Félagsmenn hittust við tónlistarskólann kl. 12.30 og fóru í rútu heim til Jóns Guðmundssonar garðyrkjufræðings. Skoðað var Krókalón og svo garð hjá Jóni, en Jón er þekktur fyrir ávaxtaræktun sína. Gaman að sjá hvernig Jón kemur mörgum ávaxtatrjám fyrir á litlu svæði.

1

Næst var gengin kílómeters löng leið eftir fallegri strandlengju Langasands og að Sólmundarhöfða. Á leiðinni var stoppað hjá íþróttastúku þar sem Sindri sagði frá væntanlegum framkvæmdum á svæðinu. Það var gaman að ganga þessa leið því veðrið var sólríkt og útsýnið mikið og fagurt.

4

Þaðan lá leiðin í Garðalund þar sem við fengum okkur nesti í boði heimamanna og skoðuðum svæðið. Sindri sagði okkur listilega frá sögu Garðalundar, sem er vinsælt útivistarsvæði en þar er að finna hátt í 60 ára gömul tré.

Í Garðalundi eru bekkir, grill, leiktæki frisbí völlur og fallegar tjarnir.

5

Næst var farið í Kalmansvíkina en þar er tjaldsvæði Akraness. Sindri fór yfir framtíðarsýn og skipulag svæðisins. Við gengum út á Elínarhöfða þar sem listaverkið Elínarsæti eftir Guttorm Jónsson var skoðað.

2

Á leiðinn út á Breið sem er syðsti hluti Akraness var stoppað á Akratorgi, en þar er að finna listaverkið Sjómaðurinn eftir Martein Guðmundsson.

Þegar við komum á svæðið þar sem vitarnir eru tók Hilmar Sigvaldason á móti okkur og fræddi okkur um vitana. Síðan var gengið í átt að vitanum og þar tók Hilmar þessa flottu hópmynd

3

Inni í Akranes vitanum er mikill hljómburður og útsýnið er dásamlegt þegar búið er að klöngrast upp alla stigana.

6

Dagurinn endaði svo í Gamla Kaupfélaginu þar sem við snæddum góðan kvöldverð í boði Akraneskaupstaðar.

Skipuleggjendum og gestgjöfum fundarins eru færðar bestu þakkir fyrir móttöku og leiðsögn.

7

Aðalfundur SAMGUS kl. 10, 17.apríl

Freyr stakk upp á Tómasi Guðbergi Gíslasyni sem fundarstjóra og það var samþykkt.

Freyr Ævarsson formaður las upp skýrslu stjórnar 2017.

Tillaga kom frá Friðrik Baldurssyni að taka út fagnefndir LBHÍ þar sem þær eru óvirkar og hafa ekki hist síðustu ár.

Berglind sagði frá því að vinnuskólahópur hittist sjaldan og liggur sá hópur nánast í dvala, óformlegur kaffihúsafundur á síðasta ári.

Freyr hvetur félagsmenn til að senda á sig greinar sem hann setur inn á heimasíðu SAMGUS.

Freyr hvetur einnig þá félagsmenn sem eiga eldri gögn um SAMGUS að senda á Þjóðskjalaskrá Íslands, líkt og Erla Bil hefur gert.

Berglind Ásgeirsdóttir fór yfir ársreikning 2017. Ársreikningur samþykktur samhljóða.

Kosning stjórnar, Freyr óskar eftir að hætta sem formaður og Berglind býður sig fram. Félagsmenn samþykktu Berglindi sem nýjan formann SAMGUS.
Stjórnin kosin áfram. Björn Bögeskov hættir sem skoðunarmaður reikninga. Heiða frá Mosfellsbæ og Haraldur Birgir Haraldsson verða skoðunarmenn reikninga 2018. Samþykkt af öllum.

Berglind fór yfir fjárhagsáætlun 2018. Félagsmönnum hefur fjölgað og tekjur hafa því aukist.

Hádegisfundur verður eftir norrænu ráðstefnuna á föstudeginum 17. ágúst en það verður haustfundur SAMGUS 2018.

Ábending vegna kostnaður við að senda formann á skógræktarþing verði dýrari en 25.000 því þingið verður á Hellu og því hótelkostnaður og meiri akstur sem þarf að gera ráð fyrir. Uppfærð fjárhagsáætlun 2018 verður send út til félagsmanna.

Stjórnin stingur upp á óbreyttu árgjaldi og það var samþykkt.

Önnur mál.

Sigríður taldi upp þá sem hafa sótt um aðild og þeir voru samþykktir. Helga Björk Einarsdóttir hjá Fjarðarbyggð, Hjalti Steinar Guðmundsson hjá Reykjanesbæ, Rut Jónsdóttir á Akureyri og Höskuldur Þorbjarnarson hjá Hvergerðisbæ sem kom í staðin fyrir Ara Eggertsson sem gekk úr félaginu . -Meðlimir SAMGUS eru nú 63. Friðrik Baldursson spurði hvort nýtt félagatal yrði sent út og stjórnin sagði að svo yrði.

Staðardagskrá 21

Tómas sagði frá Staðardagsskrá 21. Fundargerð er alltaf gerð og send út til þeirra sem geta ekki mætt. Sorpmálin í Reykjavík rædd. Sveitafélögin og Sorpa hittust og ræddu flokkun og söfnun sorps. Auka samstarf um vistvænar samgöngur og merkingar á stígum. Hægt að senda Tómasi póst til að fá fundarboð og dagskrá senda. Anna Berg stakk upp á að hafa fjarfundi og nota Hangouts því það er líka vistvænt. Staðardagsskráin er vettvangur til að skiptast á skoðunum. Böddi spurði hver heldur utan um fundargerðir og Tómas sagði að fundarmenn skiptist á að skrá fundargerðir.

Norræna ráðstefnan

Friðrik Baldursson sagði frá norrænu ráðstefnunni sem verður haldin í Hörpunni 15. til 17. ágúst. . Yfirskrift ráðstefnu er Parks and nature 2018. Afmælisár hjá FILA og nokkrir fyrirlesarar koma þaðan og einnig má búast við að félagsmenn þaðan sæki ráðstefnuna. Búið er að birta dagsskrár drög á heimasíðunni www.parksandnature2018.is.

Félagsmenn eiga að skrá sig hjá Sigríði Garðarsdóttir á netfangið Sigridur.Gardarsdottir@veitur.is

Félagsmenn fá öll laus sæti í fræðsluferðum og sinna þar hlutverki gestgjafa og aðstoða nefndina við ferðirnar. Haft verður samband við félagsmenn þegar ljóst er hversu margir komast að.
Það þarf að skrá sig sérstaklega í hátíðar kvöldverðinn í Viðey, sem kostar 16.900- Hvetjum alla til að mæta í hann.
Það er til plan b og c ef lítil þátttaka verður til að minnka umfang ráðstefnunnar ef hún verður illa sótt. Félagið hefur bolmagn til að taka við halla en við búumst við góðri mætingu þar sem oft hefur verið óskað eftir að SAMGUS haldi þessa ráðstefnu. Það er búið að taka frá hótelgistingu fyrir ráðstefnugesti en salurinn Kaldalón tekur 198 í sæti.

Berglind stakk upp á að félagsmenn kanni niðurgreiðslu stéttarfélaga.

–Tómas fundarstjóri sleit fundinum kl. 13.10