Aðalfundur SAMGUS 2012
Fljótdalshérað 26 – 27 apríl.
Skýrsla stjórnar milli aðalfunda 2011 – 2012
Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra
Stjórn Samgus frá og með 15. apríl 2011.
Jón Birgir Gunnlaugsson, Þórólfur Jónsson, Siggeir Ingólfsson, Jón Arnar Sverrisson og Erla Bil Bjarnardóttir.
Á tímabilinu milli aðalfunda voru haldnir fjórir stjórnarfundir auk þess sem fjöldi tölvuskeyta fór á milli stjórnarmeðlima. Stjórnin hefur verið mjög samstíga á tímabilinu og er það vel.
Fagnefndir: Tilnefningar stjórnar SAMGUS þann 22. júní 2011 í fagnefndir Starfsmennta-náms LBHÍ að Reykjum voru: Friðrik Baldursson fyrir skrúðgarðyrkjubraut og Björn Bögeskov Hilmarsson varamaður, og Erla Bil Bjarnardóttir fyrir skóg- og náttúrubraut og Siggeir Ingólfsson varamaður.
Vorfundur Samgus á Blönduósi 14. – 15. apríl 2011
Mættir: Jón Birgir Gunnlaugsson, Erla Bil Bjarnardóttir, Siggeir Ingólfsson, Íris Hödd Pétursdóttir, Axel Knútsson, Gunnsteinn Olgeirsson, Steinunn Árnadóttir, Guðný Arndís Olgeirsdóttir, Jón Arnar Sverrisson, Helga Gunnlaugsdóttir, Smári Guðmundsson, Ágúst Þór Bragason, Páll Ingþór Kristinsson, Sigurður Hafliðason, Björn Bögeskov Hilmarsson, Ásta A. Jóhannesdóttir, Freyr Ævarsson, Þorgeir Adamsson, Friðrik Baldursson, Björg Gunnarsdóttir, Bjarni Ásgeirsson, Tómas G. Gíslason, Ína Björk Ársælsdóttir (fyrri daginn) og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
Fimmtudagur
10:30 Koma á Blönduós, mæting á gististaðnum, í sumarhúsum í Glaðheimum þ.e. við tjaldstæðið.
11:00 Heimamennirnir, Ágúst Þór Bragason og Páll Ingþór Kristinsson, tóku á móti hópnum og leiðsögðu m.a. um tjaldsvæðið, Hrútey, nýja sorpflokkunarstöð, áhaldahúsið, skólalóð, sundlaug, íþróttasvæði og yndisgróðurverkefni að ónefndri styttu í minningu Gríms Gíslasonar.
12:00 Hádegissnarl á Pottinum
13:00 Rútuferð um Blönduós. Gamli bærinn, hesthúsahverfið, höfnin, nýju sundlaugina o.fl.
14:30 Heimsókn í Stekkjarvík. Nýr urðunarstaður norðlendinga skoðaður í Sölvhólsbakka.
15:30 Heimsókn á Skagaströnd. Magnús B. Jónsson sveitarstjóri rifjaði upp sögu sveitarfélagsins og sýndi helstu staði í bænum s.s. safnahúsið. Veglegt kaffiboð í Kántríbæ og síðan heimsóttar spákonur í Spákonuhofi. Í lokin var listamiðstöðin heimsótt.
18:00 Heimsókn í fyrirtækið Léttitækni á Blönduósi þar sem eigendur kynntu starfsemi fyrirtækisins og buðu upp á léttar veitingar.
20:30 Kvöldverður á Pottinum, Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri snæddi með SAMGUS-félögum.
Föstudagur
9:30 Aðalfundur
Jón Birgir Gunnlaugsson setti fundinn og stakk upp á Ágústi Þór Bragasyni sem fundarstjóra sem var samþykkt.
Skýrsla stjórnar. Jón Birgir kynnti skýrslu stjórnar. Smávægilegar breytingar voru gerðar á skýrslu stjórnar á fundinum.
Ársreikningur. Siggeir Ingólfsson fór yfir ársreikning. Fram kom að félagið stendur vel.
Ársreikningur var samþykktur.
Fjárhagsáætlun rædd og svo samþykkt. Boðað var að síðar á fundinum kæmi fram tillaga sem gæti haft áhrif á áætlunina. Spurt var af hverju ekki væri gert ráð fyrir gjaldi til Græna geirans í áætlun. Upplýst var að engin starfsemi hefði verið í Græna geiranum á síðasta ári og engin rukkun borist.
Félagsgjaldið hefur verið kr. 8.000.-. Samþykkt kr. 9.000.- fyrir árið 2011. Tillaga stjórnar um að hækka árgjaldið í 10 þúsund krónur fyrir 2012 (eins og var fyrir kreppu) var samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.
Stjórnarkjör. Gunnþór K. Guðfinnsson gekk úr stjórn. Tillaga stjórnar um að Jón Arnar Sverrisson tæki sæti í stjórn en hún yrði óbreytt að öðru leyti var samþykkt.
Stjórnin er því þannig skipuð: Jón Birgir Gunnlaugsson formaður, Siggeir Ingólfsson gjaldkeri, Þórólfur Jónsson ritari, Erla Bil Bjarnadóttir og Jón Arnar Sverrisson meðstjórnendur.
Félagaskrá. Páll Ingþór Kristinsson á Blönduósi og Bjarni Ásgeirsson í Mosfellsbæ eru nýir félagar í SAMGUS.
Snjólfur Eiríksson gengur út þar sem hann hefur látið af störfum á Akranesi. Upplýst var á fundinum að verið væri að ganga frá ráðningu Írisar Reynisdóttur sem garðyrkjustjóra á Akranesi.
Haraldur hefur verið í starfi hjá Hveragerði en hefur ekki gengið í SAMGUS þar sem ekki er ljóst hver staða hans verður.
Kveðjur bárust frá Árna Steinari Jóhannssyni, Jóni Ingvari Jónassyni, Kára Aðalsteinssyni og Gunnþóri K. Guðfinnssyni.
Boð bárust einnig frá Svavari Sverrissyni, Guðrúnu Kr. Björgvinsdóttur, Vali Þór Hilmarssyni, Guðjóni S. Sverrissyni og Jan Klitgaard sem einnig forfölluðust af ýmsum ástæðum.
Heimasíða. Siggeir Ingólfsson ræddi heimasíðuna samgus.is sem hann hefur séð um og lýsti eftir efni frá félögum.
Fræðsluferð. Stjórnin lagði fram eftirfarandi tillögu um ráðstöfun fjár til að styrkja ferð félagsmanna til Færeyja:
“Stjórninni verði veitt umboð til undirbúa ferð til Færeyja í tilefni 20 ára afmælis SAMGUS. Stjórn verði falin undirbúningur kynnisferðar sem styrkt yrði úr félagssjóði. Lagt til að ráðstafa allt að 900 þús í slíka ferð og að hámarki 50 þús styrkur á mann.”
Tillagan var samþykkt.
Rætt um mögulegar tímasetningar, haust 2011, vor 2012 eða haust 2012.
Umhverfismál, staðardagskrármál. Staðardagskrárhópur er starfandi á SV horni landsins, þar eru nokkrir fulltrúar SAMGUS. Erla Bil Bjarnardóttir lagði til að Tómas G. Gíslason yrði tengiliður SAMGUS við Samráðshóp Sd 21. Það var samþykkt.
Leiksvæði í skógarsvæðum, útikennslusvæði. Gunnsteinn Olgeirsson benti á að þörf væri á að kanna hvort staðall eða leiðbeiningar væru til fyrir þessi svæði. Áhyggjur er um öryggi á útikennslusvæðum og hverjir taki á ábyrgð.
Leikvallareglugerðin. Farið yfir nýjustu þróun mála: Samgus hefur verið í sambandi við Umhverfisráðuneytið undanfarin ár varðandi óskir um endurskoðun reglugerðar og sendi síðast bréf 3. mars 2010. Svar barst frá ráðuneytinu 18. júní þar sem flestum athugasemdum SAMGUS var vísað frá. Erindi voru um leikvallamál á SATS fundi 12. nóv. 2010. Haldinn var fundur 14. jan. hjá Sambandi sveitarfélag og var tilefnið m.a. kæra sem Hafnarfjörður hefur fengið frá BSÍ skoðunarfyrirtæki fyrir að framfylgja ekki aðalskoðun. Erla Bil Bjarnardóttir og Þórólfur Jónsson hittu Guðjón Bragason lögfræðing Sambandsins 17. feb. og var niðurstaðan að SAMGUS sendi Sambandinu bréf þar sem fram komi óskir SAMGUS um breytingar á reglugerð. Helga Gunnlaugsdóttir spurði hvort rekstrarskoðunarbækur séu skoðaðar af heilbrigðiseftirlitum?
Upplýst var á fundinum að BSÍ hefði boðið úttektir á 16 þús/leiksvæði og 30 þús/leikskólalóð.
Almennt töldu menn að aðalskoðun væri óþörf að því gefnu að innri skoðun væri í lagi.
Skorað á stjórn að ljúka bréfi til Sambandsins (Þórólfur).
Norræn ráðstefna 2014. Ósk hefur komið fram frá Norrænum systurfélögum að Norræn garðyrkju- og útivistarráðstefna verði á Íslandi 2014. Slíkar ráðstefnur eru 100-200 manna. Að mati stjórnar er forsenda fyrir því að þetta sé hægt er að ráðstefnan sé á heppilegum tíma fyrir félagsmenn og að samstarfsaðilar innan útivistargeirans séu tilleiðanlegir til þátttöku.
Stjórnin falið að skoða raunhæfni með jákvæðum huga.
Ábendingar.
Sigurður Hafliðason upplýsti að Bergiðjan í Reykjavík hefði komið sér upp stórviðarsög sem getur sagað trjáboli í fjalir. Sögin er flytjanleg.
Erla Bil Bjarnardóttir upplýsti að á heimasíðu Garðabæjar væri fróðleikur til almennings um „gróður á lóðum“ frá Horticum menntafélagi.
Ágústi Þór Bragasyni var þakkað fyrir móttökurnar og vel skipulagðan fund og svo fundarstjórn.
Um kl. 12, Jón Birgir Gunnlaugsson sleit fundi.
Fræðslu- og kynnisferð SAMGUS til Færeyja og haustfundur
5. – 9. september 2011
Þátttakendur: Jón Birgir Gunnlaugsson, Björn Bögeskov Hilmarsson, Friðrik Baldursson, Svavar Sverrisson, Steinunn Árnadóttir, Erla Bil Bjarnardóttir, Axel Knútsson, Guðný Olgeirsdóttir, Jón Arnar Sverrisson, Helga Gunnlaugsdóttir, Þorgeir Adams, Sigurður Hafliðason, Guðrún Kr. Björgvinsdóttir, Ágúst Þór Bragason, Smári Guðmundsson, Ásta Agnes Jóhannesdóttir, Björg Gunnarsdóttir, Íris Hödd Pétursdóttir, Freyr Ævarsson, Guðjón Steinar Sverrisson, Siggeir Ingólfsson og Þórólfur Jónsson sem ritaði ferðasögu og fundargerð.
Að auki voru tveir makar með í ferð.
Aðalskipuleggjendur og móttökunefnd Færeyinga voru Tóri í Höyvik garðyrkjustjóri Þórshafnar kommunu, Tróndur Leivsson landskógarvörður og umhverfisstjóri hjá Umhvörvisstovan í Færeyjum og Hans Hjalte Skaale garðyrkjustjóri Klakksvíkur, auk fjölda annarra bæjarstjóra og sveitarstjórnarmanna sem getið er hér í dagskrá ferðarinnar.
Mánudagur 5. sept.
Brottför 12.30 frá Reykjavík með færeyska flugfélaginu Atlantic. Í flugvélinni var smá forsmekkur að gestrisni Færeyinga með vinalegu viðmóti flugfreyjanna. Rútuferðin frá flugvellinum í Vogum tók um 45 mín. gegnum nokkur göng og síðan rölt með töskurnar frá rútustöðinni við höfnina upp á Hótel Hafnia sem er í miðbænum.
Það sem eftir lifði dags var hægt að nýta til að skoða nágrennið og kynna sér veitingastaði.
Þriðjudagur 6. sept.
Tóri í Hoyvík garðyrkjustjóri Þórshafnar var mættur í lobbíið um kl. 9 og ferðinni var fyrst heitið í borgarstjórnarsalinn steinsnar frá hótelinu. Þar fór Tóri yfir starfsemi Þórshafnar með áherslu á grænu málin. Mikael landlagsarkitekt fjallaði um ýmiss skipulagsmál sem eru í brennidepli. Rölt var um miðbæinn og síðan var gengið upp í strætisvagn og ekið upp fyrir bæinn þar víðsýnt yfir bæinn, einnig jarðvegstippur svæðisins. Tróndur Leivsson bættist í hópinn og skoðaður var glæsilegur nýr skóli, Skúlin við Løgmannabreyt. Þar vakti sérstaka athygli listskreyting innandyra eftir listamanninn Edwardi Fuglø. Skólinn er í nýju hverfi sem enn er í byggingu, þar er áætlað að byggja þétt en gefa gott rými fyrir náttúrulegt svæði sem mætir byggðinni. Skoðað var Føroya Fornminnisavn sem hefur að geyma margar merkar minjar.Síðan var ekið til hins magnaða staðar, Kirkjubæjar, þar sem staðarskoðun var leidd af Jóhannesi Paterson bónda en hann átti tengsl til Íslands eins og margir. Veitingar voru bornar fram í hinni fornu Reykstofu (900 ára) m.a. var boðið upp á skerpukjöt. Í útjaðri byggðarinnar var skoðaður verðandi golfvöllur þar var sauðfé á beit og annar nýr glæsilegur skóli skoðaður, Skúlin á Argjahamri sem var skreyttur listaverkum, en lítið um leiktæki á lóð. Þar við hliðina á var leikskóli afgirtur með fjárgirðingu.
Nú var haldið að Hoyvík og gengið um með Hoydalsánni, umhverfis ánna skiptist á náttúra og búsetulandslag. Í dalnum er Hoydalar þar sem rekið var berklahæli en þar er nú menntaskóli. Umhverfis staðinn hefur verið plantað skógarlundum en nú er farið að styttast í aðstöðu Tróndar. Í Miðhoydalar er Gróðurstøðin sem er stýrt af Tróndi og er nú hluti af Umhvørvisstovunni. Árið 1978 var fyrsta tréð gróðursett og Skógfriðunarnevndin stofnuð þar.Í gróðrarstöðinni biðu kræsingar. Í stöðinni eru ræktaðar garð- og skógarplöntur sem seldar eru almenningi. Fróðlegt var að bera saman tegundaval Íslands og Færeyja sem að hluta til er það sama en að hluta til ólíkt.
Eftir viðdvöl í gróðrarstöðinni var gengið um Frílendið við Hoydalsá, gegnum íþróttasvæðin, framhjá listasafninu þar sem eru útilistaverk eftir Hans Pauli Olsen og loks í gegnum Viðarlundin sem er stórt útivistarsvæði rétt ofan miðbæjarins er áin liðast um, þar vex úrval trjáa Hótel Hafnia eftir langan og viðburðaríkan dag.
Miðvikudagur 7. sept.
Lagt af stað snemma frá rútustöðinni til Klakksvíkur sem er á Borðoy. Tóri og Tróndur báðir með í för. Klakksvík er næst stærsti bær Færeyja telur um 5 þús. manns. Veðrið var aðeins lakara en það gekk á með skúrum þó fínt á milli. Í Klakksvík tók á móti okkur Hans Hjalti Skaale garðyrkjustjóri. Í ráðhúsinu hittum við líka Gunvá við Keldu borgarstjóra og Dávur Winther sem er yfir menningarmálum. Við fengum yfirferð um það helsta sem einkennir Klakksvík. Klakksvík er mikill athafna- og útgerðarbær og þar eru ýmis atvinnufyrirtæki t.d. Føroya Bjór. Klakksvík er líka þekkt fyrir Summar Festivalurin sem er tónlistarhátíð sem dregur að 10 þúsund gesti. Það skapar reyndar vandamál fyrir garðyrkjuna því túnið þar sem hátíðin fer fram í miðjum bænum veðst upp. Í miðbænum er fallegur reitur Jurtagarðurinnsem helgaður er drukknuðum sjómönnum og Fípan Fagra, listaverk eftir Hans Pauli Olsen. Við nýja aðkomu til Klakksvíkur, við göngin á hringtorgi, er annað verk sem er mjög umtalað en það er Húkurin, eða öngullinn, listaelítan var víst ekki hrifin.
Farið var út í viðarlundinn í Grøv sem er rétt utan við bæinn, hann er á vegum Tróndar þ.e. Skógfriðingarnevndarinnar. Í lundinum eru tegundir trjáa og runna úr söfnunarferð til Eldlands 1992 sem m.a. einn frá Skógrækt rík. tók einnig þátt í. Lundurinn er í brattri hlíð og um hann fellur lækur. Ofan lundarins er hús Skógræktarfélagsinsþar sem beið hádegisverður og ekki skemmdi veðrið sem batnaði mjög þessa stund í lundinum.
Síðan var stígið í rútuna og ekið eins langt og komist verður í norður, út í Viðoy og að þorpinu Viðareiði.
Aftur til Klakksvíkur til fundar við mikinn róðrarkappa, Livar Nysted, sem stundar róður yfir úthöfin, magnað áhugamál.
Loks var ekki hjá því komið að heimsækja Føroya Bjór. Þetta er fjölskyldufyrirtæki en Annika Waag sem er framleiðslustjóri fyrirtækisins er barnabarnabarn Símun í Vági sem stofnaði verksmiðjuna 1888. Ekki var hægt að skoða verksmiðjuna að þessu sinni en þess betri tími til að skoða afurðirnar.
Síðan var haldið heim til Þórshafnar.
Fimmtudagur 8. sept.
Aftur var farið snemma af stað og nú var ferðinni heitið til Nes kommuna á Eysturoy. Í Nes kommuna búa 1267 manns flestir í þorpunum Saltnes, Tóftir og Nes. Í Tóftum sem er stærsta þorpið tók Símun Johannesen borgarstjóri á móti hópnum ásamt fleiri starfsmönnum sveitarfélagsins. Einnig var þar Arnfinn Olsen framkvæmdastjóri Framherja, eins af dótturfyrirtækjum Samherja (enda talaði góða íslensku). Það voru hlýlegar móttökur þarna sem annars staðar.
Arnfinn sýndi aðstöðuna við höfnina í Tóftum þar sem m.a. Framherji hefur aðsetur.
Í sveitarfélaginu eru 5 hrikalega stórar vindmyllur upp á hæð ofan við byggðina sem blasa víða við.
Frá vindmyllunum var farið að íþróttasvæðinu sem tekið var í notkun í júní 1991, þ.e. fyrsti alþjóðlegi fótboltavöllurinn í Færeyjum eftir að landsliðið vann þátttökurétt í EM í sept. 1990. Sýnd var mynd um þessa framkvæmd sem var ævintýri líkust. Sprengja þurfti fyrir vellinum og grjótið var nýtt til hafnargerðar. Byggð var stúka sumarið 1991. Síðan hefur verið gerður annar völlur m.a. til að geta sinnt frjálsum íþróttum. Þegar SAMGUS var á ferð var verið að setja nýtt, svokallað 3. kynslóðar gras, á seinni völlinn.
Eftir málsverð í stúkubyggingunni var gengið um náttúrusvæðið umhverfis Tóftavatn sem er sameiginlegt með nágrannasveitarfélaginu Runavík og jafnframt vatnsverndarsvæði þeirra. Skondið að sjá sauðfé þar á beit.
Runavík samanstendur af 15 þorpum með samtals 3790 íbúum þar sem þorpið Runavík er með 487 íbúum. Tími gafst einungis til stuttrar dvalar í glæsilegri skólabyggingu, Skúlin við Løkin, í Runavík þar sem við hittum Magnus Rasmussen borgarstjóra.
Þá var haldið áleiðis í Fuglafjörð sem einnig er á Eysturoy. Á leiðinni inn í byggðina var skoðað tilraunaverkefni um vistvæna orkuöflun sem eldhuginn Eyðun Lauritsen leiðir þ.e. sólarrafhlöður.
Í Fuglafirði tók á móti okkur garðyrkjustjórinn Jóan Peter Berg, ásamt bæjarverkfræðingi. Fuglafjörður, sem telur um 1700 íbúa, er eitt veðursælasta svæðið í Færeyjum eins og sjá má á trjágróðrinum. Eftir göngutúr um bæinn biðu okkar kræsingar í veitingasal.
Þetta var lokaheimsókn Færeyjaferðar, því brast á með færeyskum dans og söng sem þeir félagar Tróndur og Tóri stýrðu af mikilli gleði.
Í rútunni á heimleiðinni til Þórshafnar var haldinn:
Haustfundur Samgus.
19.50 Fundur settur
Ágúst Þór Bragason var kosinn fundarstjóri.
1.Kostnaður vegna rútu um Færeyjar.
Áætlað hafði verið að styrkja ferðina um 900 þús., ca 50 þús. styrkur á mann og þá áætlað að 19 myndu fara. Niðurstaðan varð hins vegar að 22 fóru í ferðina. Kostnaður verður því 1.050 þús. Fyrir liggur að greiða fyrir rútukostnað.
Tillaga kom fram á fundinum að Samgus greiði þennan rútukostnað. Tillagan var samþykkt.
2.Vorfundur.
Rætt um vorfund. Freyr Ævarsson taldi allar líkur á að hann gæti orðið hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði. Samþykkt að stefna að því.
3.Norræn ráðstefnan.
Samþykkt að hafna því að ráðstefna yrði á Íslandi 2014.
4.Könnun SAMGUS, Björn B. Hilmarsson reifaði hugmynd um að safnað yrði saman upplýsingum um fjölda leiksvæða, bekkja, ruslafata ofl. hjá sveitarfélögum. Samþykkt að Björn myndi senda tillögu til stjórnar.
5.Samþykkt að lýsa yfir sérstakri ánægju með hvað ferðin hefði heppnast vel í alla staði.
Fundi slitið kl. 19.20
Föstudagur 9. sept.
Heimferð eftir frábæra ferð. Færeyingar eru svo sannarlega höfðingjar heim að sækja og menn urðu jafnvel meyrir á kveðjustund við þá Tóri og Trónd enda höfðu þeir tekið þátt í allri dagskrá ferðarinnar. Hafi allir sem tóku á móti okkur bestu þakkir en sérstakar þakkir til þeirra Tóri og Trónds sem fylgdu okkur og skipulögðu ferðina og jusu af sínum þekkingarbrunni um allt garðyrkju, skógrækt, landnýtingu, fasteignir s.s. glæsilega skóla og ekki síst sögu Færeyja.
Félagar í SAMGUS um áramót 2011-2012 voru 35 og einn heiðursfélagi. Mikið hefur verið um afföll undanfarin ár í okkar herbúðum þó auðvitað hafi endurnýjun hafi einnig átt sér stað. Meðfylgjandi skýrslu stjórnar er ársreikningur fyrir árið 2011 ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Fyrir hönd stjórnar,
Jón Birgir Gunnlaugsson formaður
og Erla Bil Bjarnardóttir