkum.

Hélt svo hópurinn aftur af stað og var leiðinni heitið að Tvísöng, gengið var af stað upp bratta fjallshlíðina og að Tvísöng sem er hvelfing úr járnbundinni steinsteypu. Hvelfingin samanstendur af mismunandi stærðum og hefur hver hvelfing eigin tíðni. Tvísöngur virkar sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina og er bæði sjónræn og hljóðræn útfærsla á henni.

Þegar þarna var komið var sólin horfin bak við fjöllinn og tími til að bóka hópinn á Hótel Ölduna þar sem borðað var góðan mat og spjallað fram eftir kvöldi.

 

Dagur 2 Seyðisfjörður – Borgarfjörður Eystri

Fimmtudagur 30. September 2021

Eftir góðan morgunverð og myndatöku við kirkjutröppurnar við Seyðisfjarðarkirkju var haldið af stað á Borgarjförð Eystri. Veðurblíðan hélt áfram en var þó nokkuð skýjað en stillt veður. Á Borgarfirði var byrjað á að fara á Hótel Framtíð þar sem tekið var á móti hópnum með staðgóðum hádegisverði. Þegar hádegisverði lauk og allir vel mettir var haldið af stað að Fjarðarborg þar sem Jón Þórðarson Hreppstjóri tók á móti hópnum.

Byrjað var á að skoða Bakkagerðiskirkju þar sem Jón sagði meðal annars frá álfkonunni Borghildi.

Þaðan var haldið að grenndarstöð bæjarins sem er innanhús og geta íbúar komið þangað með flokkaðan úrgang frá sínum heimilum. Í sama húsnæði hafa íbúar komið upp bókasafni en þar má finna hinar ýmsu bækur sem íbúar geta fengið lánaðar.

Eftir að grenndarstöðin og bókasafnið voru skoðuð gekk hópurinn að Kiðubjörgum en þar er löng klettaskora sem heitur Gusa. Þar gengur sjórinn inn með látum og heyrast miklar drunur.

Í lokinn var farið með hópinn að Hafnarhúsinu sem staðsett er við Hafnarhólmann og er einstaklega fallegt útsýni yfir smábátahöfina. Kaffihús er í húsinu, listasýningar eru haldnar og á efstu hæð hússins eru svalir sem má sjá langt yfir Borgarfjörðinn.

Var svo öllum gefin frjáls tími, hópurinn gisti á Hótel Álfheimum þar sem kvöldverður var borinn fram og skemmti fólk sér konunglega fram eftir kvöldi.

Dagur 3 – Borgarfjörður Eystri

Föstudagur 1. október 2021

Aðalfundur SAMGUS 2021 settur kl 10:00

Berglind Ásgeirsdóttir formaður setti fundinn og stakk uppá Frey Ævarssyni sem fundarstjóra. Fundarmenn samþykktu það.

Berglind Ásgeirsdóttir las skýrslu stjórnar 2019 – 2020.

Sirrý Garðarsdóttir las upp ársreikninga félagsins 2019 og 2020. Voru þeir samþykktir án athugasemda. Sirrý las einnig upp fjárhagsáætlun 2021.

Kosning formanns og stjórnar, auk tveggja endurskoðenda H. Birgir Haraldsson og Kári Aðalsteinsson endurskoðendur.

Guðný Arndís Olgeirsdóttir gengur úr stjórn í stað hennar kemur Anna Berg Samúelsdóttir.

Berglind Ásgeirsdóttir les upp nýja félagsmenn sem voru samþykktir og boðnir velkomnir í félagið. Erla Bil bendir á að gaman væri að taka fram hvaða sveitarfélög eru að koma ný inn og hver detta út í hvert skipti.

Tómas G. Gíslason segir frá Heimsmarkmiðahópnum, vinna er enn í gangi og sagði Tómas frá sameiginlegum verkefnum sveitarfélagana. Verkefnin eru loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið – SSH, Samstarsvettvangur sveitarfélaga um loftlagsmál og heimsmarkmiðin. – Samband íslenskra sveitarfélaga, Samrænd úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu og lykilleiðir hjólreiða.

Frétt um þetta verkefni er á www.samgus.is

Freyr Ævarsson bendir á heimasíðu FENÚR sem eru félagasamtök sem hafa það að mirkmiði að standa fyrir faglegri umræðu um sorphirðu, endurnýtingu og endurvinnslu. En FENÚR hefur staðfært og stýrt innleiðingu á samnorrænu merkingakerfi fyrir flokkun úrgangs.

Önnur mál

Stjórn auglýsti eftir ritnefnd til þess að rita annál félagssins frá árunum 2002 – 2022. Erla Bil bauð sig fram ásamt Birni Bögeskov Hilmarssyni. Einnig var stungið uppá Friðriki Baldurssyni og mun Berglind Ásgeirsdóttir tala við hann um málið.

Óskað var eftir styrk til heiðursfélaga og ákvað stjórn að málið þyrfti að taka upp á fundi félagsins. Heiðursfélagar SAMGUS eru fjórir Erla Bil, einn af stofnendum félagsins, Einar Sæmundsson fyrsti formaður félagssins, Steinunn Árnadóttir og Árni Steinar Jóhannsson.

Stjórn félagsins mun útfæra þessa tillögu og kynna á næsta aðalfundi sem verður haldin vor 2022 í Hafnarfirði.

Umræða kom um hverjir geta orðið heiðursfélagar SAMGUS, mun það vera ákvörðun stjórnar en félagar eða stjórnarmeðlimir geta sent inn tillögur.

Ákveðið hefur verið að næsti aðalfundur verði haldin vor 2022 í Hafnarfirði, dagskráin er tilbúin en þarf að dusta af henni rykið. Nánari dagsetningar verða sendar til félagsmanna síðar.

Haustfundur 2022 verður líklega haldin á Blönduósi en það verður staðfest fljótlega.

Tillaga Freys Ævarssonar um að hefð sé fyrir því að fundir séu þrír dagar var samþykkt.

Stjórn setti fram hugmynd um að setja upp kerfi um það að skipta stjórnarsetu á milli félagsmanna, illa hefur gengið að fá fólk til að bjóða sig fram í stjórnina. Stjórnin mun útfæra þessa hugmynd og kynna á aðalfundi félagsins á aðalfundi vor 2022. Einnig mun stjórnin útfæra hugmynd um hvernig skipta á niður hvaða sveitarfélög bjóða heim.

Spurning frá Jón Birgi um hvort að stefna félagsins sé að halda áfram að safna peningum, svarið er að stefnan sé alls ekki sú. Búið er að horfa til þess að fara bæði á garðyrkjusýningu GaLaBau í Þýskalandi 2022 og samnorræna ráðstefnu í Finnlandi 2023 en þá stendur til að styrkja félagsmenn í þessar ferðir.

Þórólfur Jónsson býr yfir upplýsingum um norrænu ráðstefnuna og mun kynna frekar á aðalfundi vor 2022.

Berglind Ásgeirsdóttir segir frá átökum við LBHÍ varðandi Garðyrkjuskólann fyrir hönd Samgus.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl 11:50.

Stjórn Samgus þakkar Frey Ævarssyni og Múlaþingi kærlega fyrir frábærar móttökur.

Mættir voru:

Stjórn Samgus

Berglind Ásgeirsdóttir hjá Reykjanesbæ, Sirrý Garðarsdóttr hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Heiða Ágústsdóttir hjá Mosfellsbæ, Guðný Arndís Olgeirsdóttir hjá Reykjavíkurborg og Ingibjörg Sigurðardóttir hjá Hafnarfirði

Anna Berg Samúelsdóttir

Fjarðarbyggð

Kosin í stjórn 2021

Auður Jónsdóttir

Reykjavíkurborg

Ágúst Þór Bragason

Blönduós

Bjarni Ásgeirsson

Mosfellsbær

Bjarni Þór Karlsson

Reykjanesbær

Björn Bögeskov Hilmarsson

Hafnarfjörður

Davíð Halldórsson

Ölfus

Erla Bil Bjarnardóttir

Heiðursfélagi

Freyr Ævarsson

Múlaþing

Guðjón Steinar Sverrisson

Hafnarfjörður

Guðlaug F. Þorsteinsdóttir

Árborg

Höskuldur Þorbjarnarson

Hveragerði

Jón Birgir Gunnlaugsson

Akureryi

Jón Ingvar Jónasson

Kópavogur

Karen Hauksdóttir

Reykjavíkurborg

Kristín Snorradóttir

Hveragerði

Óskar Þór Ársælsson

Hafnarfjörður

Rut Jónsdóttir

Akureryi

Smári Jónas Lúðvíksson

Húsavík

Stefán Gunnarsson

Kópavogur

Tómas G. Gíslason

Mosfellsbær