Seltjarnarnes. Fimmtudagur 28. mars 2019
Félagsmenn mættu upp úr 9.30 í Lyfjafræðisafnið við Safnatröð 3 og þar tók Steinunn Árnadóttir á móti gestum og bauð upp á kaffi og meðlæti. Klukkan 10 var farið í fræðsluferð um lyfjafræðisafnið og var það Kristín Einarsdóttir sem fræddi okkur um safnið, muni þess og húsið sjálft sem var fjós sem tilheyrði Nesstofu. Eftir það hættu félagsmenn sér út í snjókomu og rok í skoðunarferð á svæðinu. Fyrsta viðkoma var í Nesstofu þar sem María Björk Óskarsdóttir tók á móti okkur. Nesstofa er eitt af elstu steinhúsum á Íslandi en þar bjó Bjarni Pálsson fyrsti læknir landsins. Gengið var um Urtagarðurinn sem var opnaður 2010 og lóð við nýtt hjúkrunarheimili Seltjörn.
Fundagestir komu svo veðurbarðir inn og gæddu sér á súpu og brauði.
Klukkan 13 kom rúta og var þá farið í skoðunarferð um Seltjarnarnesið í umsjón Steinunnar garðyrkjustjóra. Það sem fyrir augu bar var meðal annars hjallur, setlaug, hleðslur og garðar .Stoppað var við leikskólann Sólbrekku og völundarhús skoðað. Einnig var stoppað við útsýnisstað og frisbígolfvöll.
Kl. 15 var heimsókn í gróðrastöðina Mörk í boði Guðmundar og Sigríðar. Þar var okkur boðið inn í gróðurhús til að sjá hvernig ræktun sumarblóma gengi. Guðmundur sagði frá ræktuninni og fór yfir lista hvað er söluhæst af sumarblómum, fjölæringum og runnum. Eftir það var okkur boðið í frábærar veitingar og spjall á kaffistofunni.
Eftir það lá leiðin aftur á Seltjarnarnesið og farið í vitann á Gróttu. Svo var farið á trúnó og félagsmenn gæddu sér á frábærum veitingum, ostum, snakki og hinum ýmsu drykkjum.
Dagurinn endaði svo á frábærum kvöldverði í boði Seltjarnarnes í sal Lyfjafræðisafnsins.
Aðalfundur Samgus -föstudagur 29. mars 2019. 09:30 Mæting í Lyfjafræðisafnið – Kaffi og með því.
Sigríður Embla Heiðmarsdóttir starfsmaður hjá Mörk var með fyrirlestur um fjölærar plöntur sem hún hvatti til notkunar á í stað sumarblóma. Þar sem tré og runnar eru þá fer best með jarðveginn að vera með fjölæringa í stað sumarblóma. Með notkun sumarblóma felst rask á jarðveginum sem ekki er gott ef það eru plöntur í beðinu sem planta á í. Fjölæringar loka vel jarðvegi ef þeim er plantað hæfilega þétt. Sigríður sagði frá beðum á Seltjarnarnesi sem plantað hafði verið í í fyrra og gaman verður að fylgjast með.Einnig fjallaði hún um hinar ýmsu tegundir fjölæringa.
Einar Sæmundsson kynnti bókina sína Að búa til ofurlítinn skemmtigarð og seldi á staðnum.
10:30 Aðalfundur SAMGUS 2019 –
Berglind Ásgeirsdóttir formaður setti fundinn og stakk upp á Önnu Berg Samúelsdóttur sem fundarstjóra. Fundarmenn samþykktu það.
Berglind Ásgeirsdóttir las skýrslu stjórnar 2018.
Sigríður Garðarsdóttir las upp reikninga félagsins og sagði frá að Friðrik Baldursson sótti ársfund skógræktarfélagsins fyrir hönd Samgus.
Kosning formanns og stjórnar, auk tveggja endurskoðenda, H. Birgir Haraldsson og Kári Aðalsteinsson endurskoðendur.
Valur Þór Hilmarsson, Freyr Ævarsson og Bjarni Ásgeirsson ganga úr stjórn og í staðin koma Guðný Olgeirsdóttir, Heiða Ágústsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Sigríður Garðarsdóttir sagði frá að stefnt væri á utanlandsferð 2020 og skipa þyrfti ferðanefnd til að ákveða og skipuleggja stað og stund. Friðrik Baldursson og Guðlaug F. Þorsteinsdóttir buðu sig fram og verður Sigríður Garðarsdóttir tengiliður við stjórnina.
Stjórnin lagði til að árgjald verði hækkað úr 15.000- í 20.000. Fundarmönnum fannst þetta of mikil hækkun og spurðu um ástæðuna. Formaður sagði að samnorræn ráðstefna yrði í Helsinki 2022, þá væri gott að geta styrkt félagsmenn til að fara. Ákveðið var að hækka félagsgjaldið í 17.000- Ágúst stakk upp að senda út rafræna reikninga en ekki gegnum bankann til að minnka kostnað. Berglind mun heyra í Ágústi og skoða þetta.
Sigríður fór yfir fjárhags- og starfsáætlun 2019 og var hún samþykkt eftir að búið var að endurskoða hækkun félagsgjalda.
Sigríður fjallaði um breytingar á félagatalinu og að nýtt yrði sent út fljótlega eftir aðalfundinn. Nýir félagsmenn eru, Aðalheiður Sigurðardóttir hjá sveitafélaginu Skagafjörður, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir hjá Mosfellsbæ, Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir hjá Garðabæ, Matthildur Ásta Hauksdóttir hjá þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar, Snorri Sigurðsson hjá Reykjavíkurborg og Bogi Kristinsson Magnussen hjá Hvalfjarðarsveit sem kemur í stað Lulu Munk. Hjalti Steinar Guðmundsson hjá Reykjanesbæ hættir.
Friðrik Baldursson sagði frá ráðstefnunni Parks and Nature 2018 ráðstefnunni sem Samgus hélt í Hörpu í ágúst. Fyrirlesturinn bar nafnið Uppgjör í máli og myndum. Friðrik sagði frá því að ráðstefnan hafi heppnast vel og ráðstefnu gestir hafi verið ánægðir með innihald fyrirlestra og dagskránna almennt.
Þórólfur Jónsson sagði frá Nordic green space award sem gengur út á að taka út garða, staðlar, gátlistar og stig gefin. Finnar eru ekki á meðal þátttakenda en Svíar, Danir og Norðmenn taka þátt. Green flag í Bretlandi fyrirmynd Nordic green space award, einfaldari útgáfa.
Þórólfur Jónsson sagði frá norræna samstarfinu og hvað það væri mikilvægt að halda samstarfi áfram. Það var ítrekað hvað það væri mikilvægt að styrkja Samgus meðlimi til að sækja ráðstefnuna í Finnlandi 2022. Þórólfur minntist líka á World Urban Parks, en Þórólfur er einstaklings meðlimur í þeim samtökum sem halda fínar ráðstefnur.
Berglind formaður kallaði eftir fólki í samstarfsnefnd til að útbúa íslenska staðla fyrir almenningsgarða með Þórólfi, til að kanna hvort þetta myndi henta okkar görðum. Sindri Birgisson og Smári Guðmundsson buðu sig fram.
Fundarstjóri stakk upp á að meðlimir myndu kynna sig, nafn og sveitarfélag og það var gert.
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri í Mosfellsbæ sagði frá heimsmarkmiðahóp og hvað væri að frétta af honum. Kópavogur tekur þátt og gengur vel. Staðadagskrá 21 hættir þá á að koma ný umhverfisstefna. Stefnumótun um sjálfbært samfélag. Einfalda stefnu. Unnið í samráði við íbúa. Opinn fundur, 40 mættu, heimsmarkmiðin grunnur. Tómas hvetur meðlimi til að skoða stefnuna og ætlar að senda hlekk á meðlimi.
Anna Berg spurði hvernig vinna með ráðgjafanum virkaði og Steinunn Árnadóttir spurði hver eru við en Tómas var að tala um Mosfellsbæ.
Vinnuskólarnir – hvað er að frétta? Berglind sagði frá fundi sem var haldinn 26. mars. Öryggisáhættumat, láta vita ef fólk er ekki á póstlista. Vinnueftirlitið tilbúnir að vera kynningu.
SATS – hvað er að frétta? Sigurður Hafliðason er tengiliður. Gekk vel í byrjun en svo virðist gleymst hafi að senda pósta á Sigurð. Sigurður stingur upp á að Sats sendi póst á formann. Björn Bögeskov hjá Hafnarfjarðarbæ var tengiliður áður en Sigurður tók við og sat alla fundi. Björn segir að það sé mikilvægt að mæta á fundi hjá þeim. Næsti fundur verður 9. og 10. maí. Talað um að Samgus sé ekki í tengslum, þurfi að minna á sig. Erla Bil heiðursfélagi minnti á að hún hélt uppi viðburðar dagatali. Erla bað félagsmenn að senda á Berglindi ef þeir hefðu upplýsingar um ráðstefnur og fræðslu. Góð umræða var í hópnum um málið.
Berglind sagði frá að haustfundur 2019 yrði á Ísafirði og aðalfundur 2020 í Hafnarfirði. Dagsetningar væru ekki ákveðnar.
Síðustu stjórnarstörf hjá Frey og Val var að afhenda Friðriki Baldurssyni, Þórólfi Jónssyni, Berglindi Ásgeirsdóttur og Sigríði Garðarsdóttur gjafir fyrir að skipuleggja og sjá um ráðstefnuna Parks and Nature 2018. Fengu þau afhent 5000- kr. gjafakort í Mörk og bókina Krossgötur Álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi eftir þær Bryndísi Björgvinsdóttur og Svölu Ragnarsdóttur.
Önnur mál.
Erla Bil bað um að sagt væri minningarlundinum á Dalvík á heimasíðu Samgus.
Talað var almennt um garðyrkjustjóra á landinu og Sindri Birgisson spurði hvort væri starfandi garðyrkjustjóri á suðurlandi. Umræða var um að finna leiðir til að fjölga félagsmönnum, senda bréf á sveitarfélögin.
Fundarslit voru kl. 13. Hópmynd var tekin fyrir utan Lyfjafræðisetrið.
Stjórn Samgus þakkar Steinunni Árnadóttur og Seltjarnarnesbæ kærlega fyrir frábærar móttökur.
Mættir voru:
Stjórn Samgus:
Berglind Ásgeirsdóttir hjá Reykjanesbæ, Bjarni Ásgeirsson hjá Mosfellsbæ, Freyr Ævarsson hjá Fjarðarbyggð, Sigríður Garðarsdóttir hjá Veitum og Valur Þór Hilmarsson hjá Dalvíkurbyggð
Anna Berg Samúelsdóttir, Fjarðarbyggð
Auður Jónsdóttir, Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar
Axel Knútsson, Reykjavíkurborg
Berglind Guðmundsdóttir Hafnarfjörður
Bjarki Þórir Valberg Kópavogsbær
Björn Bögeskov Hilmarsson
Davíð Halldórsson sveitarfélagið Ölfus
Einar E. Sæmundsen heiðursfélagi
Erla Bil Bjarnadóttir, heiðursfélagi
Friðrik Baldursson, Kópavogur
Guðlaug F. Þorsteinsdóttir, Reykjavíkurborg. Kosin í stjórn 2019
Guðný Arndís Olgeirsdóttir, Reykjavíkurborg. Kosin í stjórn 2019
Guðrún Birna Sigmars Reykjavíkurborg
Heiða Ágústdóttir Mosfellsbæ. Kosin í stjórn 2019
Helga Björk Einarsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir, Hafnarfjörður. Kosin í stjórn 2019
Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir, Garðabæ
Jóna Valdís Sveinsdóttir, Grasagarðurinn Reykjavíkurborg
Kári Aðalsteinsson, kirkjugarðarnir
Linda Björk Jóhannsdóttir
Bogi Kristinsson Magnussen Hvalfjarðarsveit
Sigurður Hafliðason Garðabær
Sindri Birgisson Akranesbær
Smári Guðmundsson Garðabær
Smári Jónas Lúðvíksson Norðurþing
Snorri Sigurðsson Reykjavíkurborg
Steinunn Árnadóttir Seltjarnarnesbær
Svavar Sverrisson Hafnarfjörður
Tómas Guðberg Gíslason Mosfellsbæ
Vignir Friðbjörnsson sveitafélagið Vogar
Þórir Sigursteinsson Garðabær
Þórólfur Jónsson Reykjavíkurborg